Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Þetta er nú meiri skrifletin hérna hjá mér, það er svona að vera heimavinnandi húsmóðir, maður er svo busy alltaf, skúra , baka og í barbie.............maður verður nú stundum að leika sér. Ég fæ alltaf að STÝRA pabbanum og stundum ef ég er mjög þolinmóð þá fæ ég að stýra mömmunni. Þetta er nú frekar fyndið að stýra........... hvaðan kemur þetta eiginlega??? Annars er mjög gaman að fylgjast með þessum leikjum, þegar stelpurnar eru í barbie þá er þetta ljúfur og fallegur leikur þar sem börnin eru skömmuð og pabbinn er sendur á skrifstofuna, en þegar strákarnir koma og eru með, þá breytast barbie-urnar í súperkonur og geta flogið um allt og svo slást þær um bílinn, sem er reyndar ekki alltaf bíll heldur breytist yfir í geimflaug sem er með skotbúnaði og öllu....................það er svo mikill munur á leikjum hjá þessu fólki.

Annars er maður bara ð hamast við það að hafa það gott og það gengur bara bærilega. Styttist óðum í það að barnið verði að skólabarni.........er meira að segja búin að missa eina tönn og allt. Maður eldist nú talsvert við það. Vá þá þarf maður alltaf að vakna kl 7 eða fyrr og vera mættur í skólann kl 8............púffff ljúfa leikskólalíf búið og alvaran tekin við.

mánudagur, júlí 21, 2003

Vá þetta var nú enginn smá bloggpása....................en nú er ég komin aftur full af nýjum fróðleik.....

Nei nei en þar sem karlpeningurinn á bænum fær stundum þá flugu í hausinn að hann sé Tölvumeistari þá endar það ofar en ekki með skelfingum.......og í þetta sinn hrundi tölvan algjörlega. Ég búin að vera tölvulaus í rosa rosa langann tíma að mér finnst allavega. En snillingurinn fann auðvitað hvað það var sem hrjáði tölvuna og gat læknað það.

´Skúli og Sigrún komu í heimsókn til okkar og voru um helgina. við fórum í dýragarðinn á laugardaginn og grilluðum svo auðvitað í hyttunni um kvöldið, þvílíkt næs. Auðvitað við spilað og spjallað fram á rauða nótt eins og vant er þegar við hittumst, sem er reyndar bara á 1/2 árs fresti.............ég held að við gerum alltaf út af við þau þegar þau koma og þau þurfi að safna orku þar til þau komi næst...............Á sunnudag höfðum við það sko hrykalega gott og vorum bara að chilla í garðinum, sulla í lauginni og sóla okkur.

Um kvöldið komu svo Baldur, Svandís og Anna Heiður í heimsókn, voru að bruna framhjá og kíktu aðeins inn, fínt að sjá andlit sem maður þekkir. Fórum auðvitað með þau í bústaðinn og þau tóku fullt af myndum til að lokka mömmu og pabba í heimsókn til okkar ( þú veist það mamma, þegar þau fara að sýna þér myndirnar úr garðinum þá er þeta lokk-bragð frá okkur......)

Fórum líka á H.C. Andersen safnið og sáum leikritasyrpu sem var rosa flott.

Annars erum við að fá gesti frá Íslandi, Vala og Árni ætla að skella sér til okkar og vera nokkra daga, við ætlum bara að draga þau með okkur niður til Þýskalands og skoða okkur um þar....hlakkar geðveikt til að hitta ykkur.

mánudagur, júlí 14, 2003

Velkominn í heiminn litli strákur.

Ég var að eignast lítinn frænda, Helga litla systir var að eignast lítinn prins í gær. Hann var 14 1/2 mörk og 53 cm alveg passlegur lítill prins. Elsku Helga og Þórir innilega til hamingju með litla strákinn ykkar. Vildi óska þess að ég gæti kíkt á ykkur. Ársól finnst nú skrýtið að vera búin að eignast annan frænda samt er hún aldrei búin að sjá bumbuna!!! Svona er þetta nú skrýtið. Hún sat í allt gærkvöld með bókina með nýfæddu börnunum og skoðaði hvað hann væri núna stór, hann er bara jafn stór og María Mjöll ( sem er dúkkan hennar). Í dag fórum við svo í bæinn og þá sáum við fullt af litlum börnum....er hann svona stór??? (barn sem var örugglega 2.ára)
Gangi ykkur sem allra best að læra á litla kútinn!!
Mamma og pabbi til hamingju með að vera oðinn þreföld amma og afi!! Og Eydís nú erum við búnar að fá lítið skott til að dúllast við því okkar ormar eru orðnir svo stórir og nenna ekkert svona dúlli..................

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Elsku besti frændi Baldur, innilega til hamingju með 2. ára afmælið þitt í gær. Vonum að þú skemmtir þér extra vel hjá ömmu og afa í sveitinni. Það er sko margt skemmtilegt hægt að gera hjá þeim. Þú segir svo kannski stóru frænku allt um það hvernig elshúsinnréttingin hjá ömmu lítur út, því hún segist alveg vera búin að gleyma því !!!!!!!!

Vá við erum núna búin að eiga heima í útlöndunum í eitt ár !!!!!!!!!!!!! Þetta er sko búið að vera fljótt að líða og margt skemmtilegt búið að gerast. Guffa frænka, Urður, Týr og Þór komu í heimsókn, svo komu amma og afi og voru hjá okkur. Við týndum eldhússtólunum í strætó !!! já allt getur nú gerst. Við prófuðum að halda jól í útlöndunum og það gekk áfallalaust, að mestu, nema frómasinn misheppnaðist!! og það vantaði alla fjölskylduna, en nú er búið að prófa þetta og þurfum ekki að gera það aftur í bráð!!! Við eyddum áramótunum í Århus með Skúla og Sigrúnu og höfðum það þvílíkt gott og gátum meira að segja horft á skaupið. Eydís og Baldur komu þegar próftörninni lauk í febrúar og við skemmtum okkur konunglega með þeim. Ekki hægt annað með svona litlum sætum strák, jú og auðvitað sætri mömmu (hehe)Um páskana fórum í frábæra ferð til Hamborgar, gistum á farfuglaheimili sem Frauhlein Straussberg stjórnaði af harðri hendi (púfff) og villtumst um sveitavegi Þýskalands fram og til baka og fórum í lang flottasta skemmtigarð sem við höfum séð, Heideparken geggjað. Skoðuðum Hamburg frá ríkustu hverfunum yfir í rauða hverfinu..... sem var ekkert smá skuggalegt. Og lokapunkturinn er auðvitað að nú erum við búin með eitt ár í skólunum okkar. Gummi kláraði adgangskursus og nú getur hann farið að setja í byggingartæknifræði-gírinn, og byrjar á fullum krafti þar næsta haust. Og ég á þá ef allt gengur vel bara eitt ár eftir þar til ég klára. Byrja að vinna að verkefninu mínu á Odense University Hospital, 1. sept. Það verður örugglega voða spennandi en ég veit varla um hvað verkefnið verður, en leiðbeinandinn, hann Jesper, er rosa sætur !!!!!!!!!! Svo er litla barnið á heimilinu að fara byrja í skóla (skjálf skjálf), í gær fórum við og skoðuðum skólatöskur, þvílíkt spennandi. Þær eru ekkert smá stórar, Ársól hvarf alveg þegar ég plantaði einni töskunni á bakið á henni, get eigilega ekki séð það hvernig hún á að geta labbað heim með þetta flykki á bakinu !!!! En við erum búin að finna eina tösku sem passaði betur. Svo þetta hlýtur að fara vel. Spennadi ár framundan.............

mánudagur, júlí 07, 2003

Umræður í herberginu hennar Ársólar

Hafdís: Ég fékk hafragraut í morgunmat
Ársól: í alvörunni???
H: Já það er alveg satt
Á: ég fæ aldrei hafragraut.... mamma mín kann ekkert að gera svoleiðis!!!!!!!!!

Þetta er engin smá tröllatrú sem hún hefur á mér þessi stelpa, en ég kann það nú samt. Þetta eru algjörir spekingar þarna inni og áðn var orðið svo mikið drasl inni hjá þeim að þær urðu að fara í draumaheim ( sem er herbergið okkar Gumma). Svona þegar þær voru hættar að geta komist leiða sinna þarna inni í herbergi.

Við fórum á víkingahátíð niðrí Fruens Bøge í gær, það var rosa flott sýning og bardagar út um allt. Við vorum í stórhættu þegar mestu lætin voru, þarna var verið að búa til skartgripi og vopn og fullt fleira, ég held að fólk búi bara í þessu því fólk var að elda sér mat og voru með lítil börn sem voru greinilega alveg vön þessu öllu. Svo fór fólk bara í bað í bala úti á túni og Gummi fór auðvitað og skoðaði nokkrar ungar stúlkur sem voru að lauga sig og tók myndir af þeim, þið fáið að sjá það seinna.!!!!!!!!! Svo um kvöldið var skækjusala og drukkinn mjöður í stórum stíl.

laugardagur, júlí 05, 2003

Jæja þá er maður orðinn árinu eldri og auðvitað miklu sætari.....ekki á bætandi!! Afmælisdagurinn var alveg stórfínn, eyddi honum reyndar mestum upp á spítala, með þeim stöllum Sigurrósu og Önnu, þurftum að bíða endalaust eftir þessum læknum, þeir kunna að láta bíða eftir sér. En að lokum fengum við faraleyfi og skunduðum heim í pizzuveislu..nammm nammm. Á föstudagskvöldið fórum við og héldum almennilega upp á afmælið borðuðum á kínverskum stað og það var rosa gott, Ársól var reyndar farið að leiðast undir lokin fannst við vera allt of lengi að borða, var næstum sofnuð í stólnum sínum.

Í dag fórum við í garð sem heitir Fun park Fyn, það var fínt, sundlaugagarður og fullt af tækjum og skemmtilegu dóti. Frábært!!!!!!

Ársól er loksins komin með lausa tönn, ef við teljum ekki þessa með sem losnaði þegar hún datt á hjólastýrið í vetur. ááááiii. Hlýtur að hafa verið rosa vont, en hún var bara hin ánægðasta með þetta slys þar sem tönnin losnaði. Festist reyndar aftur, en nú er vonin að þessi haldist laus. Hún tilkynnti okkur að maður gæti ekki orðið 6. ára nema vera búin að missa tönn!!!!!!!!!

Gummi er byrjaður að vinna á fullu og það er komið á hreint að þetta er sandblástursvinna, þar sem er drukkinn bjór á 40 mínútna fresti!!!!! Ekki gott mál finnst mér en honum líst vel á þetta........

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Ég á afmæli i dag,
ég á afmæli í dag,
ég á afmæli ég sjálfur ég á ammæmæli í dag................húrrrra húrrrra

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Æjjj þetta virkar ekki hjá mér....arrrrg

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Það er kominn pakki...............

Vá ég var svo þvílíkt spennt að sjá hvað væri í pakkanum sem við Ársól sóttum á pósthúsið að þrátt fyrir ausandi rigningu, brunuðum við niður á pósthúsið, Ársól vildi reyndar frekar vera í hjólavagninum svo hún blotnaði ekki !! síðan flýttum við okkur þvílíkt heim, fór á mettíma upp Bolbrobrekkuna ( þessa einu sem finnst hérna í DK, og er leiðinlegasta brekka sem ég hef hjólað) og komum heim rennandi blautar og hraktar, vorum varla komnar inn úr dyrunum þegar við opnuðum gjöfina. Það var mamma og pabbi sem voru að senda okkur þvílíkan glaðning, fullt af íslensku nammi, matarkex, og útskriftargjöf til Ársólar sem hún var rosalega hamingjusöm með. Og afmælisgjöf handa mér sem ég ætla að opna á afmælisdaginn minn, veit samt ekki hvort ég get beðið, er svo spennt. Þúsund kossar til ykkar m&p frá okkur öllum. Ekkert smá gaman að fá pakka.

Vá þílíkur léttir, Gummi er komin með vinnu!!!!!!!!!! jibbbbbíííí ekkert smá skemmtilegt, reyndar er þetta örugglega ekki skemmtilegasta vinna í heimi en hvað um það. Veit reyndar ekki hvað hann er að gera, gæti alveg eins verið að vinna á strippbar!!!!!!!!úbbbbbs......ég meina hann er vís til alls drengurinn. En ég held nú að þetta sé eitthvað með sandblástur.