Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, desember 14, 2006

Jólalistinn í ár...

Ársól var að búa til jólalista svona hljómar hann

1. seguldýr
2.Peimó
3. dideldúka
4.pónihest
5.pollipokis
6.föt
7.penig
8.bók
9.álfahús
10.fiska
11. bangsar
12. púsl

Hún bjó líka til samskonar lista fyrir bróðir sinn þar sem hans fyrsta ósk átti að vera bók, dudda, föt, dót, bíll bangsar, penig, lest og púsl.

Það hefur nú aldrei tíðkast að gefa pening í jólagjöf, enda veit ég ekki hvað hún ætlar sér með hann, þar sem hún týmir ekki að kaupa neitt fyrir sinn pening (algjör nískupúki) og svo vill hún alls ekki sjá það að leggja peninginn inn á bankabók, hún vill vera viss um að þeir geymi akkurat hennar pening inn í sér hólfi, ekki blanda honum saman við annara manna peninga....

Ætli hún verði ekki ein af þeim sem sefur með peningana undir koddanum þegar hún er eldri.

Sniðugur lítill strákur

Ég á lítinn frænda sem er oft ansi fyndinn. Í gær fór mamma hans með hann að kaupa límmiðabók sem hann varð að eignast til að vera eins og stóri bróðir og stóra frænka. Þegar kappinn kom heim og fór að skoða þessa dýrmætu bók heyrðist í honum " haaa engar basíður, hva engar basíður...." Já þetta er náttúrulega bara óborganlega fyndið, greyið búið að kaupa bók fyrir alla peningana sína og svo eru bara tómar blaðsíður í bókinni...púfff þvílíkt svekkelsi. Svo þarf maður að kaupa límmiðana sjálfur og setja inn í bókina. Auðvitað bara frat!!

Svona er lífið stundum óskiljanlegt þegar maður er bara tveggja ára....engar basíður!!

miðvikudagur, desember 13, 2006

jólaráð

Kennarinn í ræktinni kom með góð jólaráð til okkar í morgun. Hún benti okkur hvernig mætti komast hjá öllum bakstrinum með því að hella smá kanil á volga eldavélahellu, þá myndi þessi ljúfi kökuilmur leggja um húsið og svo væri bara að kaupa nokkrar gerðir af kökum í búðinni og smella þeim í flotta kökudunka....alveg eins og heimabakað!!! Hennar ráð við óþarfa þrifum var að hella slatta af ajax í blauta tusku og leggja hana á ofninn. Allt orðið ilmandi af bæði kökulykt og þriflykt!!!

Já mjög snjöll ráð fyrir þá sem eru að drukkna í verkefnum fyrir jólin.

Besta ráðið held ég samt að sé bara að draga djúpt andann og njóta líðandi stundar....hvort það sé í stressi eða ekki....njóta þess að vera til á aðventunni.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Eitthvað að frétta?

Neiiii eiginlega er bara ekkert að frétta héðan úr Árbænum. Við Pétur reynum okkar besta til þess að vera með í jólakapphlaupinu og það gengur ágætlega hjá okkur. Pakkarnir týnast heim í hús, búið að skreyta smá og svo er farið að huga að jólasmákökunum....en bara að huga að þeim. Á eftir koma því í verk að baka þær.......

Síðustu helgi var föndur hjá Möggu og síðan fór Ársól með Rósu sinni á Árbæjarsafnið þar sem þær sáu hvernig jólin voru í gamla daga. Næstu helgi förum við síðan á jólahlaðborð með vinnunni hjá Gumma og þá fer Pétur í fyrstu alvöru pössunina. Fengum þaulreynda mömmu í þetta verkefni og vonum að drengurinn verði prúður og góður við hana. Á sunnudag á síðan að fara og velja jólatré. já og á milli þessa verður farið á jólaleikrit...svo það er í nógu að snúast.

Var samt að hugsa um hvort það ætti nú kannski að velja eitthvað mini jólatré þar sem pési púki klifrar örugglega upp tréið og tætir allt skrautið af....ætli við hengjum það ekki bara upp í loft svo hann nái ekki í það.

Hann er alltaf í púkagírnum drengurinn, skríður um allt og rannsakar. Er núna farin að reysa sig upp við göngugrindina sína og þrammar með hana á undan sér um eldhúsið. Skemmtir sér konunglega við allar þessar æfingar.

jæja læt þetta duga að sinni

bless í bili

mánudagur, desember 04, 2006

Tóta tætibuska

Ef sonur minn hefði verið stelpa þá hefði ég kallað hann tótu tætibusku. En þar sem hann er drengur þá verð ég að finna hentugra nafn, við viljum nú ekki valda einhverjum misskilningi hjá barninu. En á einni nóttu breyttist litla barnið úr því að sitja já eða liggja á teppinu sínu yfir í krakkakríli sem þýtur um alla íbúð og skoðar allt af mikilli athygli. Hann er farinn að fara mjög hratt um og herðir enn á þegar hann sér að herbergið hjá systur sinni stendur opið og óvarið. Þá hendir hann öllu frá sér og þýtur af stað á vit ævintýranna á bannsvæðinu. Drengurinn er líka farinn að standa upp við alla mögulega og ómöglega hluti, oft er hann komin í sjálfheldu og þá ekkert hægt að gera en að sleppa og endar það mjög oft með miklum gráti þegar hausinn lemst í hart gólfið. áááá. Við brugðum því á það ráð í gær þegar hann fór hamförum hérna um íbúðina að setja á hann reiðhjólahjálm sem Fjalar Hrafn lánaði honum, og það leið ekki langur tími þar til notagildi hjálmsins sannaði sig. Drengurinn féll og hjálmurinn varði hausinn, enginn grátur og op igen!! Svo nú er komið að því að ég þarf virkilega að gera íbúðina barnahelda...þe færa það sem ekki má tæta í upp um ca meter og koma læsingum á skúffurnar og skápana í eldhúsinu.

Svona er þetta nú á þessu heimili...

þar til síðar veriði sæl