Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, febrúar 28, 2005

Draumurinn sem datt inn um dyrnar...

Þegar við komum heim í dag lá á gólfinu draumur...þið vitið ekta Freyju draumur, þessi með lakrísnum. Ummmmm jólasveinninn hlýtur að hafa farið framhjá og stungið þessu inn um lúguna hjá okkur. Reyndar heitir þessi jólasveinn Kristján og var á ferðinni framhjá og skildi eftir nammi og nafnspjald.

Helgin leið bara hjá og skildi lítið eftir sig nema stútfulla maga af saltkjöti og baunum sem íslendingafélagið bauð uppá á sunnudagskvöldið. Áááá hvað maður verður saddur af þessum mat, ekkert smá þungur í magann.

En nú er hafin ný vinnuvika og ég ætla að vera feikilega dugleg í vikunni enda var ég frekar löt í síðustu viku, er eiginlega með smá samviskubit yfir þessu letikasti. En nú verður tekið á því.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Góðar fréttir - vinnufréttir - snjófréttir - og dúkafréttir
- engar fréttir eru góðar fréttir

Góðu fréttirnar eru þær að á mánudaginn tókst hið ómöglega, þe að ná RNA úr einu sýninu mínu. Sýnin mín koma frá nýgreindum brjóstakrabbameinum og ég hef verið að rembast við að ná úr þessum agnarlitlu sýnum einhverju RNA sem ég get notað á fyrir microarray. Ekkert smá mikil gleði á þessum bæ þegar þetta heppnaðist og nú er bara að vona að heppnin verði með mér áfram. Og og og ef þetta virkar þá er ég búin að ná settu markmiði með verkefninu mínu og þá sé ég kannski fram á að geta sagt eitthvað að viti í vörninni sem nálgast óðfluga.....reyndar enn 8 mán. til stefnu. Svo ég er ekkert orðin úrkula vonar að það takist.

Að allt öðru, allt á kafi í snjó hérna í sveitinni og sópararnir eru á fullu úti til að gera vegina ökufæra.

Og að enn öðru:
VIð erum búin að setja nýja gólfdúk á eldhúsið okkar, stækkaði nú bara um helming við þessa lagningu. Miklu flottara en það var. Fengum reyndar verstu þjónustu sem ég hef lent í hérna í DK. Gellan sem afgreiddi okkur langaði svo miklu frekar að liggja heima undir sæng og horfa á videó heldur en að afgreiða okkur. Við fundum síðan einn dúk sem var neðstur í bunka af dúkum, ég náði í Gellu og bað um aðstoð.....nei þetta verður allt of erfitt!! Gat nú ekki hamið mig og spurði hvernig ég ætti eiginlega að kaupa dúkinn ef hún næði honum ekki undan...daaaaa. Hún var bara ýkt pirruð svona pirrí pú dæmi. Endaði með því að við gerðum þetta sjálf og hún stóð og horfði á. Bað hana síðan að klippa límbandið svo við gætum séð hann aðeins betur....ohhh ég var ekkert smá leiðinlegur kúnni..... hún gerði þetta en treglega. Þegar hún var búin að draga hann út og við vorum búin að skoða pínu..." nei við ætlum bara að fá þennan sem er uppi" hehehehehehe Ekki skánaði fýlan í henni við þetta og versnaði um helming þegar við sögðumst ætla að taka hann núna með okkur þannig að þetta varð hellings vinna fyrir greyis Gelluna og hún var másandi og blásandi af ofreynslu þegar við yfirgáfum verslunina.....

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Það sem margir hafa en enginn talar um...eða allavega ekki hátt

Umræðuefnið í kaffistofunni er margbreytilegt og um daginn fór Nete að tala um hvar maður fengi góða hreingerningarkonu, og hvort það væri einhver sem gæti mælt með einhverri. Hún var sem sagt að leita af konu sem kæmi heim til þeirra einu sinni í viku og tæki til, ég hló nú bara af henni og hélt hún væri að grínast. En neibbs þetta var sko fúlasta alvara, þau eru bætheway bara tvö í heimili hún og kærastinn. Ég fór loksins að trúa því að hún væri að meina þetta og þá kom nú í ljós að margir við borðið (eiginlega flestir) voru með manneskju sem kemur heim til þeirra og tekur til og þrífur..... váááá og sumir eru meira að segja með tvær. Charlotte sem ég deili skrifstofu með er með eina sem kemur og þau búa í 50 fm og eru líka bara 2 í heimili. Þar sem flestum fannst þetta ekkert tiltökumál þá er ég greinilega ferlega gamaldags en hef samt oft sagt í gríni að þegar ég
  1. yrði fullorðin (sem ég er ekki orðin núna!!!)
  2. væri orðin forstjóri hjá fínu fyrirtæki ( sem ég er ss ekki orðin núna.... ennþá skólastelpa og verð örugglega alltaf!!)
  3. væri komin með stóra fjölskyldu (og miðað við mína fjölskyldu teljast okkar Gumma fjölskyldur ekkert yfirburða stórar, með fimm börn á hvora fjölskyldu, svo stórt í okkar augum hlýtur þá að vera sjö börn eða fleiri og miðað við afköstin hingað til efast ég um að við komumst yfir að eignast hin sex börnin)
Að þegar ég væri búin að ná þessu öllu þá ætlaði ég að fá mér hreingerningarkonu til að koma og þrífa stóra flotta einbýlishúsið og einn sætan þjónustu strák sem kæmi og þrifi sundlaugina...

En eins og gefur að skilja þá held ég nái aldrei þessum markmiðum þ.e ég verð aldrei fullorðin alltaf átján!!

En ég hef bara aldrei heyrt að fólk sem eru bara fjölskylda upp á tvo séu með hreingerningar-konu og það sé bara eitt af lámarkskröfum nútímans... er þetta svona líka heima á Íslandi? Þau hin voru bara hissa að við værum ekki með konu hjá okkur, þar sem við værum nú bæði í skóla og því væri lítill tími til að taka til.....daaaaa einmitt þess vegna eru ekki til peningar fyrir svona lúxus, eða það sem mér finnst vera lúxus . En við höfum reyndar ferlega háan draslþröskuld og það getur verið allt á haus hérna áður en okkur dettur það í hug að það þyrfti að taka til...

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Hvunndagurinn

Hérna er allt að verða vitlaust, ég og Mads erum að keyra 90 microarray gler í gegn hjá okkur og það er nú meira púlið. Stefnum á að vera búin með þessa keyrslu föstudagseftirmiðdag. Ahhhh hvað það verður nú ljúft. Erum nefnilega búin að vera að koma og tékka á hlutunum á 3 tíma fresti undanfarna sólarhringa.... og eins og ég hef sagt áður hérna, þá finnst mér spítalinn óhugnalega draugalegur eftir að það er komið myrkur og í gærnótt kl 2 og fyrrinótt kl 3 var ég hérna úti og auðvitað alveg á tánum því ég var svo viss um að hérna leyndust einhverjir daugar....en sem betur fer hef ég ekki rekist á neinn. En það þýðir samt ekki að það séu engir draugar hérna...ég veit þeir eru hérna í laumum. En ég fæ líka frí í nótt því Mads ætlar að koma með svefnpokann sinn og sofa á labbinu okkar. Úffff ekki gæti ég það fæ meira að segja hroll við að skrifa það En svona er þetta fórna sér fyrir vinnunna.

Vildi samt að það væri annar í þorrablóti á laugardaginn.... er ekki annar í öllu hvort sem er, annar í jólum annar í páskum, annar í febrúar.... því ekki annar í þorrablóti....Finnst það allavega

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Ohhhhh það er búið..

Enginn hausverkur né þreyta lengur á þessum bæ, bara gríðalega mikið hæsi. Ég get eiginlega ekkert talað ennþá og þarf eiginlega að hvísla. Blótaði greinilega aðeins of mikið, ja eða söng of mikið og of hátt......

En eins og ég sagði síðast þá var rosa gaman hjá okkur á blótinu, eða ég held að GP hafi skemmt sér vel , hitti hann eiginlega ekkert.....veit bara af afspurn að drengurinn var vel í því, enda ekki við öðru að búast miðað við magnið af áfengi sem rann niður í þá borðfélagana Gumma og Ödda. Sæmilegir strákar.

Hitti líka brottflutta íslendinga sem koma sérstaka ferð til Odense til að djamma, Keli og Gunnur mættu á svæðið og svo hitti ég líka Sólveigu, ferlega gaman að hitta þau öll aftur.

Sara og Elvar, ég meina Aðalheiður og Guðmundur áttu ansi góð spor á sviðinu og voru me meðlimir í hljómsveitinni Hrútspungarnir og sviðasultan, ekkert smá kúl atriði. Aðalheiður átti líka sviðið með honum Magna þegar þau sungu Nína og Geiri...lagið. Voru ekkert smá sæt saman!!

Þetta með tvist keppnina aðeins betri útskýring á henni....ég held ekki að ég hafi verið best í tvistinu.....neibbs það voru nefnilega þeir Ágúst og Ágúst sem unnu keppnina. En til þess að halda svona ca réttu kynjahlutfalli þá fékk ég líka verðlaun...hehe

Ég var auðvitað ferlega spæld þegar ballið var búið og var alls ekkert á því að fara heim. Nixen dixen. En svona er þetta bara....náði nú samt að grúppíast aðeins baksviðs ásamt fleirum... Bara gaman að því. En bætheway hvar er tannburstinn minn Ágúst!! Fór síðan heim með taxa og borðaði pizzuna sem við snillarnir ( GP og ég)vorum búin að panta áður en við fórum á blótið, við kunnum sko á þetta. Eftir tveggja tíma svefn vaknaði ég ofurhress og ansi málóð..............jebbs einmitt. Talaði og talaði og talaði....(getur það verið) GP reyndi að snúa sér á hina en neibbs ég lét það ekki stoppa mig og talaði bara einn hærra og meira. Þurfti auðvitað að segja honum allt sem hafði gerst á þorrablótinu....daaaa eins og hann hafi ekki verið þarna líka. En ég gat bara ekki hætt..... Hann gafst loks upp á mér og við fórum og sóttum Ársól upp í Munkebo þar sem hún var í pössun hjá Jóhönnu.

Var síðan á fullu hérna heima þar til allt í einu kl 16 að það var slökkt á mér og ég lak niður í sófann og svaf fram að kvöldmat. Jammms en hvað við fengum okkur subbulegan hammara að hætti hússins, jakk ég gæti ekki borðað hann í dag en demn hvað hann var góður þarna.

En Srós næsta sumar þegar ég kem í heimsókn þá þefum við uppi ball með þeim og verðum fyrstar á svæðið og síðastar út OK, er það ekki málið skvís.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Hausverkur og þreyta einkenna heimilishaldið á þessum bæ í dag....það er nú bara merki um eitt....ÞAÐ VAR GEGGJAÐ GAMAN Á ÞORRABLÓTI.

Skemmtum okkur rosa vel langt fram á nótt. Á móti sól klikka svo sannarlega ekki, hreinir snillingar þarna á ferð. Fullt ball af skemmtilega fullu fólku og þá er svo gaman að vera til. Hef ekki orku að skrifa meira....læt heyra betur í mér síðar.....

mánudagur, febrúar 07, 2005

Verð bara að deila þessu með ykkur...

Ég er að fara á tónleika með U2 í Parken 31 júlí JÍBBBBBBÍÍÍ.....

váááááááá ég er ekki að trúa þessu. Auðvitað var það hún Helga mín sem reddaði miðum fyrir okkur. Váááá djö hvað ég hlakka til.

Enga leti hér..

Frábær helgi liðin, Helga Þórir og ungarnir þeirra þau Auður Ísold og Fjalar Hrafn komu til okkar á fimmtudag og fóru í gær. Búið að borða borða og borða já og drekka bjór, Þórir stóð sig með eindæmum vel í því. Borðum lambahrygginn sem er búinn að vera að bíða eftir rétta mómentinu til að vera matreiddur og þvílíkt smakkaðist hann vel ummmmm. Í eftirrétt var síðan kaloríubomba dulbúin með fullt af ávöxtum, sem hafði verið hrúgað utanum massa af kókosbollum, rjóma og marens.....vá þvílíkt sprengja.

Höfðum það annars mjög gott, fórum auðvitað upp í kolonihave bara svona til að viðra börnin. Auður svaf alla skemmtunina af sér en Fjalar naut sín í botn í búinu hennar Ársólar. Kann greinailega vel við sig í sveitinni hjá Freyja frænku. En það var bara frábært að fá ykkur í hiemsókn og fá aðeins og knúsa stubbanna og Helga takk fyrir að laga peysuna sem ég var búin að gefast upp á, þú ert snilli. Nú þarf ég bara að klára hana við gott tækifæri....

Venjuleg vinnuvika tekin við en í lok hennar verður sko gaman, þorrablót íslendinganna í Odense verður á laugardaginn. ÁMS koma og spila fyrir okkur og það er sko ávísun á pottþétt stuð og nú verður djammað fram á rauða nótt. Hlakka rosa til. Ársól ætlar að gista hjá Jóa Palla svo það verður örugglega rosa gaman hjá þeim félögunum.