Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 29, 2004

Ætlum að gera allt....og meira til

Það er eins og að það sé ekkert að gerast hérna í mörkinni, en eiginlega er ástæðan auðvitað sú að það er svo mikið að gera þessa dagana, sem er auðvitað bara skemmtilegt. Ég er á fullu í vinnunni og þarf að klára smá verkefni áður en ég skelli mér til Íslands.....við erum nefnilega að koma við mæðgurnar. Ætlum sko að gera ALLLLLLT sem okkur langar til....við ætlum að

- Fara í sund.....ahhhhh heitu pottarnir og já bara það að það sé hægt að fara í volga sundlaug er frábært.

-Borða fullt af alíslenskum mat, (má maður senda óskalista....hann er mjög líkur og síðast.....lifrarpylsa með kartöflumús, kjötsúpa og kakósúpa, og kleinur og og og get talið endalaust upp nammmmmm)

-Við ætlum að fara í sumarbústað og flatmaga í heitapottinum þar...( við verðum þokkalega komnar með grýlutásur eftir ferðina)

-Fara upp á Ketilaugafjall og Meðalfell, svona til þess að ná sér í alvöru háfjallaloft. Kannski er maður orðinn svo vanur því að ganga á jafnsléttu að það er ekki víst að við komumst þetta....

-Hitta fullt af skemmtilegu fólki, sjá hænurnar hennar ömmu og fleira og fleira...það er greinilegt að við mæðgurnar ætlum að vera í hálft ár....svona ef á að koma öllu í verk.

En áður en að þessu öllu skemmtilega kemur verður maður víst að vinna svolítið vel. Þess vegna er ég að hugsa um að flytja svefnpokann minn hingað um helgina.......eða kannski ekki ég er nefnilega að fara í árlega skringilega matarklúbbinn. Á borðum verður að þessu sinni kengúrukjöt, einhver gullfiskategund!!! og eitthvað fleira sem ég er búin að gleyma hvað heitir. reyndar er ég eiginlega södd eftir síðustu helgi, fórum í þessa líka flottu veislu hjá Þóru og Gústa.

föstudagur, september 24, 2004

Gleðidagur...............

í dag er sannkallaður gleðidagur, í fyrsta lagi þá á Sigurrós afmæli og ég er mjög glöð yfir því að loksins er ég ekki sú gamla, nú getum við báðar verið gamlar skvísur. Til hamingju gamla mín, vona að strákarnir þínir stjani við þig í dag.

Í öðru lagi þá er föstudagur og það er að koma helgi, ég elska föstudaga, það er alltaf lang auðveldast að vakna á föstudögum, það er morgunkaffi í vinnunni og alltaf fullt af tilhlökkun eftir helginni. Þó svo að maður sé ekki að fara að gera neitt sérstakt. Er að fara hitta hana Önnu pönnu og kíkja í bæinn.

Og svo er ég líka svo ótrúlega glöð yfir því að umsóknin mín var valin til úthlutunnar á 85.000 DKK. Jammms ótrúlegt en satt þá fékk ég skólastyrk til eins árs frá danska krabbameinsfélaginu. Þetta er frábært og ég er búin að svífa hérna um rannsóknarstofuna, tærnar á mér snerta varla gólfið.......sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur. Freyja svífandi í hvítum slopp veifandi brjáluðum pípettum og sýnum í allar áttir :-) Mads tilkynnti mér þetta í gær og það var dansaður stríðsdans hérna um allan ganginn og var þvílíkt kátt í kotinu. Núna verð ég að baka köku og koma með á mánudaginn.

Svo nú er bara að halda tungunni inní munninum og gera eitthvað af viti fyrir þessa peninga, stakk nú reyndar uppá því við Mads að við skelltum okkur bara í ágæta heimsreisu.....´sjáum til. Ætli sé ekki mikilvægara að reyna að finna eitthvað gáfulegt út úr niðurstöðum rannsóknarinnar, svona til að byrja með, getum svo skroppið í tjaldútilegu upp í kolonihave fyrir afganginn. Það gæti nú alveg verið góð hugmynd!!

miðvikudagur, september 22, 2004

Lognið á undan....

Hérna er ekkert mikið að frétta, ætli það sé lognið á undan storminum..... hver veit!!

Annars er rosa mikið að gerast í vinnunni og í dag vorum við samankomin 10 stk inn á labbinu mínu. Vanalega er bara fínt að vera þar 2-3 en þetta var sannkallað þröng á þingi!! Málið er að skannerinn okkar hefur verið bilaður og það hefur orðið að keyra sýnin til slagelse til þess að keyra þau þar, ekki skemmtilegt. En svo í gær gerðist hið óvænta, skannerinn virkaði þegar við prófuðum að kveikja á honum....hann þurfti greinailega bara að fá 2 vikna pásu. Og nú eru allir að hamast við að koma sem mestu í hann áður en hann hrynur aftur.

Á mánudag fengum við öll ekki bara afmælisbarnið heldur líka við hin stóru!! Pakkinn var frá Sigurrós og innihélt afmælispakka handa afmælisbarninu og fullt af nammi sem er örugglega allt ætlað mér!!! erþaggggi Sigurrós! Namm namm það er núna búið að skipurleggja nammikvöld með videoglápi á laugardagskvöld og ég get eiginlega ekki beðið eftir að gúffa í mig namminu. ummmmm núna er ég að horfa á rúgbrauðið mitt og ímynda mér að það sé æðibiti og vatnið sé diet kók......nammm (ég er eiginlega farin að slefa) aftur til veruleikans þetta er bara rúgbrauð og æðið bíður laugardagsins. Takk Sigurrós fyrir sendinguna.

Áðan skrapp ég aðeins og kíkti á litla Goðann hennar Birgittu hann er rosa sætur og var nú ekkert að láta mig trufla sig í miðdegislúrnum (sem ég gruna nú að standi yfir allan daginn) Þá fékk ég þær góðu fréttir að það sé kominn lítill Diego hjá Anný og Magga. Þeir koma með þéttu millibili félagarnir. Hamingju óskir til ykkar Anný og Maggi og Hugrún Lív. Hlökkum til að sjá myndir fljótlega....

Já og síðast en ekki síst:

Arna til hamingju með afmælið.

mánudagur, september 20, 2004

Hamagangur á Hóli

Já það var sannkallaður hamagangur á Hóli hjá okkur um helgina, á laugardag var haldið í annað sinn upp á afmælið og fullt af kökum og enn fleiri pakkar komust í hús, veit ekki hvar þetta endar!!

Á sunnudag var annrskonar hasar.....þar sem bumbubúinn hennar Birgittu ákvað að nú væri kominn rétti tíminn að láta ljós sitt skína og drífa sig í heiminn. Þannig að við fengum að taka þátt í öllu á óbeinan hátt þar sem krakkarnir voru hjá okkur, já ekki bara Natalía og Davíð heldur líka börn Vöku systir hennar, sem fór með henni upp á fæðingardeild þar sem Toddi var staddur á Íslandi og missti af öllu fjörinu!! Og Ari maður Vöku var í fótboltaferðalagi. Svo það var aldeilis fjör hjá okkur á sunnudaginn, reyndar var þetta nú ekkert mál þar sem krakkarnir eru vanir að leika sér öll saman og þetta gekk rosalega vel. Við (Ég, Natalía, Davíð og Isabella) fórum svo upp á sjúkrahús í gærkvöldi að skoða stubbinn. Hann var auðvitað dauðþreyttur enda var þetta erfiður dagur hjá honum, hann kom ekki út fyrr en hann var tekinn með keisaraskurði eftir langan og strangan dag.

Birgitta, Toddi, Natalía og Davíð til hamingju með litla fallega strákinn ykkar.

miðvikudagur, september 15, 2004

Hún er sjö ára í dag, hún er sjö ára í dag, hún er sjö ára hún Ársól, hún er sjö ára í dag!!! húrra húrra

Núna á ég þvílíkt stóra stelpu, held að hún hafa vaxið um 8 cm síðustu nótt og kannski gott betur. Í dag var haldin afmælisveisla upp í kolonihave fyrir stelpurnar í bekknum, og þetta var svo sannarlega stelpupartý, þvílíkur hávaði og píkuskrækir í þeim.

En það voru grillaðar pylsur, borðaðar kökur, farið í leiki og haft það skemmtilegt. Fórum í fjársjóðsleit sem er að verða árlegur viðburður hérna hjá okkur. Þær skemmtu sér rosa vel og voru orðnar vel æstar þegar fjársjóðsleikurinn stóð sem hæst. Þegar ég var að fela vísbendingarnar tók ég eftir því að það var einn maður sem fylgdist grannt með mér, það var kennski ekkert skrýtið því ég gekk um með hvít bréf og límband og var að basla við að líma eitt bréfið undir bekk sem stendur nálægt garðinum okkar. Auðvitað hefur kallinn haldið að þarna væri díler á ferð, felandi efni hér og þar. Ég gat því ekki annað en labbað til hans og útskýrt hvað ég var að gera!! Svona svo hann myndi nú ekki fara að senda lögguna á mig.

Nú er afmælisbarnið steinsofnað ánægt eftir frábæran dag.

sunnudagur, september 12, 2004

mánudagur til mæðu

Gummi er að skutla foreldrum sínum á lestarstöðina og svo ætlar lestin að skila þeim heilum á höldnu til Kastup þar sem þau eiga flug seinna í dag. Vona að þau komist klakklaust heim. Við erum búin að eiga náðuga daga með Möggu og Pétri, og erum búin að sýna þeim smá hluta Fjóns og Odense, erum líka búin að borða á okkur gat eiginlega upp á hvern dag. Gæti varla verið betra. Fórum í Egeskov og í dýragarðinn, og hafnarsafnið.

Í gærkvöldi fór ég síðan í saumaklúbb upp á raski, það var rosa fínt að hitta alla aftur, það er ferlega langt síðan að við hittumst síðast. Það hefur týnst smá úr hópnum, en allavega 2 nýjar komnar inn. Einn hornfirðingur meira að segja.

Á laugardagskvöld vorum við hjónaleysin í kvöldgöngu þegar til eyrna okkar bárust þessi undarlegu hljóð, við gengum auðvitað á óhljóðin.......eins og heiðvirtum borgurum ber manni að bjarga fólki í nauð.......þessi óhljóð minntu nefnilega á manneskju sem væri verið að pinta.....kom nú seinna í ljós eftir að Gummi hafði stokkið inn í íbúð 1102 vopnaður exi að þessi hljóð bárust frá Axel sem var að hamast við að syngja í karókí keppni sem var haldin þarna í íbúðinni. Úbbbbbs tókum sem sagt smá feil þarna. Steini Mæja, Ólöf og Axel, Berglind og Óli voru þar að æfa sig í karókí og auðvitað slógumst við bara í hópinn og sungum 1/2 lag. Ekki skánuðu óhljóðin við það að við slógumst í hópinn og ákváðum við þá að rölta heim á leið áður en varnarliðið væri ræst út!!


miðvikudagur, september 08, 2004

Brandari dagsins

Ársól á brandara dagsins í gær. Hún var eitthvað að skoða svona gelpúða sem lá á skrifborðinu okkar. "Mamma til hvers er þetta nú eiginlega" og áður en ég gat svarað henni, þá sagði hún " jáá þetta er svona ef þú gerir eitthvað vitlaust þá gerir þú svona" og hún barði hausnum beint á púðann......"þá meiðir þú þig ekki eins mikið".....hahahaha veit ekki hvern hún hefur séð gera þetta......berja hausnum í borðið þegar eitthvað gengur ekki upp!!!

þriðjudagur, september 07, 2004

Kaupstaðaferð lokið

Við skiluðum okkur heim úr kaupstaðnum í gærkvöldi eftir að hafa setið föst á hraðbrautinni í nær klukkutíma.....arrrrg.

Annars var kaupstaðurinn Kaupmannahöfn samur við sig þegar svona sveitafólk kemur í heimsókn, alltaf hægt að villast smá hér og þar.

Á laugardaginn sáum við aðeins framan í Helgu. Þóri, Fjalar, Möttu, Hjálmar og Tómas Orra. Fórum síðan og hittum Þorgeir og Arnborgu þar sem þau sátu á svambli á hótelbarnum.......hehehe, þau voru spræk að vanda og við prófuðum barinn aðeins. þvílíkt flott hótel og bjórinn smakkaðist vel. Eftir smá spjall lá leiðin heim til Guðbjargar og Vignis upp í sveitir kaupmannahafnar, þar sem þau búa. Við fórum síðan öll heim til Melkorku og Frikka þar sem Ársól og Brynja Mjöll duttu svo sannarlega í það að leika sér. Þær eru algjörar prinsessur þegar þær hittast leika bara stanslaust. Melkorka og Frikki voru að leggja lokahönd á íbúðina og voru búin að vera á fullu allan daginn. Púffff erfitt að standa í svona endalausum fluttningum. Fengum rosa góðan mat hjá þeim og það var rosa gaman. Gistum síðan heima hjá Guðbjörgu og Vigni og vöktum þau auðvitað eins og okkur er einum lagið.......(við erum ekki mjög auðveldir gestir vöknum fyrir allar aldir) borðuðum morgunmat í sniðuga eldhúsinu þeirra......takk fyrir okkur krakkar.

Á sunnudag fórum við síðan á ströndina með Helgu Möttu og fjölskyldum. Grilluðum ísl. lambalæri á þakinu hjá Helgu og sátum þar fram í myrkur.

Í gær sóttum við svo tengdó á völlinn og kíktum aðeins í bæinn. Fórum ma í Amelíuborg og Magga ætlaði að taka mynd af okkur fyrir utan höllina, en það fór nú ekki betur en það að þegar við vorum búin að koma okkur vel fyrir öskraði vörðurinn (þessir sem aldrei segja neitt) á okkur og sagði okkur að koma frá höllinni. Magga hrökk í kút og bjóst við að gæinn kæmi hlaupandi með byssustinginn að okkur. Hann var alveg ýkt pirraður og lamdi byssunni niður ef einhver kom of nálægt. Pési lét sér auðvitað ekki segjast og stökk yfir varnargirðingu (já hann getur stokkið ennþá kallinn) sem var í kringum styttu þarna. Auðvitað fór vörðurinn að öskra á hann og sveifla byssustingnum. Púff við Gummi tókum á það ráð að forða okkur og koma okkur í rólegra umhverfi þe hingað til Odense. Ahhhhh það er alltaf gott að koma heim.


föstudagur, september 03, 2004

úfff púfff föstudagurinn langi

já þessi föstudagur var tekinn snemma, 6:15 sem er allt of snemmt í mínum huga. Fór í grænmetisvinnuna og puðaði þar í 6 tíma. Sagði líka upp, svona milli verka......frekar asnalegt, en lét þá plata mig í að vinna meira þar til ég hætti arrrg það er svo auðvelt að plata mig. Fúlt. Þegar við vorum búin að senda allann pakkann til færeyja brunaði ég á ofurhjólafáknum mínum heim með fangið fullt af grænmeti og ávöxtum bölvandi og ragnadi yfir því hvað helv...... bolbrobrekkan sé löng. Mjög stutt sturta og svo brunað aftur af stað á hjólafáknum núna sem betur fer niður bolbro brekkuna. mun betra og fljótlegra. Fór niður á spítala og vann þar til 5. Gummi þessi elska sótti mig, þar sem ég meikaði ekki fleiri brekkur þennan föstudag. Heima beið nú reyndar heil íbúð á haus, já og meina það á haus allt á hvolfi þessa dagana /mánuðina /árin. Veit ekki hvar þetta endar, en nú var mokað almennilega út, og gert gestahæft. Núna kl 23 er búið að þrífa, skrúbba og bóna, borða grillað naut, horfa á Mögungar, setja Ársól í bólið, þvo 7 vélar og tala 2 langlínusímtöl......ahhhh þá er gott að slappa af í sófanum með tölvuna í fanginu.

Á morgun ætlum við að fara til köbenhavn og hitta Guðbjörgu og Vigni og trufla þau aðeins í flutningum, hitta Möttu Hjálmar og Tómas Orra, Helgu Þóri Fjalar Hrafn og bumbuna. Síðan ætlum við að sækja Möggu og Pésa á flugvöllinn á mánudaginn. Ahhh svo þetta verður löng og eflaust góð helgi hjá okkur.

Eigið góða helgi !!!!