Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, ágúst 29, 2003

Verðlaunadagur

Þá er Gummi kominn heim úr RUSTUR, sem var 3 daga fyllerí, á mjög vel við hann. Skemmti sér víst alveg konunglega og kom meira að segja heim með verðlaun, hann var ekki bestur í fótbolta eða vann stærðfræðikeppnina..........hann fékk LANGFLOTTUSTU verðlaunin fyrir að vera duglegastur að drekka og sofa minnst af öllum!!!!! Minn maður. Frábær heiður. hehe


fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Dííí maður

Ég var að skoða hvað við fáum mikið í námslán og hvað við þurfum að borga mikið á mánuði.................púff það þarf greinilega að fara að setja einhverjar hömlur á eyðsluna á þessu heimili. Ég held það væri bara miklu einfaldara að vera milli!!! Þá þyrfti maður ekki að fá hausverk yfir eyðslunni, kannski myndi maður bara fá hausverk og magapínu í hvað maður ætti að eyða næst. hehe

Var að fá nýja eyðsluhugmynd.....Sigurrós var að hringja og stinga upp á því að við skelltum okkur til Spánar, ekki galin hugmynd...........Ætli ég geti fengið aukanámslán til að fara til Spánar????? Best að kíkja betur inn á lin.is. Bætheway Srós hvert fóru commentin mín, dettur það kannski bara út ef enginn nennir að commenta????

mánudagur, ágúst 25, 2003

Frídagur til ferðar (búðaferða!!)

Í gær var Gummi í fríi í vinnunni og hvert dró ég hann með mér!!! Júbb auðvitað í búðir. Hann var alveg orðinn buxnalaus, og ekki gengur það?? Fórum auðvitað í Rosengaardcenter og inn í fyrstu búðinni fann hann þessar fínu buxur (sem við ákváðum samt að geyma með að kaupa) Þræddum fullt af búðum og drengurinn var L'ATINN máta allt mögulegt og ómöglegt....hehe mér til mikillar skemmtunar, en búðarferðin endaði með því að ég keypti buxur og peysu og hvað keypti drengurinn???? Júbb hann varð að kaupa eldhúshníf MJÖG NAUÐSYNLEGT ÁHALD, eins og maður geti ekki bara notað þennan gamla......j´´u svo keypti hann sér líka buxurnar sem hann sá í fyrstu búðinni.

Í gær komu Hildur, Gummi, Ástrós og Badda í heimsókn upp í hús. Ástrós átti afmæli og þau buðu okkur í afmælisveislu um kvöldið. Fengum rosa góðan mat og geggjaða Mela-marens í eftirmat. nammm namm.

Núna eru hinir fjölskyldumeðlimirnir farnir í skólann en ég er bara heima að chilla mér. Byrja á föstudaginn eða þá fer ég að tala við þessa snillinga þarna upp á spítala og ath hvort þeir hafi ekki einhvað skemmtilegt fyrir mig að gera!! Ég veit ekki einu sinni hvað ég er að fara gera. Kemur vonandi í ljós á fös. En þeir eru ekkert allt of stressaðir út af þessu. Hmmmmmm Kannski á maður bara að ákveða þetta allt sjálfur arrrrrrrrg.

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Vá þvílíkur dugnaður

Við erum búin að vera algjörlega ofvirk (eða allavega Gummi ég var í klappliðinu og hvatti hann óspart áfram hehe). Við erum búin að vera upp í húsi alla helgina og sváfum fös og lau nótt, þvílíkt notarlegt. Og erum búin að vera að dúllast í garðinum. Ég er svo sniðug því ég á það til að byrja á hlutum og ef þeir eru ekki eins spennandi og þeir voru í upphafi þá hætti ég bara, en þess vegna er Gummi í því að klára það sem ég byrja á, svo ég geti byrjað á einhverju nýju. Þetta er mjög hentugt skipurlag hjá okkur því annars væri ekki byrjað á neinu og ekkert klárað!!!! Annars var mjög fínt að sofa uppfrá, eina sem vantar er sturtan þá er þetta perfect.
Æjjjj þá þarf ég að fara að hjálpa manninum í eldhúsinu ohhhhh, leiðinlegasta sem ég geri er að vinna í eldhúsinu, reyndar er allt í lagi að baka en að taka til eftir það ojjjjjj. Ef ég væri með 4 herbergja íbúð þá myndi ég örugglega fá mér einn (svartan) í eldhúsið hehe.

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Va hvad tad er skemmtilegt ad vera i sex ara bekk. Mamma tad er alltaf svo mikid ad gera hja mer. I gaer foru tau i leikfimi og i dag er tad sund!!! Puff va hvad tetta er allt spennandi. Forum i gaer og keyptum nyjan sundbol tar sem bikinid var ordid uppeytt eftir sumarid. Valdi ser rosa flottan appelsinugulan sundbol. AEtli hun se ad komast af bleika-skeidinu sem er buid ad vera vidlodandi sidan hun faeddist. Getur verid. En tad verdur spennandi ad heyra hvernig gengur i sundkennslunni og ad fara sjalfur i sturtu og klaeda sig og muna eftir ad taka allt med heim. Puff hvad madur tarf ad muna eftir miklu!!! Og enginn mamm sem stendur yfir manni og rettir manni buxurnar og segir, jaeja nu skulum vid drifa okkur, sem endar yfirleitt med tvi ad madur er buinn ad klaeda barnid i fotinn!! Hver kannast ekki vad tetta!

Jaeja eg er sem sagt ad spara islensku stafina, buinn med kvotann segir Gummi svo hann akvad ad rusta tolvunni endanlega, en audvitad tek eg tessu med jafnadargedi og tel upp a tiu!!

Eg var ad setja inn myndir fra ferdinni til Berlinar.

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Loksins skilaði maðurinn sér heim!!! Og hvað hann hafði bara hitt Ödda og spjallaði bara smá við hann!!

En allavega við höfðum það þvílíkt gott í gær.....Borðuðum íslenskt nammi sem við fengum frá Helgu systir og drukkum íslenskt kók í dós sem Sigurrós kom með frá Íslandinu góða.....nammmm þvílíkt gott var alveg búin að gleyma hvað kók heima er ferlega gott. Gummi sá um að skipta hnífjafnt í glösin og ég skar villiköttinn í tvo (næstum) jafn stóra bita!! hehe Gummi veit það ekki en minn var aðeins stærri. Þvílík gott mar. Takk fyrir veitingarnar Helga og Sigurrós.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Ótrúlegt hvað maðurinn getur talað!!!

Gummi skapp hérna út í búð ( sem tekur varla mínútu) til að kaupa mjólk, núna einni klukkustund seinna er hann ekki kominn heim..................og ég er auðvitað búin að hlaupa út í búð og ná í það sem mig vantaði!!! Er þetta nú hægt? Hann hefur örugglega hitt einhvern voða skemmtilegan til að tala við.

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Þá er helgin auðvitað liðin og komin mánudagur enn og aftur, við brunuðum til Köben á föstudag til þess að hitta Helgu, Þórir og Fjalar Hrafn sem voru að flytja. Frábært að fá þau í hringjaíáhverjumdegifæri. Litli prinsinn er auðvitað algjör engill og Ársól var rosalega hrifin af honum. Fékk að keyra vagninum hans, halda á honum og allt. Ekkert smá montin. Það er líka ekkert smá flott að vera stóra frænka. Þá er maður orðinn frekar stór. Við fórum auðvitað í verslunarleiðangur í Kristjaníu og skoðuðum þar fulla grænlendinga. Kíktum í tívólífið og borðuðum DOMINOS nammm. Frábær helgi

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Tíska og aftur tíska

Ég fór í verslunarferð í morgun niður í miðbæ Odense, varla frásögu færandi nema í einni búðinni kom rosa vingjarnleg búðarstelpa og spurði hvort hún gæti aðstoðað mig?? Já já fínt að fá aðstoð þegar maður er að hefja mikla og erfiða leit að gallabuxum..............ég sagði henni að mig langaði í svona frekar dökkar gallabuxur, hvort hún ætti svoleiðis?? ......................................Nei það er ekki til í okkar verslun sagði hún og bætti síðan við " Svoleiðis er ekki í tísku núna!!!!"
Ég er sem sagt bara algjör lúði að vera að leita mér af vitlausum gallabuxum!! Svona er veröldin í tískuheiminum grimm og auðvitað fór ég tómhent úr þessari búð, en bætti það bara upp í þeirri næstu hehe.

Tíska og aftur tíska

Ég fór í verslunarferð í morgun niður í miðbæ Odense, varla frásögu færandi nema í einni búðinni kom rosa vingjarnleg búðarstelpa og spurði hvort hún gæti aðstoðað mig?? Já já fínt að fá aðstoð þegar maður er að hefja mikla og erfiða leit að gallabuxum..............ég sagði henni að mig langaði í svona frekar dökkar gallabuxur, hvort hún ætti svoleiðis?? ......................................Nei það er ekki til í okkar verslun sagði hún og bætti síðan við " Svoleiðis er ekki í tísku núna!!!!"
Ég er sem sagt bara algjör lúði að vera að leita mér af vitlausum lit á gallabuxum!! Svona er veröldin í tískuheiminum grimm og auðvitað fór ég tómhent úr þessari búð, en bætti það bara upp í þeirri næstu hehe.

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Súkkulaðipróf

Ég tók svona próf sem segir hvernig persóna þú ert eftir því hvaða súkkulaði þér þykir best og ér er sem sagt:

VILLIKATTAR PERSÓNAN:

Þú ert íþróttafrík, og þar skiptir nafn íþróttarinnar litlu máli. Ef þú getur, tekur þú þátt í þeim, annars nýtur þú þeirra sem áhorfandi. Þegar íþróttirnar eru á...ræður ÞÚ yfir fjarstýringunni´

Þetta er algjört bull próf, nema að ég ræð reyndar yfir fjarstýringunni og ef það vill svo til að það séu íþróttir í sjónvarpinu, sama hvaða nafni íþróttin nefnist þá er ég fljót að skipta um stöð.

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Það er alveg að koma föstudagur og þá ætlum við að fara að taka á móti Helgu systir, Fjalari Hrafni og Þóri, því þau eru að flytja til Kóngsins Köbenhavn. Jibbíííí. Þá fæ ég lika að sjá litla frænda í fyrsta sinn. Hlakkar svo til..... Við ætlum að bruna eftir vinnu á föstudag og vera alla helgina, Helga þið losnið ekkert við okkur!!!

mánudagur, ágúst 11, 2003

Ich bin ein kugelschreiber

Þessi fræga setning kom sko að góðum notum í Þýskalandi, okkur vantaði sem sagt penna og Gummi var ekki lengi að sletta þessari setningu framan í þýskarakonuna sem afgreiddi okkur. Ég hélt að það myndi líða yfir hana....en svo útskýrðum við fyrir henni að okkur vantaði bara kugelscreiber ekki að við værum pennar!! Ach so !!!!!!!!!!!þá skildi hún okkur loksins. Frábær frasi sem er meira að segja hægt að nota í útlandinu.

Nú er lífið hér í Danmörkinni allt að falla í fastar skorður og Ársól er komin á fullt í skólanum, kemur heim á hverjum degi með nýja fróðleik, mamma í dag lærðum við að við eigum alltaf að rétta upp hönd þegar við viljum segja eitthvað eða spyrja, já eða allir nema ég ??? Bíddu við af hverju þarft þú ekki að rétta upp hönd?? Bara af því ég segi ekkert!

Annars erum við eiginlega alltaf á ströndinni núna, því það er svooooo heitt og best að vera þar sem maður getur kælt sig niður. Ahhhhh skellt sér í sjóinn á milli þess sem maður flatmagar á ströndinni. Gerist ekki betra.

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Vá ég er ekki að virka í þessum hita. Það er 29-30 stiga hiti og það er mikill raki svo ég er bara alveg að kabbna........af hverju ertu svona blá???

Annars er ég búin að vera voða dugleg að vera upp í húsi og er að mála klósettið, svaka gaman hjá mér. Ég byrja ekki í skólanum fyrr en 1. sept. svona núna er þetta bara algjör sæla. Annars gengur svo rosa vel hjá Ársól í skólanum og ég fer bara með hana á morgnanna og sæki hana í firtids. Ekkert mál. Kannski ég ætti þá að fara að tala við prófessorinn þarna á spítalanum. ekki svo galin hugmind, æiiii nei geri það í næstu viku. Á morgun segir sá lati, í næstu viku segir Freyja!!

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Skólafólk er skemmtilegt fólk!!

Jæja þá eru allir meðlimir þessarar fjölskyldu orðnir nemar, fyrsti dagurinn í skólanum hjá Ársól gekk vonum framar og það voru nokkrir krakkar í bekknum hennar sem hún kannaðist við, ein íslensk stelpa ssem hún þekkir aðeins og einn sem var í leikskólanum hennar. Hún fékk síðan að fara í fritids og var eiginlega ekkert tilbúin að fara heim, þegar ég var að fara heim........... Svo það lofar góðu. Á morgun eiga þau svo að fara í leikfimi og á fimmtudag er sundkennsla. Vá ég fæ bara sting í magann út af þessu öllu saman. Mér fannst ég vera svo stór þegar ég fór ein í sund og svona en hún er bara ennþá frekar lítil.......allavega í mínum augum.

mánudagur, ágúst 04, 2003

Vá hvað það er nú spennandi að byrja í skóla

Allavega þegar maður er að byrja í 0. bekk. Þvílíkar pælingar í gangi og frekar erfitt að sofna. Mamma ég ætla að klippa út blað og skrifa 8, 6 og 4 á það.............því ef kennarinn spyr mig kannski hvað er 4+4 mikið þá sýni ég honum bara blaðið!!! Fyndnar pælingar sem eru í gangi þegar maður er að verða sex ára.

Þegar við komum úr ferðalaginu fór Ársól að sýna Natalíu vinkonu sinni allt sem hún fékk í ferðinni, og yfirleitt var það " Vala gaf mér þetta og þetta...."
Ársól: hún gaf mér bara allt sem ég bað um.
Natalía: Váááá rosalega er hún góð
Ársól: jáháhá hún er alveg best

Vantaði bara "eitthvað annað en mamma og pabbi...."

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Ég er komin heim í heiða dalinn...........ef hægt er að tala um dal hérna á kollegiinu. Við fórum í svaka fínt ferðalag niður til Berlínar og skoðuðum okkur þar vel um. Skoðuðum múrinn eða það sem eftir er af honum og Austur og Vestur hluta Berlínar. Þetta var frábær ferð og við höfðum góða ferðafélaga, því Vala og Árni komu í heimsókn og skelltu sér með okkur niður eftir. Frábært að hafa þau með, ég held reyndar að við höfum verið ansi harðir húsbændur því þau voru rekin á fætur snemma á morgnana og fengu engan frið fyrir okkur. Við prufuðum mörg tjaldstæði og þau voru mjög mismunandi. Á því fyrsta var fengum við góða heimsókn því um morguninn var moldvarpa komin í heimsókn í fortjaldið okkar og hún var á fullu að grafa. Á öðru tjalstæði signdum við í kaf og það voru grafnir skurðir í kringum tjöldin svo þau flytu ekki í burtu. Á síðasta tjaldstæðinu þurftum við að smala- reyndar ekki kindum eins og oft á Íslandi, heldur var þetta froska smölun. Það var allt krökt af þeim og varla hægt að reka niður tjaldhælana..............Mjög akrautleg tjaldútilega hjá okkur.