Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, júní 28, 2005

Mikið var nú hressandi að fá gesti.

Vala, Steini, Elísa og Lára komu til okkar á fimmtudagskvöldið, eftir að hafa tekið langþráð spjall gat Vala auðvitað ekki stillt sig og gerði óspart grín af okkur hvað við tölum asnalega.......hva meinar konan eiginlega með þessu!!! Málið er bara að þegar maður er að tala við fólk hérna þá tekur enginn eftir því þótt maður mixi dönskunni saman við, en þau tóku svo sannarlega eftir þessu. Við hljómum eins og sá sem fór til Ameríku í 3 mánuði og kom ótalandi á íslensku tilbaka.... Nei en annars er ég búin að vera að vanda mig óstjórnlega mikið eftir þetta grín og það er nú ekkert auðvelt. Nú verður tekið átak í réttri íslensku og mamma á örugglega eftir að taka okkur smá í gegn þegar við komum heim í sumar.

Auðvitað var stanslaust prógram um helgina og náðum við ótrúlega miklu. Fórum í rennibrautagarð í 30 stiga hita og það var yndislegt að kæla sig niður í lauginni, brenndum yfir grænsann og náðum okkur í ölbirgðir og nautakjöt með meiru. Fórum í Ljónagarðinn annan daginn og grilluðum geggjuð svínarif í kvöldsólinni innan um ljón, apa og gíraffa. Létum síðan sólina baka okkur á ströndinni við Hasmark. Fólk var því ansi vel sólað og útiveðrað eftir helgina. Gummi er ansi vel sólbrunninn á bakinu, er eiginlega ´sjálflýsandi!! Ég hinsvegar er ekki skaðbrunnin(ótrúlegt en satt) erbara með endalaust margar freknur sem hljóta bráðlega að vaxa saman.

Þetta var frábær helgi og verður pöntuð aftur við fyrsta tækifæri, takk fyrir komuna krakkar.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Í lífsins ólgusjó...

Sveiflurnar hérna í vinnunni eru gífulegar þessa dagana. Í gær lék allt í lyndi og allt gekk rosalega vel og við vorum auðvitað í skýjunum yfir því, en það er nú annað hljóð í horni í dag. Ekkert gengur upp og það sem gekk svoooo vel í gær gengur ekki í dag. úfffff hvernig á maður að þola þessar sveiflur, annað hvort kemur maður heim svoleiðis úber glaður eða þá hálfskælandi.

Sögulegum hápunkti dagsins er vonandi náð (sjö níu þrettán), það var þegar (fja...) scanner tölvan brotnaði algjörlega saman, hún þolir greinilega ekki þetta álag sem hefur verið á henni undanfarna daga....blessunin. Shit maður það er nefnilega algjörlega bannað að eiga í svona tæknilegum vandræðum í miðri rannsókn, arrrrrg. En eftir miklar þjáningar og kvalir (hjá mér) tókst Sören tölvukalli að redda henni (tölvunni) og ég get haldið áfram, fjórum klukkutímum seinna! Núna má allt gjarnan virka það sem eftir er dagsins því annars er ég hrædd um að næsta blogg verða frá geðdeildinni.

En svona er nú lífið í Odense, allur tilfinningaskalinn tekinn með trompi á hverjum degi. Gummi og Ársól eru komin í sumarfrí og þau eru svo sannarlega að njóta þess. Gummi kláraði prófin á þriðjudaginn og að því tilefni var efnt til grillveislu í garðinum ásamt skólafélögunum. Ársól safnar bara sólbrúnku og ljósara hári þessa dagana þar sem það er 22-25 stiga hiti og sól. Ekki amarlegt. Ég er ekkert að hætta á það að láta sólina sjá mig og held mig þess vegna mest innandyra(í vinnunni). Sem er kannski ekki það skemmtilegasta, væri alveg til í að fá fleiri freknur og brenna smá á öxlunum. Það er nefnilega ekki möguleiki að vera brúnn þegar maður er ekta rauðhúðaður íslendingur eins og ég!!

Annars er von á gestum um helgina, Vala og familie er að koma í kvöld og verða fram á mánudag. Æjjj hvað við ætlum að hafa það skemmtilegt.

Þegar ég er búin hérna er ég komin í þriggja daga frí og ætla að njóta þess ærlega.

Eigið þið góða og sólríka helgi...

fimmtudagur, júní 16, 2005

Einn, tveir, þrír renna...

Ég hjólaði á eftir einni svoooo fyndinni konu í morgun. Hún hefur þessa líka fyndnu hjólatækni. Fyrir utan það að vera með sokkana auðvitað vel bretta yfir buxurnar þá notar hún sérstakan takt þegar hún hjólar. Hún ýtir á petalana (já svona eins og flestir gera) en í þriðja hvert skipti þá ýtir hún mjög fast og lengi og hangir þeim megin í smá tíma. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur, einn tveir því og renna. Við þessar hjólaaðferðir svingar hún fram og tilbaka á gangstéttinni og það er eiginlega engin leið að fara fram úr henni....fyrir utan það að maður er auðvitað alveg í krampa og á bágt með sig ekki að byrja að hjóla eins og hún!

Ársól er alveg að verða komin í sumarfrí, skólinn klárast á föstudag og í þessari viku hafa þau verið að flytja yfir í nýja skólastofu, milli þess sem þau hafa verið í ferðum hingað og þangað. Hún ætlar síðan að vera í fritids þar til pabbi hennar er kominn í frí 22 júni og þá verða þau bæði í fríi. ahhhh hvað það verður notarlegt! Gummi fer síðan að vinna 9 júlí og þá vantar okkur barnapíu til 18 júlí, er ekki einhver sem á ungling sem vill endilega kíkja til DK á þessu tímabili, já eða ömmur og afar/frænkur og frændur.......það vill ekki svo heppilega til að þið séuð laus á þessum tíma?

heyri í ykkur

laugardagur, júní 11, 2005

Skrámaðir lófar og þreyttir lærvöðvar..

Já ekki hægt að segja annað en að maður sé hálf lurkum laminn eftir daginn. Við mæðgurnar fórum á sommerfest í skólanum. Hófum daginn snemma þar sem það átti aðbyrja að stilla upp kl 8:30 ( sem er auðvitað svívirðilega snemmt á laugardegi) en allavega við mættum og það var hafist handa að gera allt klappað og klárt áður en hinir mættu á svæðið kl 11. Ég var með einn bás -leikjabás- þar sem var keppt í hinum ýmsu leikjum. Fórum í reipitog, þar sem lófarnir og lærin fengu aðeins að kenna á því. Síðan var farið í rjómamataðumig keppni, og stóladans og fleira skemmtilegt. Heppnaðist allt mjög vel og allir voru ánægðir! Nik og Jay stjórnuðu síðan geiminu og tóku auðvitað du er så lækker, lækker, við góðar unditektir....þeir eru frekar flottir strákarnir!

Í gær náði ég að draga smiðinn/píparann/málarann/eldabuskuna/nemandann út að smíða búr fyrir Óskar. Óskar fékk að prufukeyrahúsið í dag og náði að sleppa...auðvitað. Vorum nefnilega ekki alveg búin með allt, vantaði eina hliðina og við höfðum bara stillt upp plötu við endann og héldum að það gæti alveg haldið kanínunni inni. Nei nei platan náði ekki alveg alla leið upp (vantaði bara smá upp) og haldið þið ekki að hann hafi ekki bara stokkið þar í gegn, pilturinn. Hann er svooo klár. En sem betur fer var Ársól klárari því hún hafði bundið hann líka í ólina sína svona til öryggis, hún treysti þessu ekki alveg ( ég var búin að segja að þetta væri algjörlega kanínuhellt búr og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur!) hehe. Hún er farin að þekkja mig, ef hún hefði farið að mínum ráðum værum við sennilega enn að eltast við kanínuna úti á garði...

föstudagur, júní 10, 2005

Hva er ekkert líf hérna.....

Hef ekki frá neinu að segja og ekkert búin að vera að gera....vááá´hvað ég á mér spennandi líf greinilega. Eiginlega frekar týpísk vinnuvika, mikið að gera og nú er ég alveg hætt að sjá kallinn, fannst ég sjá hann alveg nógu lítið en nú er það eiginlega ekkert.

VIð Ársól förum á sumarhátíð í skólanum hennar á laugardag og ég var víst búin að lofa að hjálpa til, svo það er mæting kl 8:30 og verður örugglega ekki farið heim fyrr en seinnipartinn. Lofaði líka Ársól að hún mætti fara á hestbak á sunnudaginn niðri Faaborg...sjáum til hvernig nennið verður.

Eigið góða helgi... aftur...

sunnudagur, júní 05, 2005

Dágóður flugtúr þetta...

Já ég fékk mér ærlegan flugtúr núna um helgina, langt síðan maður hefur staðið í því.... Fór á helstbak með Knud og Helle og ég fékk hestinn hennar Helle sem er þessi ágæti hestur með þann galla að hann er ferlega hræddur ef hann sér eitthvað óvenjulegt. Og í þetta sinn voru það heill kúaflokkur sem honum fannst eilítið skelfilegar.....vorum á blússandi siglingu og við það bregður beljugreyjunum svo mikið að þær rjúka af stað, og við það hrekkur hesturinn minn í kút og nær að henda mér af baki.....og ekki nóg með það heldur endaði ég þennan flugtúr ofan í drullupolli!!!! sem þýðir að ég var öll útötuð í mold og drullu þegar þessum útreiðartúr lauk. En sem betur fer var þetta ekki svo slæmt, smá aumir vöðvar hér og þar!

Eftir þessa útreið sem ég fékk af þessum hesti dreif ég mig heim, rétt náði að þurrka framan úr mér drulluna og greiða flókann úr hárinu á mér, áður en við Ársól drifum okkur á Åh abe tónleika. Þar voru allir skemmtilegu krakkarnir úr MGP og fullt af fleirum góðum atriðum. Vorum meira að segja alveg upp við sviðið og þar var ágætlega pakkað en við vorum ansi ánægðar með að sjá Cool kids, sem eru bara svo flottir (finnst Ársól) Henni fannst ekki eins mikið varið í B boys sem voru með aðal og síðasta númerið, þá laumuðum við okkur bara og fórum í hoppukastalana, sem áður var búið að vera svooooo löng biðröð í, en núna voru allir að horfa á B boys svo Ársól gat laumað sér inn og notið þess að hoppa og ærslast þar til lokaði. Reyndar var hún síðasti sem fékk að fara inn en hún smeygði sér bara í gegnum hliðið þegar var verið að loka og tók ekki eftir neinu þegar dyravörðurinn reyndi að grípa í hana....hehe búin að læra strax að lauma sér inn. Fínn dagur þrátt fyrir sæmilega flugferð.....

föstudagur, júní 03, 2005

Heimtum barnið heim úr koloni á miðvikudaginn.

Þau voru ansi framlág börnin sem stigu út úr rútinni, þreytt og útitekin en alsæl með lífið og tilveruna. Ársól var rosalega ánægð með ferðina og þegar pabbi hennar spurði hana hvort hún hefði ekkert saknað okkar þá sagði´hún að það hefði verið svo mikið að gera að það hefði ekki verið tími til þess og hún hefði bara saknað okkar smá á leiðinni heim í rútinni. Vá hvað maður heldur alltaf að maður sé mikilvægur....en það er greinilegt að barnið spjarar sig alveg ágætlega án þess að vera límt við okkur. En þetta er hið besta mál og mér finnst frábært að allt hafi gengið svona vel. Nú verður ekkert mál fyrir skvísuna að hoppa upp í flug og fara alein í heimsókn til Íslands. Heldur betur orðið stórt fólk.

Gummi er núna formlega orðinn 33 ára og er komin í ellimannahópinn! Hann fékk líka ellimannagjöf, því við Ársól gáfum honum borvél. Nú hefur hann enga afsökun að geta ekki klárað hin ýmsu verk sem hafa setið á hakanum... svo næst á smíðadagskrá er víst að búa til Óskarsholu, stórt og fínt hús handa Óskari kallinum! Ég vona allaveg að græjan verði betur notuð en síðustu 2 afmælisgjafir....sem voru línuskautar sem er búið að pússa rykið af örfáum sinnum (og það hefur verið ég sem hef fengið þá lánaða) og afmælisgjöf síðasta árs voru snorkgræjur, sem manni er búin að nota einu sinni og nú veit ég ekki einu sinni hvar eru!

En surprice það er að koma helgi aftur, en núna stefnir í rigningarhelgi svo ég held mig innan dyra..

Góða helgi allir