Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, júní 28, 2006

Sitjum á gólfinu og borðum af pappadiskum..

Já svona er þetta orðið hérna hjá okkur, við erum búin að selja gamla góða sófann okkar og verðum því að sitja á gólfinu á dýnum í einhvern tíma eða þar til nýji sófinn okkar kemur. Borðum reyndear ekki af pappadiskum vegna þess að sé búið að pakka hinum, nei það er bara vegna þess að ég nenni ekki að vaska upp og það er ekki búið að tengja nýju fínu uppþvottavélina okkar. Við erum búin að vera með kaupæði undanfarna daga, og höfum verið dugleg við að bruðla í eitt og annað...púfff hvað við eigum eftir að fara á mikinn bömmer seinna. En það er seinni tíma vandamál. Gummi er farinn að vinna upp í Linnö svona til að bæta eitthvað upp þessa óhóflegu eyðslu!!

Stutt á milli hláturs og gráturs...
...og enn styttra hjá sumum. Ég er búin að komast að því að drengurinn er óvenju skapstór og ég veit alveg hvert hann á það að sækja, hann er extra fljótur upp og verður alveg svakalega reiður á no time en er jafn fljótur niður aftur. Algjört eldfjall þessi elska, svo það er eins gott að hlutirnir séu gerðir eftir hans höfði og ekki annarra. En ég vel að líta á þetta sem góðan eiginlegika frekar en slæman.

Næst verður vonandi bloggað úr slunkunýjum sófa.... já eða á uppþvottavélinni..

bless í bili

laugardagur, júní 24, 2006

Bygningsingeniør og hustru...

Þá er þessum áfanga lokið, hann er útskrifaður sem bygningsingeniør, húrra húrra húrra. Vörnin var í byrjun vikunnar og svo var útskriftin í dag. Erum búin að ákveða að á legsteininum okkar á að standa " her hviler Guðmundur Pétursson ingeniør og hans hustru" híhí (veit maður á ekkert að gantast með svona lagað), en við sáum þessa áletrun á legstein upp í Korup kirkjugarði og fannst þetta ansi skondið, ekki einu sinni tekið fram hvað konan hét!! En allavega drengurinn er búinn og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Síðan hann kláraði vörnina hefur verið allt sett á fullt í að pakka og koma dóti fyrir niðrí kjallara, höfum því staðið sveitt og móð við að koma hlutunum fyrir í pinglum og pökkum. Láki hefur ekkert látið þetta á sig fá og sefur þessi læti að mestu af sér. Ársól skilaði sér heim úr erfiðri koloniferð, og voru það vel þreytt börn sem stigu út úr rútunni á miðvikudag. Ferðin gekk víst rosa vel, nema að herbergisfélagar hennar voru víst eitthvað ansi árrisulir og voru komnir á fætur fyrir fimm!! sem er auðvitað mið nótt.

Höfum það annars bara frekar gott og erum alveg að komast í sumarfrígírinn, sem er svooo notarlegt, ætlum í circus á morgun og sjáum örugglega margt sniðugt þar.

Kveðjum að sinni héðan úr blíðunni Freyja hustru og familie

mánudagur, júní 19, 2006

Stóra stelpan okkar farin i skólaferð og kemur ekki fyrr en á miðvikudag heim aftur. Í gær pakkaði hún öllum þeim hlutum sem henni fannst nauðsynlegir fyrir þetta ferðalag, sem og áður þá gat hún ekki valið hvorn bangsann hún ætti að taka með sér svo þeir fengu báðir að fara með. ég náði að stoppa hana áður en hún setti sjötta skóparið ofan í töskuna, fannst það fulllangt gengið. Hún var komin með strigaskó, töflur, klipp-klapp skó, stígvél, hlýja ullarinniskó og ætlaði að fara að setja eina aukaskó niður þegar ég skarst í leikinn. Og hún er ekki einu sinni orðin níu ára.

Ég og Láki vorum næstum í allan dag upp í garði að taka til og ditta, hann lá nú mest allan tímann í vagninum sínum og lét mig vinna verkin, en það verður eflaust ekki langt þar til hann verður liðtækur í garðinum. Annars er búið að fá vegabréf fyrir pattann og kallast hann þar Drengur Pétursson.....hmmmm eitthvað bogið við þetta. En svona verður þetta víst þar til foreldrar hans drattast til þess að láta skíra peyjann. Já og ef við drögum það of lengi kemur hann til með að heita Christian eða Frederik!! Það er danska ríkið sem ákveður það, svo ætli við drífum ekki í þessum með haustinu.

laugardagur, júní 17, 2006

Sautjándi júní...

...í dag, jábbbs það er dagurinn. Enginn skrúðganga, engar blöðrur ekkert fjör, glatað alveg. Hefði gleymt þessum merka degi ef Eydís hefði ekki látið mig vita. Við Ársól getum nú eflaust fundið upp á einhverju sniðugu ef við leggjum okkur fram, gætum trillað með vagninn niður í bæ og kíkt hvort sé eitthvað um að vera þar, já eða alla vega niður í Nettó og verslað í matinn, sjá hvað okkur verður úr verki.

Okkur gengur ansi rólega að pakka, einn og einn kassi er fylltur og svo ekki sögunnar meir, ætli þetta verði ekki svona klassískt panik ástand hérna um miðjan júlí, ekkert komið ofan í kassa og eftir að framkvæma helling....kæmi mér ekki á óvart! En það er algjör óþarfi að stressa sig yfir því núna, seinnitíma vandamál.

þar til síðar..

föstudagur, júní 16, 2006

Kveðjustund

Nú styttist óðum í kveðjustund /ir og í gær héldum við smá kveðjuveislu fyrir stelpurnar í bekknum hennar Ársólar. Fórum með þær í Friluftsbadet og vorum þar heilan dag í sól og blíðu. Fengum pizzur, ís, flödeboller og nammi. Þær skemmtu sér konunglega í sunlaugunum og rennibrautunum og við llágum og sóluðum okkur í blíðunni. Ekki slæmt. Hún fékk síðan bók frá bekknum þar sem allir krakkarnir höfðu skrifa eitthvað sætt til hennar, fékk eiginlega bara tár í augun þegarég var að lesa þetta. Ferlega sorglegt eitthvað.

Í dag fór ég síðan niður á KKA þar sem ég var að vinna á spítalanum til þess að kveðja áður en fólk fer í sumarfrí, það var rosa gaman að koma aftur en ferlega leiðinlegt að vera að kveðja. Kom reyndar í ljós að Svargo ætlar að koma til Íslands í ágúst og ætlar þá að kíkja á okkur í leiðinni, hinir láta vonandi sjá sig einhverntímann seinna. Á leiðinni heim úr heimsókninni kom hellidemba og ég var orðin gegnumblaut loksins þegar ég komst heim og það var varla þurr þráður á mér! Púha.

En ég var að setja inn nokkrar myndir af prinsinum

sunnudagur, júní 11, 2006

langt síðan síðast...

Við Ársól og litli maður fylgdum á hæla Gumma og fórum til Íslands, fórum til þess að kveðja hann afa kallinn. Svo nú er sá litli búinn að prófa ýmislegt, fara í lestarferðir, millilandaflug, bíltúr á Hornafjörðinn aðeins mánaðar gamall. Bæði lestarferðin, flugferðin og bílferðin gengu vonum framar og lítur út fyrir að drengurinn sé ferðalagagaur fram í fingurgóma.

Fjörðurinn kenndur við Horn skartaði sínu fegursta gamla manninum til heiðurs og það er svo sannarlega fallegt þar og ekki síst þegar veðrið leikur á alls oddi, mig er farið að hlakka til að flytja heim og geta skroppið oftar austur og andað að mér fjöllunum þar.
Fjölskyldan mín hittist öll, og við systkinin höfum ekki verið öll saman komin í hæðargarðinum síðan 1994, vááá svakalega er langt síðan. En það hefur lítið breyst annað en að barnabörnunum hefur fjölgað talsvert á þessum 12 árum...já eða frá því að vera 0 og upp í 10, og geri aðrir betur!! Svo það var ansi mikið um að vera í Hæðagarðinum og Stórhóll var mikið notaður, og þetta ofurstóra Fjall var klifið oft af yngri kynslóðinni. Ferðalagið til danmerkur gekk hræðilega, og það er ekki ýkt. Fluginu var seinkað um 3 og hálfan tíma og vorum við orðin ansi þreytt þegar við komum til Kastrup, en þá var eftir tveggja tíma ferð með lest til Odense...eða það héldum við! Kom í ljós að það var eldur í göngunum svo við þurftum að slefa öllu dótinu okkar og hálfsofandi börnum úr lestinni yfir í rútur sem flutti okkur yfir brúnna og þaðan aftur úr rútunnin og yfir í nýja lest....púfff hvað við vorum orðin þreytt þegar við komum heim í hús kl fjögur um nótt, eftir sannarlega langt og strangt ferðalag. Fengum okkur að borða því það voru allir orðnir sársvangir enda var ekki selt neitt um borð í lestinni, ekki einu sinni vatn! Sváfum síðan vært langt fram á næsta dag.

erum búin að vera í rólegheitunum síðustu daga, og haldið okkur heimavið og ég og litli maður höfum verið mikið innivið því hitinn úti er búinn að vera frá 24°C - 28°C og eru sumir ekki par hrifnir af þessari blíðu. hann liggur núna í vöggunni á bleyjunni einni fata og er farinn að rumska,....svo það er best að kíkja á hann.
Læt ekki líða svona langt þar til næst....