Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, október 30, 2003

Allt að verða vitlaust hérna, núna er ég og Mads leiðbeinandinn minn á spitalanum, komin á fullt með að keyra sýnin sem hefur verið safnuð fyrir þessa rannsókn, sem er hluti af mínu verkefni og doctors verkefninu hans. Svaka spennandi, loksins þegar eitthvað gengur og þa er bara að krossa fingur og vona að ekkert klikki. En annars er fínt að vera hérna á spítalanum, þad er hætt að vera óþægilegt að fara í matsalinn (maður var alltaf hálfbjánalegur að fara niður og borða þegar maður þekkir engann og situr aleinn og borðar nestið sitt .........buhuuu þetta fylgir því að vera nýr starfsmaður í útlöndum hehe) sem sagt þetta er bara orðid fínt, og ég bulla bara fínu dönskuna mína með ensku og íslensku slettum inn í. Ætti ekkert að vera að kvarta þad er ein kínversk hérna, búin að vera í 3 ár og kann bara að segja farvel og gódan dag!!

Er annars bara að laumast í tölvuna á labbinu, vona að enginn sjái til mín. A audvitad ad vera ad gera eitthvad ferlega visindalegt en................er ad bida eftir tvi ad andinn komi yfir mig

mánudagur, október 27, 2003

Vá hvað maður er nú latur að skrifa, nú er kominn þessi fíni mánudagur og þad er strax farið að skipurleggja næstu helgi. Áetlum að reyna að smala saman öllum íslendingunum hérna á RRK og hafa siðbúið haustgrill. Strákarnir eru svo svakalega hraustir að þeir fara nú létt með að standa yfir grillinu á meðan við sætu stelpurnar hlýjum okkur í músikhúsinu. En þetta er ekki ákveðið ennþa en kemur bara í ljós.

Helgin var nú bara róleg að vanda, fór a þorrablótsfund á föstudagskvöld og spjallaði vað fólkið þar, leggst bara rosa vel í mig. Flottur og skemmtilegur hopur. Farið að hlakka strax til að borða hákarl og annað góðgæti ummm.

Kíktum á Gunni og Kela á laugardagskvöldið skoðuðum flotta borðstofusettið sem þau voru að kaupa sér fyrir eiginlega engann pening. bara klink. Rosa flott, væri til í að detta niður á svona þegar ég verð komin i einbýlishúsid...................

Á sunnudaginn fórum við upp í hús og gerðum það klárt fyrir veturinn. Fórum svo til Sigurrósar og Ingva og trufluðum Ingva þar sem hann var að hamast við að vera í þynnku. Borðum pönnsur og slæptumst. Notarlegt. Og áður en við vitum af verður komin helgi aftur, Skemmtilegt.

föstudagur, október 24, 2003

Jamm og já nú er kominn föstudagur eins og kannski allir vita og við fáum að sofa út á morgun ahhhh. alltaf svoo notarlegt. Þess veegna er alltaf svona auðvelt að fara á fætur á föstugögum, stutt í helgina.

Í gær kom Hildur og setti upp photoshop hjá mér svo nú get ég farið að fikta með myndir, jibbííí. Hún reyndi að kenna mér svona undirstöðu atriðin og ég var auðvitað með þetta allt á hreinu þegar hún var hjá mér, En um leið og hún var farin út um dyrnar þa var ég búin að gleyma öllu sem hún kenndi mér......kannski svolítið týbíst, svo ótrúlega auðvelt þegar einhver annar gerir hlutina, einfalt og gott en þegar maður sjálfur ætlar að gera það sama þá gengur það ekki eins auðveldlega. en ég ætla heim á eftir og reyna að fikta......Srós þu kíkir kannski í heimsókn?????hehe

þriðjudagur, október 21, 2003

Já suma morgna gengur ekkert upp. Svoleiðis var þetta hjá mér í morgun. Gekk reyndar vel þar til átti að fara að hjóla af stað í skólana. Öll fjölskyldan -átti að fara á hjálafákum í þetta sinn, þar sem bíllinn var í tékki. Kom auðvitað í ljós að það var sprungið á húsbóndahjólinu svo hann hljóp upp á strætóstöð. Þegar við Ársól komum í skólastofuna voru allir krakkarnir med íþróttatöskur....kom í ljós að Ársól gleymdi að sýna mér mida um sundferðina, hmmm ég brunaði því heim og náði í sundgræjurnar. Allt náðist á réttum tíma svo þetta virtist vera OK. Nema á leiðinni í spítalann þa datt keðjan af hjólinu mínu og ég þurfti að standa í hjólaviðgerdum í ískunlda öll út í smurningu og veseni. Allt er þegar þrennt er. Eða var það þegar fernt er því nú er líka farið að rigna og ég ekki í regnfötum. Hmmmm Svona geta sumir dagar verið.

Eigið þið góðan og áfallalausan dag!

fimmtudagur, október 16, 2003


Sumarstelpa

Jólasveinninn hann gluggagægir kominn á kreik????

Der er igen observeret en vindueskigger. Hvis du ser en person / personen luske eller snige sig rundt på kollegiet om aftenen / natten eller ser en kigge ind gennem vinduer /døre, så gør INTET andet end at ringe til politiet på 66 14 14 48 og giv derefter gerne afdelingsbestyrelsen besked via en e-mail på ab@rrk.kollegienet.dk. Politiet skal nok komme herud og kigge efter ham.
Personen er ca. 180 cm høj, alm. bygning og neger. Personen bor IKKE på kollegiet.

Djö..helv. mannrassgatið, ég á eftir að að hlaupa á eftir honum með kökukeflið á bleika náttsloppnum, með krullurnar í hárinu, einn góðan verðurdag. Meira hvað fólk getur lagst lágt, hann á greinilega ekkert líf!!

miðvikudagur, október 15, 2003

Jæja þá erum við bara þrjú í kotinu, gestirnir farnir buhuuu, vona að þau komi fljótt aftur. VIð höfum sko fengið að knúsa litla Fjalar endalaust og það er sko ekki leiðinlegt. Bara endalaust hægt að knúsa þetta kríli sem brosir alltaf.

VIð erum búin að þræla gestunum út eins og er venjan á þessu heimili. F'orum með þau út að hjóla og þá var Fjalari Hrafni bara pakkað ofan í hjólavagninn, fór reglulega vel um hann þarna. Á sunnudag fórum við í langann hjólatúr og skoðuðum Odense, vorum örugglega í 4 tíma á þessu hjóleríi. Ársól stóra frænka hjólaði langleiðina en þegar var verið að leggja af stað heim á leið fékk hún að skríða upp í stólinn hjá pabba sínum sem er nú orðinn frekar lítill enda stelpan orðin svo stór. En hjólinu hennar var bara parkerað aftan á hjólavagninn og greyi Þórir þurfti að hjóla með allan farangurinn upp helv...Bolbro-brekkuna. Við erum nefnilega svo heppin að hafa eina væna brekku á leiðinni hingað heim.

Annars erum við búin að hafa það hrykalega gott. Takk fyrir heimsóknina krakkar, vona að þið verðið fljót að jafna ykkur svo þið getið komið fljótt aftur.

föstudagur, október 10, 2003

Haustfrí jibbíííí

Núna erum við komin í vikufrí, ekkert smá skemmtilegt. Ætlum reyndar bara að vera í rólegheitunum hérna heima, ekkert að ferðast í þessu fríinu, vonandi bara í því næsta. Helga, Doddi og Fjalar Hrafn ætla að koma á morgun, snemma í fyrramálið og vera hjá okkur fram á miðvikudag, það verður sko gaman. Strákarnir ætla að vera duglegir að læra en við stelpurnar + stubbur litli ætlum bara að dúlla okkur. Mér tekst örugglega að draga Helgu með mér í búðarráp..þarf örugglega ekkert að draga hana neitt. Gaman gaman. Skreppum örugglega líka til Þýskalands í grænsabúðirnar, ná okkur í ódýran bjór.

Ég skilaði inn uppkasti að project beskrivelse til leiðbeinandans og fékk það nú vel rautt til baka..............allt útkrassað....hann huggaði mig með því að þegar hann skilaði einhverju inn til síns leiðbeinanda þá væru hans blöð líka svona. Svo ég held í vonina að þetta sé ekki alslæmt hjá mér.

miðvikudagur, október 08, 2003

Rósir og rómantík....

Ekki alveg en maðurinn minn var nú mjög rómantískur í fyrradag þegar hann færði mér ný dekk undir hjólafákinn minn. Ég er sem sagt komin á þrusu bæjardekk í staðinn fyrir þessi fjallahjóladekk sem maður hefur sko enga þörf fyrir hér á landi. Nú get ég brunað í skólann á morgnanna og ég held að ég sé örugglega helmingi fljótari ( ok ok kannski ekki alveg !!). Annars er þetta nú frekar tíbískt maður hjólar af stað í logni og blíðu og svo þegar maður er að renna sér af stað kemur grenjandi rigning.........búið að gerast 2 X í þessari viku, algjört svindl.

Loksins er ég farin að fá að gera eitthvað almennilegt í skólanum mínum, þe annað en að lesa eitthvað krap, ég fékk í gær að föndra aðeins með DNA og það var bara þræl skemmtilegt. Svo nú get ég verið að sulla ýmsum efnum saman og drullumalla pínu, gaman gaman.

sunnudagur, október 05, 2003

Bíóferð, munkar og rónar

Ég og Srós skelltum okkur í bíó á föstudagskvöldið, fórum á caffee biografen sem sé bæði kaffihús og bíó, vissum reyndar ekkert hvað við vorum að fara að sjá en völdum bara þá sem við töldum líklegasta....reconstruction, líkleg jamm. En hún var allavega sýnd í stóra salnum í bíóinu svo þetta var bara hið besta mál. Þegar við komum svo í STÓRA salinn......hmmm runnu á okkur tvær grímu.............hvernig ætli litli salurinn líti eiginlega út????? hehehe allavega var þetta ekki mjög stór salur miðað við íslenska staðalinn. En OK enga svartsýni....settumst niður á besta stað í bíóinu.........dadddarrradammmm auglýsingarnar byrjuðu.....þá fórum við nú að pæla í því hver lensk myndin væri nú??? Væri kannski slæmt ef hún væri frönsk með dönskum texta...þá myndum við ekki skilja boffs, hmmmm en svo versnaði aldeilis í því..haldiði ekki að myndin hafi verið á dönsku með engum texta, ég hélt að við myndum pissa í okkur af hlátri, heyrði bara alltaf eitthvað pískur frá Srós þegar hún var að reyna að halda niður í sér hlátrinum......þetta var allavega ótrúlega fyndið móment....kannski youhadtobethere móment!!!! En allavega skemmtileg bíóferð.

Áðan var Ársól eitthvað að pæla í munkum og ég var að reyna að útskýra hvaða fyrirbæri það væri.......sko þetta eru menn sem mega ekki eiga konu og ekki eignast börn og lifa í munkaklaustrum................................þá heyrist í henni: "já er þetta svona eins og Einar??? áður en konan hans flutti til hans???? " (Einar bjó sem sagt hér í eitt ár áður en konan hans flutti til hans) ég: ha nei ekki eins og Einar hann á konu og barn svo hann getur ekki verið munkur reyndi ég að útskýra fyrir henni..............................já auðvitað þetta er þá eins og rónarnir ..............þeir mega auðvitað ekki eiga neina konu því þeir eru alltaf fullir??????????????????Æjjjjj ég gafst bara upp því annars hefði ég þurft að senda Gumma (róna hehe) í munkaklaustur!!!!