Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, október 31, 2005

Fantar og fúlmenni

Djö..helv...ansk og öll hin ljótu blótsyrðin sem ég þekki. Þvílík og önnur eins fúlmenni voru á ferli á laugardagsnótt.
Á laugardagskvöld vorum við Ársól rosalega duglegar og skárum út heimsins flottasta graskerskall. Vönduðum okkur eins mikið og við gátum, vorum því ansi stolltar þegar við stilltum graskerinu út á tröppur og kveiktum á kertum inn í því svo það gæti nú heilsa vegfarendum sem gengju fram hjá. En ekki entist hann lengi á tröppunum okkar, því einhverjir óprúttnir náungar komu og stálu honum og við fundum afgangana af því dreifða út um allt bílastæði hjá nágrannanum. Ekkert smá ömurlegt pakk.

Ársól gengur núna um og spekulerar um hvar sé best að setja upp myndavélar þar sem er hægt að vakta húsið okkar og góma svona óprúttna þjófa og ræningja. Hana grunar líka alla sem ganga framhjá núna...þetta eru kannski þeir. Og í morgun þegar við ætluðum að hjóla af stað í skólann þá var sprungið á hjólinu mínu og var hún þá viss um að þarna hefðu fúlmennin verið að verki á nýjan leik.

En þið fúlmenni og ræningjar........ég góma ykkur næst!

fimmtudagur, október 27, 2005

howdí skáti

Finnst alltaf svo skondið þegar maður hittir fólk sem maður þekkir ekki baun svo eftir að hafa setið og spjallað í fimm mínútur þá veit maður allt um manneskjuna. Lennti í þessu núna í vikunni, var stödd á stað þar sem við vorum tveir íslendingar, og auðvitað kynnir maður sig, annað er bara asnalegt. En það var nóg til þess að ég fékk að vita ýmsa hluti um manninn, konuna hans og börnin, já líka um vandræði í hjónabandinu þeirra. Hmmm veit ekki alveg hvernig maður á að túlka þetta. En honum hefur örugglega legið mikið á hjarta og fundist ég vera tilvalinn sálfræðingur. Mér fannst þetta bara hellings spaugilegt, og honum líður örugglega vel eftir að fá leyfi til að tala út. Sé mest eftir að hafa ekki rukkað gæjann um 1000 kall sem það kostar að fara til sálfræðings....

mánudagur, október 24, 2005

Já meðan ég man...

Litla prinsessa frænka mín á afmæli í dag, er eins árs þetta skott. Elsku Auður Ísold til hamingju með afmælið, vona að þér líki pakkinn sem stóra frænka valdi handa þér. Henni fannst mjög mikilvægt að þú fengir svona pakka...

Ok smá pása búin að vera hérna í bloggheimum. En nú bætum við úr því. Búin að skila af mér ruglunni og bíð spennt eftir næsta verkefni sem er vörnin á þessu helv. Ekki komin dagsetning á hana ennþá, kemur örugglega daginn áður en ég á að verja, já allavega miðað við vinnubrögðin hjá þessum félögum, fundu censor viku áður en ég átti að skila, svo það er ekkert sem kemur mér á óvart.

Eftir skilin á föstudaginn fyrir rúmri viku drifum við hjónaleysin hingað heim, hrúguðum niður í töskur, sóttum barnið og brunuðum til köbenhavn. Þar biðu ferðafélagarnir þau Sigurrós, Ingvi og Nökkvi eftir okkur. Síðan var haldið yfir öresund til Svíþjóðar. Fengum þennan líka glæsilega sumarbústað (not) og gátum sofið misvel þá nóttina, við fengum svítuna og hrutum eins og steinar langt fram á morgun, en það fór aðeins verr um þá sem sváfu á sófanum..... Held reyndar að við hefðum alveg eins getað sofið úti því við vorum svo heppin að tengdapabbi sendi okkur nýja sæng með gestunum og hún er ekkert smá geggjuð, það er sko búið að hrjóta mikið síðustu daga, og við erum til í hvað sem er bara ef sængin er með í för. Laugardeginum eyddum við í Malmö og smá skrepptúr til Lundar.... mjög stutt stopp. Á sunnudaginn fórum við svo á rosalega flotta náttúruparadís rétt fyrir utan Helsingborg og við fengum að klifra í klettum og allt. Frábær staður. Tókum síðan ferjuna yfir sundið yfir á Sjáland og kíktum á Helgu og familiu í köben. Ætluðum aðgæða okkur á heitri dominos pizzu með þeim, en eftir klukkustunda bið á pizzastaðnum var ákveðið að gefa skít í þennan lélega stað og fara á kebab stað sem reddaði okkur mat á 5 mínútum, geri aðrir betur. En það er eitthvað með köben og okkur og mat, vill eitthvað misheppnast þegar við mætum á svæðið, fyrst var það brennd kjötsúpa og nú var það engin pizza. Kannski maður eigi bara að halda sig heima við og ekkert vera að hætta sér þarna inn í höfuðborgina...
Í vikunni erum við líka búin að hafa það rosa gott, borða fullt af góðum mat, fara í fullt af stelpubúðum, kjafta, kjafta og kjafta. Frekar notarlegt. Það var hálf tómlegt hérna á föstudaginn eftir að familian fór tilbaka til Íslands. Eiginlega erum við ekki búin að gera neitt síðan, okkur dettur bara ekkert í hug, þurfum að hugsa sjálf...demn. Fórum reyndar í sund í gær og skoðuðum eitt stykki hús sem á náttúrulega að fara á lóðina sem við fáum í Kópavogi....við erum nefnilega í klíkunni... je right.

Svona er það í pottinn búið hér á bæ og ég er að rembast við að sitja kyrr við tölvuna og byrja að gera fyrirlestur, gengur ekkert svaka vel, er komin með tvær slidur, ein með titlinum og aðra sem er ennþá tóm....mikil afköst ekki satt..

föstudagur, október 07, 2005

Spennan fer vaxandi og hausinn er á yfirspani

Núna eru bara sjö dagar í skil, minna meira að segja þar sem ég verð að vera búin að skila fyrir kl 12 næsta föstudag. Það er að komast mynd á þetta hjá mér og núna er það bara lokahnykkurinn eða hnykkirnir sem verða að fínpússast og klárast. Finn ágætlega fyrir að fiðrildunum í maganum á mér fjölgar með hverjum deginum og í dag var gífurlega mikil dramatík. Jú svoleiðis var að ég var að vinna hérna heima í gærkvöldi og þegar ég mætti upp í vinnu í morgun gat ég ekki opnað skjalið..................arrrrg og ég hafði einmitt ekki gert backup þann daginn...gott að vera vitur eftir á. Reyndi samt að taka þessu öllu með ró!! jájá eins og það sé eitthvað hægt en þegar ég kom heim í dag, tókst Gumma elskunni að redda þessu fyrir mig og þvílíkur léttir sem það var. Núna verður gert backup eftir hverja færslu og engir sénsar teknir. Er líka farið að hlakka ansi mikið þegar þetta er búið og það verður tekin góð viku slökun eftir þessa törn, ahhhh legið í heitum potti í Svíþjóð og haft hrykalega notarlegt, já eða eitthvað allavega. Félagarnir Srós, Ingvi og Nökkvi eru líka væntanleg á föstudaginn og við ætlum að krúsa með þeim eitthvað út í óvissuna!