Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, júlí 30, 2005

halló halló

við erum komin til Köbenhavn og fáum að sofa í stofunni hjá Helgu í kvöld, veit ekki hvað við fáum að vera á morgun því þá verða Siggi og Karin líka í stóru íbúðinni þeirra! En þröngt mega sáttir sofa, ik os.

Erum búin að vera barnlaus núna í eina viku, og er eiginlega bara búið að vera mikið að gera, síðan ég skutlaði skvísunni í flugið síðasta laugardag. Á miðvikudag fórum við Gummi með Knud í kajaksiglingu. Þetta var æðisleg ferð og rérum við í tvo tíma í geggjuðu veðri. Bara snilld. Í gær fór ég síðan í bío með Ólöfu fórum á svooo mikla stelpumynd að kærastarnir okkar hefðu ælt ef þeir hefðu verið með.

Í kvöld vorum við síðan með sannakallaða stórfjölskyldumat, Helga Þórir, Siggi Karin ég og GP borðuðum frábærlega vel heppnaðan mat sem hann Þórir var svo duglegir að búa til.

Og svo og svo á morgun......þá er það dagurinn, við verðum á tónleikum með uppáhöldunum mínum og daginn þar á eftir þá er það Niceland here we come.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

ég er enn á lífi og reynslunni ríkari, fórum í þennan fína snorkltúr í gær. Þetta var rosa gaman og við fengum að vera í svakalega flottum og agarlega sexý blautbúningum, eins og þið getið ímyndað ykkur níðþröngt helvíti. En þeir héldu manni allavega smá hita en það var rosalega kalt í sjónum þrátt fyrir það. Um leið og maður stoppaði sundið fór maður að skjálfa med det samme! VIð sáum fullt af dýrum og spennandi sjávarkvikindum, gaman að sjá þetta svona í nærsýn. Á alveg pottþétt eftir að reyna þetta aftur og get mælt með þessari ferð. Hittum enga hákarla en sáum litla hvali sem ég man ekki hvað heita þeir voru nú ekkert að abbast upp á okkur og ég þurfti ekkert að nota hákarlafæluna mína í þetta sinn.

Annars er ég búin að sjá til þess að gestirnir vinni fyrir gistingunni og eru Siggi og Karin búin að þræla sér út upp í kolonihave. Siggi tók sig til og kláraði (næstum) að byggja húsið hennar Ársólar og Karin málarameistari fékk að höndla pensilinn. Svaka vel gert hjá þeim og nú er að sjá hvort heimilisfaðirinn geti fest þessa síðustu spýtu sem eftir er, fyrir jól!!

síja leiter aligeiter

mánudagur, júlí 25, 2005

snorklandi systkini

er að fara að snorka á eftir upp í Kerteminde, sem Sigga bró. Ætla að passa mig samt á hákörlunum svo þeir éti mig nú ekki. Kannski ég taki með mér hákarlafæluna mína sem er geymd niðrí kjallara!!

þriðjudagur, júlí 19, 2005

hej hej alle!

Det er længe siden sidst!

Bara smá að sletta svona ganni, sjá hvort þið munið barnaskóladönskuna enn!! En hvað er að gerast hérna á þessari síðu, júbbs málið er að ég kemst ekki enn inn á síðuna heima, þvílíkt frat auðvitað. ég "neyðist" því til að taka mér smá pásu frá vinnunni og blaðra smá. Ekki eins og það sé eitthvað svo mikilvægt sem maður er að gera, má nú alveg bíða betri tíma.

Leiðinda kúrsinn er búinn og nú er bara að sjóða saman ritgerð og skutla til kennarans. Var nú ekkert svakalega gaman að sitja inní kennslustofu á meðan sólin skein á alla hina (smá abbó), en nú er þetta búið og það er farið að rigna, æði!! Ársól fer á laugardaginn til íslands, henni er farið að hlakka ansi mikið til og telur niður alla daga. Hún fær örugglega sína hefðbundnu dekurdaga hjá ömmu og afa á Hornafirði, það er svo notarlegt og hún ætlar bara að borða óhollan morgunmat hjá ömmu!! gaman af því.

Siggi bró og Karin koma svo til okkar í dag og ætla að vera í nokkra daga. Þau voru reyndar veðurteppt í Færeyjum og það leit ekki út fyrir að þau kæmust vegna þoku. En sem betur fer komust þau í flugvél í nótt, þvílík heppni því það var ekki hringt í þau, þurftu bara að fylgjast með á netinu!! Dííí. En það verður gaman að fá þau í heimsókn, er líka orðið ansi langt síðan síðast, heil þrjú ár síðan við hittumst síðast, dííí það er allt of langur tími. Við látum ekki svona langt líða á milli næst.OK

Svo styttist óðar í að við förum á tónleikaNA the tónleika. jibbiíí og svo liggur leiðin til Íslands, úhaaaa, ætla ekki að telja upp allt sem ég ætla að borða þar en matseðillinn er að verða langur, en samt er hann helmingi styttri en Gumma (hans er líka aðeins skringilegri en minn matseðill)

Bið að heilsa í bili úr rigningunni

laugardagur, júlí 09, 2005

Long time...

Hér er enn eitthvað bilerí í tölvunni minni og hún vill ekki hleypa mér inn á bloggerinn minn. En núna erum við Ársól út í vinnu og auðvitað nota tækifæri að tjá mig örlítið (búið að safnast upp...hehe)

Það er 25 stiga hiti úti og glampandi sól auðvitað allt of gott veður til þess að hanga inni en svona er þetta stundum, vinnan þarf einstaka sinnum að sitja fyrir (ekki oft samt).

Síðan síðast er ég búin að eiga afmæli, stórammæli má segja því þetta er síðasta tuttuguog eitthvað ammæli, næst verður það hinn skelfilegi aldur, þessi sem allar konur forðast, þrjátíu og þar yfir. En auðvitað tek ég þessu eins og sannur víkingur og fer í smá lýtaaðgerð og andlitslyftingu!!

Fyrsta útilega sumarsins (og sennilega sú eina er í höfn) við fórum með Sigrúnu og Jónasi í strandkamping hérna á fjóni, það var aldeilis notarlegt að komast í smá útilegu, því það er eitthvað svo mikil stemming að sitja fyrir utan tjöldin og drekka fjallakakó með stroh, ummmm.

Annars var ég svo agarlega sniðug að melda mig inn í sumarkúrs, brá nú heldur betur í brún þegar ég uppgötvaði í fyrsta tímanum um hvað hann fjallaði, júbbb nefnilega mega stærðfræði, æjjjj hvað það er nú skemmtilegt, sérstaklega þar sem stærfr. hefur alltaf verið min sterkasta hlið, je right. Annars er ég búin að þrauka í 6 daga af 10 svo þetta er alveg að takast. Svo er að skila inn verkefni og biðja til guðs og vona að maður nái....

Gummi byrjaði að vinna í dag og hann var frekar úldinn þegar hann fór á fætur fyrir 6 í morgun. Þau eru nefnilega búin að hafa það ansi gott hérna feðginin saman, sofið langt fram eftir og ekki farið í rúmið fyrr en seint og um síðir. ´Annars erum við búin að fá barnapíu fyrir næstu vikur og hún byrjar á mánudaginn næsta. Verður gaman að vita hvort Ársól eigi eftir að fýla það að hafa 14 skvísu hjá sér allan daginn, kemur í ljós hvor sé meiri gelgja. Ssöníuþrettán vona að þetta gangi hjá þeim því annars er ég í vondum málum.

Jæja þá er dótið að verða tilbúið svo ég get haldið áfram að vinna, læt í mér heyrast síðar,

Sumarkveðjur frá okkur í hitanum

föstudagur, júlí 08, 2005

er i sma vandrædum ad komast inn a bloggerinn minn heima,eg a lika eiginlega ekkert lif tessa dagana, tar sem dagarnir eru notadir i hrykalega (o)spennandi kurs, æjjjj hvad tetta er leidinlegt.....