Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, apríl 30, 2005

Það er komin pakki...

Þorbjörg og Marvin komu færandi hendi í gærkvöldi, voru nefnilega með pakka til Óskars, svona velkomin í fjölskyldunapakki...hann fékk svona bolta sem er hægt að setja mat inn í og svo getur hann ýtt honum á undan sér og þá veltur matur út úr boltanum. Mér hefði nú aldrei dottið til hug að það væru til leikföng handa kanínu...en það er greinilegt. Nú þarf drengurinn bara að læra á þetta. Held samt að hann hafi verið í smá losti í gær, hann hefur nefnilega aldrei hitt fleiri en 4 í einu og hann var alveg að tapa sér af geðshræringu yfir þessum mannfjölda. Held meira að segja að hann hafi verið með hita og læti...það er spurning hvort ég þurfi að fjárfesta í eyrnahitamæli fyrir kanínur..

Annars lenti ég ekki á slysó eftir línuskautaferðina..hefði bara þurft smá heitt bað..já eða bakstra. Við Þóra fundum okkur nefnilega þessar líka ágætustu brekkur til að renna okkur niður og aðrar til að fara upp, vá hvað það er erfitt.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Það er fædd stelpa

Ása systir er búin að eignast litla stelpu. Kom í heiminn í dag um hádegið. Hlakka svo til að sjá myndir af henni...get ekki beðið. Innilega til hamingju Ása, Gunni. Já nú eru Sigurður og Kristinn orðnir stóru bræður, til hamingju með það strákar.

Fullt fullt af hamingjuóskum...líka til þín Eydís stóra sys hún átti nefnilega ammæli í gær stelpan, kornung að vanda!

Er annars á leiðinni á línuskauta vona að ég endi ekki upp á slysó...ónei.

hafið það gott þarna úti..

sunnudagur, apríl 24, 2005

Fjölgun í fjölskyldunni

Heimilisfólkinu hérna á heimilinu fjölgaði um einn í gær. Lítill loðinn kanínuungi er búinn að eignast heimili hérna hjá okkur. Hann er algjört æði, hvítur og svartur ýkt mikil dúlla með lafandi eyru.

Erum líka búin að gefa stubbnum nafn...hann heitir Óskar! Skírður í höfuðið á þeim nöfnum íslenska Óskari frænda í beró og danska Oscar úr jóladagatalinu Jesus og josefine..

Annars er þetta ferlega mikil rúsina og á hug allra á heimilinu þessa dagana...

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Skondnir spekingar

Þegar ég sótti Ársól á mánudaginn í skólann hitti ég fyndinn speking sem var mjög forvitinn um af hverju við byggjum í Danmörku en ekki á Íslandi

Spekingur: þið eruð íslendingar er það ekki?
Ég: jú það erum við
Sp: er ekki mjög kalt á Grænlandi?
Ég: ég veit það ekki ég hef aldrei verið þar, en ég held það nú samt....
Sp: já alveg rétt þið eruð frá Íslandi...
Sp: en af hverju búið þið í Dk en ekki á Ísl.
Ég: bara okkur langaði að prufa að búa í DK
Sp: nei ég veit af hverju þið búið hérna, það er af því að það er alltaf friður og ró í Danmörku enginn er í stríði eins og á Íslandi.....
Ég:??????? já er það ...

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Elsku Ása til hamingju með daginn.

Hún litlasta systir mín á afmæli í dag 23ja ára og er að bíða eftir því að litla barnið hennar fæðist. ýkt spennandi. Kannski kemur það í dag...

Njóttu dagsins Ása

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Hvað er ég búin að brasa síðustu tvo daga...

Jú nefnilega það að ég er búin að sitja fyrir framan tölvuna og horfa á þúsundir lítilli bletta. Skemmtilegt og uppörvandi þegar maður tekur sig til og gerir eitthvað svona æsispennandi ekki satt!! En allir þessir 52000 dílar sem ég er búin að vera að stara á í tvo daga standa hver og einn fyrir ákveðið gen eða genabút sem við erum búin að merkja með flúrandi lit. tilgangurinn er að kanna hversu mikið hver og einn díll flúrljómar mikið og endurspeglar það hversu mikið ákveðið gen er tjáð í þessu sýni. Þetta er auðvitað rosa spennandi en demn hvað maður getur orðið þreyttur í augum og öxlum að sitja og stara inn í tölvuna og fá allt til þess að passa saman.

Svona er líf mitt spennadi þessa dagana...

sunnudagur, apríl 10, 2005

Mig langar svo.....

.........í sæta litla loðna kanínu sem pissar ekki í sófann
.........krúsilegan naggrís sem getur kúrt hjá mér meðan ég horfi á sjónvarpið
.........Fallegan slefandi hvolp sem síðan verður að hrykalega stórum loðnum vel uppöldum hundi.

Ohhh mig langar svo í þetta allt en helst af öllu vil ég hund. Ég er búin að reyna allar aðferðir til þess að sannfæra Gumma um að þetta sé það eina rétta þessa stundina. Mig langar bara svooooo mikið en það er ekki svo auðvelt að sannfæra drenginn. Hann er þrjóskari en anskotinn og allt of raunsær.
....hvað ef hundurinn skemmir gólfið? ahhh þá setjum við bara mottur...og teppi á íbúðina.
...hvað ef hann étur skóna okkar? ....þá geymum við þá bara annarstaðar...
...hvað kostar að gefa honum að éta, fara með hann til dýralæknis og alla fylgihlutina sem honum fylgja? Díses þetta eru bara aukahlutir sem koma EFTIR að maður er búin að kaupa hundinn og þá tekur maður á því þegar þar að kemur....

Hvað get ég gert til að sannfæra manninn....góð ráð eru vel þegin.

Mér var búið að detta í hug að grátbiðja, búin að æfa táraflóðið og allt saman, en hann lætur ekki gabbast af slíka svo núna er ég eiginlega ráðalaus. Ég kunni þó allavega á mömmu og pabba, kom bara heim með dýrin og þau féllu þau kylliflöt fyrir sætum kanínum sem ég kom með heim og litlum loðnum hundi sem stækkaði síðan og varð fljótlega að 40 kg sætum hlunki. Þau gátu ekki sagt nei við slíku. En það er annað mál með karlpeninginn á heimilinu. Kannski get ég samt prófað þetta trix, komið heim með eitt stykki hvolp, gá hvað gerist!

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Örlög mannskepnunnar:
Guð skapaði asnann og sagði við hann:"Þú verður asni. Þú vinnur baki brotnu frá sólarupprás til sólarlags og berð þungar byrðar. Þú étur gras, státar ekki af neinum gáfum og lifir í 50ár."
Og asninn svaraði: "Ég skal vera asni en að lifa í 50 ár er allt ofmikið. Hafðu þau 20."Og Guð samþykkti það.
Guð skapaði hundinn og sagði við hann:"Þú verður hundur. Þú gæti húss mannsins og verður besti vinur hans. Þú þiggur leifarnar sem hann réttir þér og lifir í 25 ár." Og hundurinn svaraði: "Ég skal vera hundur en að lifa í 25 ár er allt of mikið. Hafðu þau 10."Og Guð samþykkti það. Guð skapaði apann og sagði við hann:"Þú verður api. Þú sveiflar þér úr einu tré í annað og gerir ýmsarkúnstir. Þú verður skemmtilegur og lifir í 20 ár." Og apinn svaraði: "Ég skal vera api en að lifa í 20 ár er allt of mikið.Hafðu þau 10."Og Guð samþykkti það.
Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: "Þú verður maður, eina vitsmunaveran á jarðkringlunni. Þú notar gáfur þínar til að verða drottnari allra dýra. Þú munt ráða yfir heiminum og lifa í 20 ár." Og maðurinn svaraði: "Ég skal vera maður en að lifa í 20 ár er allt of stutt. Veittu mér að auki þau 30 ár sem asninn vildi ekki, árin 15 sem hundurinn vildi ekki og árin 10 sem apinn vildi ekki."Og Guð samþykkti það. Og æ síðan lifir maðurinn í 20 ár eins og maður. Þá giftir hann sig og eyðir 30 árum eins og asni, þ.e. vinnur baki brotnu frá sólarupprás tilsólarlags og ber þungar byrðar. Þegar börnin eru flutt að heiman lifir hann í 15 ár eins og hundur; gætir hússins og borðar allt sem að honum er rétt. Og eftir að hann sest í helgan stein lifir hann eins og api síðustu 10 árin, fer hús úr húsi og gerir ýmsar kúnstir til að skemmta barnabörnunum.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Sól í heiði og lóan syngur dirrendííí

Æðislegt veður komið til okkar núna og ég er orðin rjóð í kinnum af útiveru. Búin að vera yndisleg helgi og enn eru eftir nokkrir klukkutímar þar til mánudagur rennur upp, með rigningu og vinnu.

Fór í ekta danskan kvöldmat á föstudaginn hjá Atla. Nokkrir vinnufélagar hittust í svokölluðum sánaklúbb, sem ég er núna orðin formlegur meðlimur í. Sánaklúbburinn gengur ekki út á það að hittast nakinn í sánaklefa og svitna saman, heldur gengur hann út á að hittast inn á skrifstofu hjá Klaus og Atla og drekka eins mikinn bjór og hægt er... orðið sánaklúbbur er komin til út frá því að skrifstofan er svo lítil að þegar búið er að safna saman vinnufélögum þarna inn og fólk er búið að þamba nokkra bjóra er orðið svo heitt og rakt og ólíft þar inni að fólk verður mun drukknara en ella.

Í matinn var ekta dönsk medister pylsa (þessi ólystarlega lengja sem maður sér út í búð) en hún smakkaðist betur en hún leit út. Fengum líka ís og kökur í eftirmat. namm namm.

Eftir matinn dreif ég mig heim og við familían skelltum okkur ásamt Birgittu og börnum niður í bæ að horfa á flugeldasýningu. Enginn venjuleg sýning, þetta var alveg brilliant show, þvílík tónlist og flottar bombur. Vorum ekki komin heim fyrr en um miðnætti með þreytt börn og sveitta Birgittu sem tók þetta með trompi og hljóp bæði niður í bæ og heim aftur með barnavagninn á undan sér. Engin smá hetja.

Á laugardaginn fórum við til Gerðu og Sigga og grilluðum, kjöftuðum og spiluðum. Rosa gaman og greinilegt að allir eru að komast í sumargírinn=grillgírinn.

Dagurinn í dag er búinn að vera æði, 17 gráður úti og við úti á hýrabolum (þó ekki GP) Vorum að reyna að tjasla saman eldivaðarskúrnum sem fauk í vetur og taka aðeins til í garðinum, fórum líka í smá tiltekt upp í kolonihave. Ársól fékk Natalíu og Isabellu með sér svo þær léku sér á fullu allan tímann.

Erum að fara að grilla þýskt náutakjöt með íslenskri piparostasósu...ummm hlakkatilhlakkatil.

En við segjum bara hæhójubbíjeiogjubbíjei það er komið sumar hjá okkur.

sjáumst síðar gott fólk