Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, júní 29, 2003

Hjólaæfingar

Hérna á raskinu býr fólk af ýmsum uppruna, fyrir utan alla íslendingana eru spánverjar, kínverjar, færeyjingar, pólverjar, rússar, og nokkrir danir auðvitað. Ég var að horfa á nokkra kínverja sem stóðu í hnapp hérna úti á götu, var að pæla í því hvað þeir væru að gera en svo kom það í ljós að þeir voru að kenna einni í hópnum að hjóla. Þetta byrjaði með því að fjórir kínamenn héldu hjólinu á meðan greyið kínastelpan settist á hnakkinn, síðan fór þessi hersing að mjakast af stað....mér sýndist kínastelpan nú vera dauðhrædd. En eftir tveggja tíma þrotlausar æfingar á gámasvæðinu þá var aðstoðarmönnunum farið að fækka og nú var bara einn strákur sem hélt í bögglaberann og hinir skipuðu fínt klapplið og hvöttu hjólastelpuna áfram.
Minnir mig bara á þegar ég var að læra að hjóla, og pabbi var að hlaupa á eftir hjólinu niður Hæðagarðinn, annað slagið kallaði ég "helduru"??? já auðvitað held ég svaraði pabbi en svo var mig farið að finnast þetta grunsamlegt hvað hann var kominn langt í burtu, varla er hann með svona langar hendur???? og auðvitað þurfti ég að athuga og viti menn pabbi sást hvergi bakvið hjólið og auðvitað fipaðist ég og flaug á hausinn............. áááiiii.

Strandferð og aðeins of mikil sól.

Í gær var svo frábært veður að fjölskyldan ákvað að bregða undir sig betri fætinum og skella sér á ströndina. Keyrðum upp til Kerteminde og fundum okkur góðan sælustað þar sem hægt var að liggja í sólbaði. Fórum auðvitað í sjóinn og við Ársól fórum lengst útí en karlpeningurinn á heimilinu treysti sér ekki, hann vildi ekki bleyta sig, algjör kettlingur, mætti halda að hann hafi verið í lagningu????? Annars var þetta frábær strandferð, en þegar við komum heim komumst við að því að við hefðum verið aðeins of mikið í sólinni þennan daginn, þvi er ég sólbrunnin eins og vant er og Gummi er líka eins og karfi...óvenjulegt að sjá hann roðna. Bítur ekkert á Ársól og gátum ekki séð að hún hefði verið úti.

föstudagur, júní 27, 2003

Puð puð puð

Vinna vinna vinna, var að koma heim úr vinnunni, ferlega borða þessir Færeyjingar mikið af grænmeti og ávöxtum, allavega alveg brjálað að gera hjá mér að pakka grænmeti til þess að senda til þeirra. PÚFF.

Eyrún til hamingju með 30 ára afmælið þitt. Skemmtu þér fallega og vel í kvöld.

fimmtudagur, júní 26, 2003

Ammmmæli og endurkast

Til hamingju með afmælið elsku besta Helga, loksins ertu orðin jafngömul mér, en ekki lengi hehe ég sting þig af eftir tæpa viku......Vona að þú hafir haft það rosa gott á afmælisdaginn ( í gær) en allavega varstu ekki heima þegar ég reyndi að hringja, ég prufa aftur í kvöld.

Það er geggjuð blíða hér núna og ég er búin að vera að bráðna í allan dag. Ég skil ekki hvað málið er með mig og sól, sennilega er ég bara eins og jökullinn, allir sólargeislarnir sem lenda á mér endurkastast af mér og lenda beint á Gumma, frekar fúlt ég vill líka verða brún, en það er víst svona að jöklar verða ekkert brúnir, jú eða kannski bara eftir mikið moldrok- en það er nú kannski frekar langsótt!!!!!!!!! Það væri hægt að nota mig fyrir endurskinsmerki.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Kveðjuveisla fyrir skólakrakka

það var haldin rosa flott veisla á leikskólanum, fyrir þá sem eru að byrja í skóla núna í haust. Ársól fékk diploma for godt samarbejde i Børnehuset Hjertegården. Fékk flottar myndir frá því að þau voru í Køben og líka bréf sem lýsti þeim sem persónum hér er smá úr bréfinu hennar:

Kære Ársól
Ársól dig vil vi huske som den stille pige med det sprudlende humør. Du er jo en islansk pige og har ikke boet så lange i Danmark. Du holdt meget at gynge i gyngen på stuen, så smilede du dit smukke smil og hvis vi var heldige så vi også dine smukke tænder. Dig vil vi aldrig glemme og vi ønsker dig held og lykke i den tid du får i skolen.

Og husk at

Du er smuk som en svane
Og stærk som en isbjørn
At du er dig på din måde
Såden rigtig Ársólargigt

Du er helt speciel
Med dit glade stille sind
dit chamrende smukke smil
Og husk at du er elsket præcis som du er


Mér finnst þetta rosa sætt.

Gummi ýkt duglegur

Hann er það stundum strákurinn, þegar hann tekur sig til og núna er hann einmitt rosa duglegur, hann er að hengja upp rimlagardýnur fyrir stofuna hjá okkur. Svo Portnerarnir sjái ekki þegar þeir ganga HÆGT framhjá, hvað við erum með ótrúlega mikið af ólöglegum varningi hér inni, við erum nefnilega með uppþvottavél, þvottavél og ýmislegt fleira sem notar rafmagn sem þeim finnst ekki vera mjög sniðugt!! En hver fer eftir þessum reglum þeirra???? Ekki við allavega.

Núna er afmælishryna að ganga yfir, Pétur tengdó í gær ( man samt ekki alveg hvað þú ert gamall !) þannig að Pétur til hamingju með afmælið í gær, svo er Helga systir á morgun, hún litla systir mín og í eina viku nær hún að vera jafn gömul mér....... okkur fannst þetta ekkert smá merkilegt þegar við vorum litlar. Svo er stórafmæli hjá Eyrúnu mákonu 27. júní, stelpan verður 30. ára.

mánudagur, júní 23, 2003

Kyngimagnaður nornadagur

Við vorum að koma heim úr grillveislu í garðinum góða, það var nú ekki hægt að segja að það hafa verið sól og blíða, því að ég hef aldrei lent í öðrum eins þrumum og eldingum, héldum að það ætlaði aldrei að hætta. Í dag er Sant Hans dagur sem er hátíðsdagur hér í DK, mig minnir að þetta sé eitthvað út af nornum sem farið var með á brennur og brenndar væntalega, allavega skildi ég útskýringuna á þann veg. Að tilefni hátíðarinnar ákváðum við nokkrir kátir íslendingar að grilla saman ( íslendingar alltaf að grilla, danirnir eru ekki alveg að skilja þetta mál). Fengum fullt ef fólki í heimsókn, Birgitta Toddi, Natalía og Davíð, Guðbjörg og Vignir, Hjördís Anton og Hildur, ANton Már og Erla Rut og Melkorka og Brynja Mjöll. Við borðuðum á okkur gat og meira en það og horfðum á eldingarnar og þegar þrumurnar voru komnar ískyggilega nálægt var forðað sér inn í hús. Það lá við að við yrðum veðurteppt því það var bara ekkert að stytta upp, en endaði með því að allir hlupu út á hjólin sín og svo var brunað heim á kollegi allir hundblautir og skemmtilegir, en þetta var frábært kvöld.

Á laugardaginn var kveðjupartí fyrir tvær sem eru á leiðinni heim, endar með því að maður verður einn eftir!! Var auðvitað tekið vel á því og endað á vertanum eins og vanalega, allavega flestir, en annar sá sem var verið að kveðja laumaðist bara úr partíinu, en það gerði ekkert til við hin skemmtum okkur konunglega. Það er svo fínt að vera ekkert að vinna þá er bara hægt að djamma á virkum dögum líka...........Ekki amarlegt. Þannig að það er spurning um að fara að skipuleggja annað kvöld. Sjáumst þá !!

fimmtudagur, júní 19, 2003

Réttur dagsins

2 eðlur
4 stórir sniglar
nokkrir ánamaðkar
handfylli af drekaflugum og ögn af óþroskuðum eplum

Þetta er afrakstur garðvinnunnar í gær, búin að grandskoða öll þessi dýr ( og ávexti) og eiginlega meira en ég vil, er ekkert allt og hrifin af þessu.......(allavega ekki dýrunum).....en það var rosa skrýtið að láta eðluna skríða á sér, eins og hún sogaði sig fasta við mann, skrýtið.
En það er eiginlega ekkert að gerast hér núna, Gummi þykist vera búinn í prófunum en hann á eftir að fara í eitt próf á morgun og er nú ekkert allt of duglegur við að lesa......erum bara búin að vera að leita af vinnu út um allar trissur, bara ekkert að hafa svo það endar með því að við verðum að fara að lifa á því sem við fáum úr garðinum, ég pant borða eplin, þau geta borðað restina. Núna er Ársól á leik´skólanum, það er kveðjuveisla fyrir krakkana sem eru að byrja í skóla. Rosa spennó að vera orðin svona stór, en ég fæ bara sting í magann þegar ég hugsa um að hún sé að fara í skóla.....

Loksins loksins loksins

Ég vissi að það tækist að koma drengnum ( Sigga bróðir) í samband við umheiminn, svo núna getum við sko spjallað saman hér á veraldarvefnum. þú í Færeyjum og ég í DK og svo verður Helga komin hingað eftir 2-3 mánuði, svo Ása og Eydís verða einar eftir...buhuuuu. Vona að m&p verði ekki rosa einmana heima. En við verðum bara að vera dugleg að skreppa í heimsókn.
Væri nú alveg til í að kíkja heim núna, allir á kollegiinu eru að fara heim, sumir að flytja og aðrir að fara á hótel mömmu. Ekki amarlegt

þriðjudagur, júní 17, 2003

Gleðilegan 17. júní

Vá þvílík leti........algjör skrifleti í gangi. En nú er ég búin í prófunum loksins, og það er komin sautjándi júní, við tókum smá forskot á sæluna og héldum upp á 15. júní, það var alveg fínt fengum grillaðar pylsur og íslenskt nammi, fórum í hlaupískarðið og reipitog........og fullt meira. Fengum meira að segja smá rigningu í lokin bara svona til að toppa það, má nú ekki vera 17. júní hátíð án rigningar...... Vona nú að það rigni ekki mikið á ykkur í dag heima á Íslandi. Ársól finnst það nú frekar halló að fara á leikskólann í dag....en það er 17. júní af hverju er ekki bara frí????? já það er spurningin, kannski við förum bara aðeins í heimsókn á leikskólann og kíkjum hvort það séu komnar myndir frá ferðinni til Köben.

laugardagur, júní 07, 2003

Skautaför í eldhúsinu !!!!

Já ég er ekki að grínast, Gummi er alltaf að æfa sig að skransa á nýju línuskautunum og það eru komin þvílík skautaför í dúkinn....veit nú ekki hvað portnerarnir á kollegi-inu segja við þessu. Ekki einu sinni hægt að kenna krökkunum um þetta. Í dag þegar ég kom heim þá var hann búin að gera þvílíka skíðabraut í stofunni, með viftuna og lampann og þarna brunaði hann fram og til baka úr forstofunni og inn í herbergi. Já ég veit að þið trúið því ekki en srákurinn er kominn á fertugsaldurinn .................

Grasið er nú alltaf grænna hinum megin.......
Allavegana er íslenski fiskurinn sá allra allra allra besti sem til er, af því hann veiðist bara við ÍSLAND, fæst svo ekki hérna í henni Danmörku sem er nú annars bara frekar græn þessa dagana. Við vorum sem sagt að borða alíslenskan fisk sem tengdó voru að senda okkur, nammi namm var ekkert smá ljúffengur. Takk fyrir sendinguna Magga og Pétur.

Við fengum rosa skemmtilega heimsókn í dag. Gulli, Elín og börn komu til okkar og við fórum í bústaðinn og grilluðum í hádeginu. Það var rosa gaman að hitta þau aftur.

Úbbbs nú eru slagsmál í eldhúsinu svo ég verð að fara að skakka leikinn.

mánudagur, júní 02, 2003

Var eiginlega pínu fegin að vera útlendingur í dag. Ársól er búin að fá miklar aðvaranir um róna sem eru hér og þar um bæinn. Í búðinni var einn "venjulegur" karl að kaupa sér nokkra bjóra........ MAMMA er þessi maður róni.................hann kaupir svo mikinn bjór. Bara fegin að karlgreyið skildi ekki baun af því sem við vorum að tala um. Stundum gott að vera bara útlendingur!!

Hann á afmæli í dag hann á afmæli í dag hann á afmæli hann Gummiiiiiii,

hann á afmæli í dag.... Hann er aðeins eldri heldur en í gær, en ekki svo mikið. Við vöknuðum fyrir allar aldir til þess að Gummi gætu nú tekið upp pakkann sinn áður en hann færi í próf. Og hvað haldið þið að hafi leynst í pakkanum.....línuskautar og núna er hann úti að æfa sig. Hann er bara nokkuð seigur strákurinn. Þau taka sig rosa vel út feðginin þarna úti, veit ekki hver er að passa hvern þarna.