Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 28, 2005

Er ekkert búin að minnast á hvað ég var að bralla síðustu helgi...kannski af því að ég er enn að ná nætursvefni upp...hehe

Við fengum nefnilega þessa tvo yndislegu gesti í heimsókn, sem báðir eru undir einum metra og tala tungumál sem einungis tveir fullorðnir skilja. Jú þetta voru þau systkinin Auður Ísold 11 mánaða og Fjalar Hrafn 26. mánaða. Þetta voru rosa skemmtilegir gestir og svolítið öðruvísi heimsókn heldur en við erum vön. En ekki slæm. Þau komu til okkar á laugardeginum og það voru pínu skringilegir foreldrar sem keyrðu í burtu á Ivarsveginum, ekki mjög vön að skilja börnin sín eftir yfir nótt.
En þetta gekk allt saman rosalega vel og Ársól stóð sig eins og hetja og sá að mestu um Fjalar á meðan við Gummi reyndum að hafa ofan fyrir Auði. Ársól var líka búin að hlakka lengi til að fá að spreyta sig á barnapíu hlutverkinu. Við fórum heimsóttum nokkra leikvelli og fórum eina ferð í kolonihaven þar sem var hægt að drullumalla og sulla. Frekar ljúft. Vorum ansi þreytt á sunnudeginum þegar foreldrarnir birtust seinnipartinn, enda erum við alveg dottin úr æfingu að hlaupa á eftir svona litlum gríslingum.

Í gær fór ég síðan á hið vikulega desperate housewifes kvöld hjá Berglindi. Við sitjum alveg heillaðar og spenntar yfir hverjum þætti og megum ekki missa af neinu. Versta við það er að á undan þættinum er þáttur um hvað maður á ekki að borða til þess að verða ekki alveg spikaður. Svo horfir maður með stóru samviskubiti á nammiskálina sem stendur saklaus á stofuborðinu og auðvitað verður maður að smakka...bara nokkra það getur varla sakað....fer bara í megrun í næstu viku, já eða það er kannski bara betra að byrja um áramótin.... það er alltaf góð leið. Frekar fyndið og smá halló líka, en skemmtilegt.

Adios félagar og munið það er að koma helgi...íhaaa

föstudagur, september 23, 2005

Verð að deila þessu með ykkur...

Ég þekki eina stelpu sem þekkir stelpu sem þekkir aðra stelpu sem á vinkonu....nei ekki alveg svona langsótt, en málið er að ég á vinkonu sem er ólétt og hún á vinkonu sem er nýbúinn að eiga. Þær vinkonurnar eiga báðar kærasta og hafa átt í nokkur ár, en eru með aðskilinn fjárhag. Allavega, þær voru að ræða málin hvað þetta væri allt saman órtrúlega ósanngjarnt, þe þegar konan er ólétt þá þarf hún að kaupa sér ný föt, og það eru nú enginn smá útgjöld sem konan fær. Eftir fæðingu er auðvitað ekki hægt að nota óléttufötin þar sem þau eru huges og ekki er hægt að fara í gallabuxurnar sem voru notaðar fyrir óléttu þar sem þær hafa minnkað allt of mikið í þvotti, svo þá verður að fara í búðina og fjárfesta í nýjum alklæðnaði og fyrir þá óheppnustu þá verður algjörlega að skipta út öllum fötunum. En málið er að þeim finnst ótrúlega ósanngjarnt að konan ein beri allan kostnað við þessi aukaútgjöld.....og eru þess vegna með það á prjónunum um að biðja mennina sína hvert þeir vilji taka þátt í þessum kostnaði................hallóóóó hvað er að gerast maður, þið eruð búin að taka sameiginlega ákvörðun um að stofna fjölskyldu er þá ekki kominn tími á að hafa hlutina sameiginlega. Vááá ég átti eiginlega ekki til eitt orð, get ekki skilið að það geti verið gaman að setjast niður á kvöldin og fara yfir reikninga og telja hrísgrjónin sem hinn aðilinn borðar í kvöldmatinn og borga eftir vigt, þe sá sem borðar meira hann borgar meira.

Nei ég held ekki að það gangi, ekki allavega hérna á þessu heimili, nennið fyrir svona veseni er ekki til staðar.

En að allt öðru; ég var svo heppinn að ég var klukkuð tvisvar meira að segja, sem þýðir að ég á segja frá 5 gagnlausar upplýsingar um mig hér koma þær:

1. ég er ekki frekja bara smá ákveðin...tvennt ólíkt
2. Elska að fara í rólustökkvikeppni við stelpurnar á Raskinu í háum hælum....
3. Sakna þess að segja Helgu systir ljótar sögur á kvöldin þegar við áttum að fara að sofa, hún ver svooo trúgjörn og vað alltaf skíthrædd. Nú ef ég reyni að segja Gumma svona sögur er ég sú eina sem verður skíthrædd og get ekki sofnað...
4. Elska að vera heima á Hornafirði og horfa á fallegu fjöllin þar allt um kring, er með smá heimþrá í dag.
5. Er algjör sveitalúði sem finnst flott að vera í gúmmitúttum.

Já þá hafið þið það...mjög gagnlegar upplýsingar, vona að þær verði ekki notaðar gegn mér, já og nú er komin röðin að mér að klukka, ég ætla að klukka Helgu sys, Viktoríu og Möttu....

Góða helgi

mánudagur, september 19, 2005

Afmælið búið og heppnaðist vel í allastaði. Það var þreytt en alsæl átta ára stelpa sem skreið upp í rúm á föstudagskvöldið, og enn þreyttari foreldrar.

Bekkurinn kom, sá og sigraði, fórum í fullt af útileikjum, hornabolta, einskonar sto og reipitog, svo það vantaði ekki fjörið. Svo komu þægilegu gestirnir, þe íslensku krakkarnir með gæslumenn með sér. Það var setið og kjaftað fram á kvöld-mjög notarlegt.

Fórum í MGP partý til Óla og Jóu, MGP er svona júróvision fyrir krakka. Stelpurnar voru auðvitað rosa spenntar en einhverra hluta vegna voru það foreldrarnir sem entust til loka og börnin voru farin í kubbó inn í herbergi....og misstu af vinningshafanum... gaman af því.

miðvikudagur, september 14, 2005

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Ársól
hún á afmæli í dag.
Hún er átta ára í dag
hún er átta ára í dag
hún er átta áraí dag
hún er átta ára hún

Ársól har fødselsdag det har hun jo og det er i dag,
Ársól har fødselsdag det har hun jo og det er i dag,
Hør nu her hvordan vi klapper vel
klapp klapp klapp klapp..

I dag er det Ársóls fødselsdag hurra hurra hurra
Hun sikker sig en gave får som hun har ønsket sig i år
Med dejlig chokolade og kage til

Váá hvað ég á stóra stelpu, hún er orðin átta ára. Vááá ótrúlegt. Við vöknuðum rétt yfir sex og vöktum Ársól með pökkum í rúmið. Hún rétt náði að strjúka stýrurnar úr augunum áður er hún byrjaði að kíkja í pakkana. Náði að opna tvo, í þeim seinni var lego og þá var stoppað og farið að byggja, og það var byggt og byggt og byggt enda rosa erfitt lego hús sem var í kassanum, náðum bara að gera hundahúsið og grunninn áður en við þurftum að drífa okkur í skólann. Hinir pakkarnir fá að bíða þar til við komum heim úr skólanum. Á morgun verður síðan haldin afmælisveisla, þar sem öllum bekknum er boðið og síðan koma íslensku vinirnir þegar bekkurinn fer. Verður örugglega mikið líf og fjör í húsinu.

Vona að þið eigið góðan afmælis-dag í dag, og borðið góðar kökur í tilefni dagsins, ég fæ allavega vöflur með rjóma og sultu nammm.

miðvikudagur, september 07, 2005

Hvað er betra en að hjóla í skólann með U2 stillt á hæsta í headfónunum. Er allavega vel vakandi þegar maður mætir í vinnuna og í góðum gír. Notarlegt. Annars er nú líka ansi notarlegt að það styttist óðum í helgina, og þá verður gert eitthvað sniðugt að vanda og síðan í næstu viku er stærsti dagur ársins hjá fjölskyldunni. Átta ára afmæli.....váááá búið að senda út boðskort til allra í bekknum og nú verður ekkert rólegheita stelpupartý, bara fjörugt krakkaafmæli. Strákarnir í bekknum eru 13 og stelpurnar eru 7 svo það verða eflaust mikil læti. Tilhlökkunin er að færast hættumörkum....eins og þið getið ímyndað ykkur.

Þar til síðar...

mánudagur, september 05, 2005

Andinn hefur ekki enn fundið mig, en hann er þarna úti enn að leita...en þar til verð ég nú líka að skrifa pínu pons.

Áttum ferlega góða helgi og afrekuðum ótrúlegustu hluti, eins og td að þvo bílinn okkar og bónann. Það hefur nú ekki gerst í há herrans tíð og líður eflaust langt þar til verður gert næst.

Á föstudaginn fór ég í vinnupartý já eða kannski betra að kalla það óvissuferð. Mættum fyrir utan Dalumhallen og þar vorum við hituð upp og látin hlaupa þar til svitinn lak af okkur. Því næst var farið í strandblak, vá hvað það er erfitt að hlaupa svona í sandinum-maður sér boltann koma og ætlar að hlaupa til, en hvað svo ekkert gerist fæturnir sökkva í sandinn og þú hreyfist ekki spönn, ekkert smá fyndið og rosa skemmtilegt. Lékum 3x20 mín. og við töpuðum öllum leikjunum okkar, samt var okkar lið langbest...skil þetta ekki. hehe Við ummum reyndar bjórdrykkjukapphlaupið...eins gott líka.
Eftir að vera búin að hrista mesta sandinn úr brókunum fengum við rosa góðan indverskan mat og ýmislegt skemmtilegt brallað, það var nú reyndar enginn vatnsslagur í þetta sinn en það verður tekið næst.

Laugardagurinn var tekinn í að læra og læra og svo hitti ég hina upp í koloni þar sem við grilluðum okkur aðeins í sólinni. Kíktum á Olgu og Gunna í Horsens á sunnudaginn og gerðum heiðarlega tilraun til að tæma ísskápinn þeirra, gekk ansi vel hjá okkur! Fórum allavega pakksödd frá þeim. stelpurnar léku sér á fullu og máttu varla vera að því að koma inn og fá sér ís með SÓSU, mmmm heitri sósu. Við vorum eins og fávitar sem höfðum aldrei smakkað svoooona góða heita sósu, var eiginlega borðuð heit sósa með ís en ekki ís með heitri sósu. Gæti ekki verið betra.

fimmtudagur, september 01, 2005

Svaka gaka er ég eitthvað óvirk hérna.

Er auðvitað búin að fá fólkið mitt heim og er alsæl með það. Ársól var rosalega glöð að sjá allt dótið sitt og er búin að eyða talsverðum tíma inn í herbergi í leik. Hún byrjaði síðan í skólanum á mánudaginn síðasta og það var ansi erfitt að fá fólk á fætur, enda búin að vera í sumarfríi í 2 mánuði, lúksus líf á dömunni.

Ég er bara að rotna smá saman niðrá spítala, er búin að hreiðra ágætlega um mig upp á net-cafe og þar húllar og búllar allt í fjöri. Vildi að ég gæti séð fyrir endann á þessu en það verður vonandi innan tíðar. Ekki meir um það.

Annars gerist eitthvað voða lítið sem er markvert að segja frá, get ekki einu sinni talað um veðrið því ég veit eiginlega ekkert hvernig það er. En Ársól fór í pilsi í morgun svo það hlýtur að hafa verið von á góðu veðri.

Þar til andinn kemur yfir mig....