Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, nóvember 28, 2003

Þegar maður hefur ekkert að segja er þá ekki dæmigert að maður tali þá bara um veðrið. allavega virkar það alltaf. Hérna er sem sagt búið að vera rosa fínt veður í dag, eins og það sé að koma vor, við fórum í vorgírinn og fórum út í garð hérna fyrir utan og tókum aðeins til, sandkassinn tæmdur og ýmislegt áhugavert sem fannst þar, farið með rusl og þetta venjulega sem fylgir vorverkunum........maður gleymir því bara alveg að það á að nú á maður að vera í jólastuði en ekki vorstuði....svona er þetta með veðrið.

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Hér er listi sem yfir hluti sem Gummi tók uppá þegar við vorum í síðasta verslunarleiðangri...............þetta jók búðarúthald hans til muna svo ég mæli alveg með þessum ráðum fyrir ykkur strákar sem leiðist í innkaupaferðum fyrir jólin. Allavega fékk ég nógan tíma til að versla!!!!!!!!!!!!

Hann;

1. Náði sér í 24 kassa af smokkum og dreifði þeim handahófskennt í

innkaupakerrur annarra þegar þeir voru ekki að horfa.

2. Stillti allar verkjaraklukkurnar í raftækjadeildinni þannig að þær

fóru í gang á 5 mínútna fresti

3. Setti M&M í útsölurekka

4. Tjaldaði í útivistardeildinni og sagði öðrum viðskiptavinum að þeir

væru ekki boðnir nema þeir kæmu með kodda með sér.

5. Þegar starfsmaður snéri sér að honum og bauð honum aðstoð, fór hann að

grenja og sagði ,,af hverju getur fólk ekki bara látið mig í friði?"

6. Horfði beint í öryggismyndavélina og notaði hana eins og spegil á

meðan hann boraði í nefið.

7. Þegar hann handlék beitta hnífa í búsáhaldadeildinni spurði hann

starfsmann hvort geðlyf væru seld í búðinni

8. Faldi sig í fataslám og þegar fólk skoðaði föt, þá stökk hann fram og

sagði hátt ,,Veldu mig.. veldu mig....."

9. Þegar tilkynning heyrðist í hátalarakerfinu þá tók hann um

höfuðið sagði ,,oh þessar raddir aftur..."

10. Fór inn í mátunarklefa og kallaði hátt ,,hey Freyja það vantar

klósettpappír hér..."

laugardagur, nóvember 22, 2003

Kann sko að bjarga sér......

já það kann hún Ársól. Eins og glöggir lesendur muna eflaust, þá var ég göbbuð allverulega fyrir skemmstu, sem er ekki frásögu færandi nema út af því að miklar umræður spunnust um það af hverju maðurinn hafi verið að selja falsaðar myndir og hvers vegna við hefðum keypt þetta af honum og af hverju þetta og af hverju hitt....eins og þið getið ímyndað ykkur hvað sex ára krakkar geta spurt mikið.

Allavegana ákvað hún að teikna fullt af myndum og ganga í hús og selja. Hún kom með hinar ýmsu myndir heim úr skólanum og bað síðan pabba sinn um að skrifa fyrir sig miða. Þau gengu síðan hérna um nágrennið og seldu myndir. Eða allavega eina, Sigurrós keypti eitt listaverkið. Það var ekki fyrr en að þau komu heim að ég sá hvað stóð á miðanum:

ÉG ER AÐ SAFNA FYRIR MÖMMU........

svona er þetta með þessa stubba, þau geta sko svo sannarlega reddað heiminum og ef maður á námsmenn fyrir foreldra þá finnur maður aðrar leiðir til þess að ná sér um pening. Ég held líka að hún hafi ákveðið að senda mynd til ykkar mamma og pabbi og þið eigið þá bara að senda íslenska peninga í í umslagi til hennar það er ef þið eigið enga danska!!

Annars erum við búin að hafa fínann dag, við fórum með Sigurrós og Nökkva út að borða á mexikóskum veitingastað og fengum rosa góðan mat. Leigðum síðan spólur eina fyrir krakkana og DVD fyrir okkur stelpurnar, þvílíkt kósý kærastalaust kvöld, þar sem karlpeningurinn á svæðinu er á fótboltaslútti..................já auðvitað veltið þið því fyrir ykkur hvað hr Guðmundur sé að gera á fótboltaslútti maðurinn sem kemur ekki nálægt slíkri vitleysu, en svoleiðis eru mál með vöxtum að hann er titlaður læknir liðsins og hann drekkur bjór það er nóg til þess að vera meðlimur í þessari kallaíþrótt.

Landsmenn nær og fjær ég býð ykkur góða nótt

föstudagur, nóvember 21, 2003

Jæja síðasti vinnudagur vikunnar og eins og Dönum sæmir þá ætla ég nú að hætta fyrr en venjulega (samt hætti ég nú aldrei neitt seint) og reyna að draga Gumma og Ársól með mér í bæinn. Það er allt að verða svo jólalegt að það verður bara fínt að kíkja á stemminguna. Svo er þorrablótsfundur í kvöld ætli svo það verður gleði og gaman niðrí íslendinga félagi. VOna að þeir séu búnir að kaupa íslenskt nammi svo við getum fengið okkur eitthvað gott fundinum. Annars gengur undirbúningurinn fyrir blótið mjög vel og stefnir í hörku þorrablót þetta árið.

Ég er að vinna með færeyingi hérna á spítalanum, í gær var hann að segja mér það sem hann kann í íslenski ( sem er heill hellingur) eitt af því sem hann lærði er "Andskotans færeyingurinn", og fleira í þessum dúr. Þetta lærði hann þegar hann var á kollegi með íslendingum í Kaupmannahöfn. Þegar hann fór svo að segja mér frá því að hann ætti mjög stórt "FRÍMERKJA SAFN" frá íslandi sprungu strákarnir úr hlátri og spurðu hann hvort þetta væri ekki orðinn úreld pick up lína!!!! en greinilega ekki því ég fattaði ekki neitt..........svo saklaus!!! Fell alveg fyrir svona frösum greinilega.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

ohhhhhhhhh ég lét gabba mig.........enn eina ferðina.

Svoleiðis var það nefnilega í gær, að það kom strákur og bankaði hjá okkur og lét mig fá miða........á miðanum stóð að hann ætti litla systur í Póllandi sem væri veik og hann væri að safna peningum fyrir hana. Var sem sagt að selja myndir sem hann sagðist hafa teiknað sjálfur.............og hvað geri ég...............ég vorkenni honum og litlu systir hans ýkt mikið og kaupi af honum eina falsaða mynd arrrrrrrrrrrrrrrrrg ég get verið svo auðtrúa!! En allavega ef hann á nú litla systir þá væri nú rosa leiðinlegt ef enginn myndi trúa honum. ALLTAF ÞETTA EF..............

Frétti það seinna um kvöldið að það hefði komið kona til´fólks í öðrum enda Odense með samskonar sögu, átti líka litla systur sem var veik og var að safna peningum.

Út frá þessu dró ég skarplega þá ályktun að þau væru systkini og ættu litla systur sem væri veik í Póllandi................

Líklegt er það ekki.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Pizza pizza pizza...

er einmitt núna að bíða eftir föstudagspizzunni minni, haldið þið að það sé Hróa-pizza nei, Dominos-pizza neeeeiiii......er það Pizza hut pizza...............NEIIIIII það er ala'Gummi pizza, namm namm. Verð ennþá svengri þegar ég skrifa þetta.

Annars þá er kominn hefðbundinn föstudagur, vakna 6:15, hjóla eins og vitleysingu til að mæta á réttum tíma kl 7, hlaupa inn í Gasa og get varla sagt góðan dag því ég er svp móð.....svef aðeins of lengi. Vinna eins og fáviti til 14, rökræða við vinnufélagana um skaðsemi reykinga enn eina ferðina en þeir eru ekki enn að ná þessu, reyna eftir fremsta megni að sannfæra mig um að það séu ekki reykingarnar sem eru að drepa fólk heldur óbeinar reykingar (standa fyrir framan mig og púa reyknum framan í mig............) Fylla töskuna af grænmeti og ávöxtum, komst reyndar ekki allt svo ég var með tvo auka poka að hjóla með heim( upp helv bolbro brekkuna) sækja Ársól í skólann og labba heim, taka til, hjálpa Gumma við að gera pizzuna (bara smá)..og eftir 5 mín að borða PIZZUNA. Einmitt svona er venjulegur föstudagur hjá okkur. Gummi er að fara á karlakórsæfingu á eftir, þar sem karlakórinn RASSKINNAR ætlar að æfa vel valið lög. Þegar hann kemur heim (sem ég vona að verði ekki seint ætla ég að skreppa í saumaklúbb. Gaman gaman. Föstudagar eru í uppáhaldi hjá mér.

mánudagur, nóvember 10, 2003

Sæluhelgi búin

Þetta var sannkölluð sæluhelgi hjá okkur. Fórum til Horsens að hitta Olgu Gunnar og stelpurnar. Reyndar var allt í uppnámi hjá öllum í nágrenninu þar sem það hafði verið kveit í 2 húsum um nóttina og brunnu þau til kaldra kola. En sem betur fór var sluppu allir ómeiddir en fólk horfði á húsin sín brenna á meðan var verið að smala saman í brunalið, því það tók slökkulið bæjarins 1 klst að komast á vettvang, allir slökkuliðskallarnir hafa örugglega verið mjög uppteknir við að tefla eða annað jafn gáfulegt.

Annars vorum við bara í þvílíkri afslöppun hjá þeim og borðuðum á okkur gat, þetta var eins og að koma til mömmu fullt af kleinum og ýmsu góðgæti. Takk fyrir okkur krakkar. We will be back hehe

Á leiðinni til baka var Gummi rallari orðinn eitthvað þreyttur svo aðstoðarökumaðurinn hún Freyja flinka tók við akstrinum en það vildi nú ekki betur til en að skyndilega vorum við komin hálfa leið til Flensborgar, ég fattaði ekki neitt og Gummi var auðvitað með lokuð augun......steinsofandi......fuck lengdi leiðina um ja svona smáspotta.....hvað kennir þetta okkur, strákar mínir. Aldrei að sofna undir stýri .................(þegar kvenmaður keyrir).

Skil reyndar ekki hvernig hann gat sofnað því ég talaði svo mikið!!!!!!!!!!

föstudagur, nóvember 07, 2003

Gummi GULL ................ja eda silfur kannski

Hann er alltaf að koma heim með medalíur drengurinn. Síðast kom hann heim með fyrstu verðlaun fyrir að hafa verið DUGLEGASTUR að drekka bjór í skólaferðinni i haust og núna kom hann með önnur verðlaun fyrir gokart keppnina. Seigur strákurinn verð ég að segja. Ársól fékk að fara með silfurpeninginn í skólann og það vakti mikla athygli sérstaklega á meðal strákanna. Skemmtilegt.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Núna er Gummi að hita upp fyrir go kart keppnina sem hann og fleiri strákar hérna af Raskinu eru að fara í . Þeir leigja go kart höll og keppa hver við annan. Reyndar fengu Gummi og Ingvi smá forskot á sæluna. því þeir sem skipurleggja fyrir hópa er boðið að koma og prufa brautina. Þeir fóru á mánudaginn og eru held ég ekki enn lausir við strengina. Þeir verða því eitthvað laglegir þegar þeir koma heim já ef þeir skila sér heim yfir höfuð!!

Við skelltum okkur í búðarferð í gær og áætlunin var að dressa mannskapinn upp, alla vega okkur hjónaleysin. Fórum inn í eina búð og stoppuðum í 3. mín, búin að kaupa buxur og jakka á Gumma. Við þræddum síðan búðirnar til þess að ath hvort ég finndi eitthvað sniðugt, en nei nei ég fann ekkert sniðugt, keypti samt tvo boli svona til að koma ekki tómhentur heim. En ég fer bara fljótlega aftur. Dreg einhverja stelpu með mér í þetta skiptið, þær hafa aðeins meira búðar ÞOL en Gummi. Sem er held ég með mjög lítið búðar ÞOL. Kannski er þetta tillaga um doctors verkefni finna Búðarþolsgenið hjá karlmönnum. Ég er viss um að það kæmu flottar niðurstöður úr slíkri rannsókn!! Fara í samkeppni við Decode !!

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Tíminn og helgar

Er eitthvað sem ég botna ekkert í. Það er eins og tíminn sé settur á áframspól og áður en maður sofnar á föstudagskvöldi þá vaknar maður upp á mánudagsmorgni. -Thannig leið mér allavega með helgina. Allt of fljót að líða. Við héldum ísl. grill og leigðum musikhusið, /thetta var bara mjög vel heppnað og þeir duglegustu komu ekki heim fyrr en fór að birta. Laugardagurinn var ekki eins skemmtilegur og höfuðpína og skemmtilegheit.. Fórum og þrifum eftir grillið og ég stóð mig afburða vel gerði helling, þau hin stóðu bara og horfðu á hehehe. Kíktum líka á Sigga og Gerðu upp í Munkebo.

Á sunnudag fórum við á skauta, kíktum í skautahöllina og þetta var hellings skemmtun, fyndið að sjá taktana í Ingva. Ársól var algjör skautaprinsessa.

Hvad er eiginlega ad tessu doti madur!!! Eg skrifadi helling og ekkert gerist......hmmmm kannski var mig bara ad dreyma en eg aetla ad ath hvort tolvan se eitthvad ad klikka, tad er allavega ekki eg.