Geisp, geisp.... þvílík endemis leti í mér. Kem því ekki einu sinni í verk að blogga, og ekki krefst það mikillar hreyfingar og enn minni orku. En svona er þetta stundum hjá manni. Er ennþá frekar spæld yfir því að Smáraliðið sé búið að aflýsa ferð til Odense, finnst það ekki nógu trúverðug afsökun að kallinn hafi eyðilagt á sér fótinn, verða að finna betri afsökun. Eins og menn geti ekki djammað með fótinn í gifsi....
En síðan síðast búin að hitta fullt af fólki, Sigrún Harpa og fam komu til okkar á föstudaginn fyrir viku og ég er eiginlega ennþá södd eftir matinn og eftirmatinn og allt hitt. Hittum líka foreldra Júlíu sem var með Ársól í fritids, hún á lítinn bróðir sem heitir Ársæll, svo við höfðum Sólu og Sæla þarna saman. Þegar nöfnin þeirra eru sögð á dönslu hljóma þau eins. Mjög skondið.
Á sunnudaginn var síðan farið í fjölskylduleiðangur með Óla Jóu og stelpunum. Fórum upp í langesö og gengum þar um allt og lékum okkur í skóginum og við vatnið, fórum í eina krónu og Gummi fékk verðlaun hvað hann er góður að fela sig. Stelpunum fannst þetta allt saman rosalega spennandi og voru alveg útkeyrðar þegar við fórum heim seint og um síðir.
Búin að vera fullt að gera í vinnunni og stundum vantar nokkra tíma í sólarhringinn hjá mér. man þegar maður heyrði fullorðna fólkið tala um það hvað tíminn liði hratt, mér fannst þetta svo skryngilegt hvernig tíminn gæti liðið hraðar hjá þeim en hjá okkur. Þetta þýðir bara eitt, ég er orðin GÖMUL....
En að allt öðru Helga og fam í Köben ætla að gera tilraun til þess að koma í heimsókn til okkar í dag. Jibbííí. ´Vonandi komast þau á leiðarenda svo við getum haft það gott saman um helgina.
en þar til síðar...