Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Veit ekki hvað ég á að gera með þessar leiðindafrumur, þær áttu að vera tilbúnar fyrir tveimur vikum en ég er enn að bíða eftir þeim. Ekki skemmtilegt. Verð að fara að gefa þeim íslenskt fjallalamb að borða, þá myndu þær örugglega taka við sér. En það er svona þegar maður getur ekki fengið sér hund eða annað skemmtilegt gæludýr þá verður maður að nota þessar frumur fyrir gæludýrin sín. Ég gæti kannski farið með þær út að ganga....yrðu örugglega glaðar með það. Drepast örugglega áður en ég kem þeim út úr hitaskápnum. Já svona er lífið á Odense spítala í dag.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

OK ok ok ég veit ég er alveg ýkt löt að skrifa. Það væri nú verra ef allir færu nú að hringja................hmmmmm. Annars er Eydís og BALDUR DAÐASON búin að vera í heimsókn hjá okkur. Þau komu á föstudaginn og fóru í gær. Við fórum með þau í dýragarðinn hérna í Odense og eyddum þar heilum degi í rosa fallegu veðri. Sáum tígrisdýrin í nærmynd því þau voru ekki eins löt eins og þau eru í hitanum á sumrin. Ársól tók sér frí úr skólanum til þess að geta passað litla frænda, sem þvertekur fyrir það að hann sé lítill. Og maður má ekki kalla hann stubb né tralla, hann heitir BALDUR DAÐASON.

Í gær fórum við svo í Svanninge bakker sem er útivistasvæði nálægt Faaborg. Tókum snjóbelginn hennar Ársólar með og fundum frábærar brekkur til að renna okkur í. Geggjað. Fyrstu tvær ferðarnar voru brjálaðar fórum á fljúgandi siglingu en seinni ferðin endaði með því að við keyrðum á tré og belgurinn sprakk................fúlt en við þessu var svossum alveg að búast. En við létum þetta ekker trufla okkur og héldum áfram að renna okkur á sprungnum sleða. Var ekkert verri svoleiðis, nema það var aðeins harðara að sitja. Gummi tók smá sýningu fyrir fólkið, ákvað að gerast áhættuleikari........stóð á sprungna sleðanum og renndi sér niður brekkuna og ég er að tala um drengurinn náði svílíkri ferð og flaug svo á hausinn...........Ég var alveg viss um að hann væri brotinn á öllum en það er seigt í honum og hann stóð upp við mikinn fögnuð áhorfanda. Reyndi að bera sig vel en hann var nú ansi aumur í gærkvöldi. Þetta var sem sagt rosa vel heppnuð ferð þrátt fyrir allt.

Við erum líka hafin handa við að reisa húsið hennar Ársólar, búið að kaupa efnið og byrjað að slá upp......Ársól er líka búin að fá nýjan hamar en skilur nú ekkert hvað hún eigi að gera við hann þar sem pabbi hennar er farinn að bora húsið saman. Skrýtið!!

Skvísan er líka búin að græða eitt stykki rúm. Komin í flott dansk design rúm. RISA. eða það finnst henni allavega. Vorum að reyna að setja það saman í gær, náðist nú reyndar ekki en það verður haldið áfram í dag.

Jæja þá er það veðrið fyrir þig Pétur minn. Suðsuðaustan fjórir, hæg norðanátt, hvessir með kvöldinu, úrkoma í grennd......hvað segja þeir nú alltaf í veðurfréttunum..... en annars er frábært veður hjá okkur, snjór og blíða.

sunnudagur, janúar 18, 2004

Vááááá það er manndrápshált úti núna. Var að koma hjólandi í vinnuna og það er ekki sniðugt. Maður þarf að láta negla dekkin á hjólafáknum, ekki spurning.

Ársól fór í afmæli á lau. morgun, einmitt um morguninn. Það var mæting kl 10. Það var víst gaman, en mamma við fengum ekki einu sinni nammi. Hmmmm hvernig afmæli er það nú eiginlega??? Frat greinilega.

Fór líka á þorrablótsfund á föstudagskvöld og seldum fullt af miðum, fer bara verða uppselt..........

Saumó á laugardagskvöld þar sem var verið að kveðja Gunni. Þau eru nefnilega að fara til Íslands. Maður er alltaf að kveðja einhvern ekki gaman. En það var samt gaman á lau kvöld og við sátum til kl 2, að kjafta. F'int.

Sunnudagur, kíktum upp í hús. Ég er farin að hlakka til þegar kemur vor og maður getur farið að liggja í sólbaði í garðinum. Gummi er kominn af stað með rosa áform um að setja heitan pott á veröndina mmmmmmmmmmm. Það væri náttúrulega bara snilld. Annars er hann alveg að fara yfir um, því lokaprófið nálgast óðum. Er á morgun. Púff hvað það verður gott þegar hann er búinn með þetta helv......ég er að verða gráhærð á þessum próflestri hjá honum. Hann verður líka í fríi í 10 daga svo þá stefna Ársól og Gummi á að byggja ekki minna en eitt hús...hún er staðráðin í því að byggja sér kofa upp í garði. Fyrir allt búadótið sem er hjá ömmu og afa á Hornafirði. Svo það á að fara að kíkja á hvað þarf að kaupa og svoleiðis.

Svo erum við að fara að fá gesti. Eydís Baldur og bumbubúi ætla að kíkja í heimsókn á föstudaginn og stoppa í nokkra daga, jibbííí

svoleiðis er það nú í pottinn búið....

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Jæja nú er engin afsökun lengur. Fríið er búið og ekkert við því að gera. VIð komumst farsællega til íslands og það var ekkert smá notarleg tilfinning þegar flugvelin lennti á Keflavíkurflugvelli, Góðir farþegar velkomin heim, gæsahúð...... Okkur langaði bara til að standa upp og klappa, en þar sem maður á að sitja kyrr í sætum sínum létum við okkur nægja að klappa. Það var bara horft á okkur, en hvað með það við vorum þvílíkt æst að komast út úr flugvélinni og hlaupa út úr flugstöðinni. Þurftum aðeins að hinkra meðan eitthvað gamalt fólk kom sér útúr vélinni en þegar röðin kom að okkur var þetta eins og þegar kúnum er hleypt út á vorin. Hlupum eins og fávitar í gegnum tollinn og stoppuðum ekki einu sinni þótt leitartækin pípuðu, með tollarana á hælum okkur hlupum í gegnum fríhöfnina og tókst naumlega að sleppa.........

Fengum auðvitað þvílíkt góðar móttökur á íslandi. Þoka, rigning og smá rok. Notarlegt. Höfðum það annars alveg hrykalega gott og maður er að reyna að trappa sig niður í matar og sætindaáti, gengur ekkert alltof vel, því maður er alltaf svangur.

Læt þetta nú bara duga í bili

mánudagur, janúar 12, 2004

Já það er nefnilega það!!