Home alone..
Ekkert barn, váá hvað þetta er undarlegt eitthvað. Ársól var ansi brött á mánudagsmorguninn eftir að hafa kvatt Óskar anga og alla bangsana heima. Síðan vorum við kysst og kramin og gúd bæ....ekkert mál. Váá hvað mér finnst hún vera dugleg, ekkert smá stolt af henni. Okkur finnst samt vera ansi tómlegt án hennar og eiginlega veit maður ekkert hvað maður á af sér að gera....Gummi er reyndar búin að vera að læra og náði sér í leiðinni í einhverja pest, sem er auðvitað ekki gott mál þar sem hann er að fara í próf á morgun og hinn. Fúlt að vera veikur og vera að fara í próf og þar að auki á sjálfan ammælisdaginn. Gæti þetta verið verra. Ég er líka búin að hafa nóg fyrir stafni og er eiginlega búin að vera í vinnunni allan daginn, spennandi eða þannig. Við brugðum þó undir okkur betri fætinum í gær og skunduðum á veitingastað. Fórum á voða fínan stað sem heitir Mona Lisa. Fengum svooooo mikið að borða diskurinn var bara svo troðinn að það sást ekki að ég hefði snert á aðalréttinum þó svo ég væri búin að gúffa í mig heilum helling. Okkur langaði mest til að biðja um hundapoka og hafa með heim, kunnum svo ekki við það þegar á reyndi.
Ætla að halda áfram að vinna smá og fara svo heim að hjúkra Gumma!