Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, apríl 26, 2008

Framkvæmdirnar halda áfram...

Eftir tveggja ára bið var loksins komið að því að setja upp trampolinið sem Ársól hefur safnað sér fyrir...Langþráð stund orðin að veruleika...


Gætt sér á heitu kakó og samloku eftir mikla vinnu. Setið á framlengingarkefli og málningardós notuð sem borð.Hæð tvö komin að hluta til upp og gluggar í neðri hæðinafimmtudagur, apríl 24, 2008

Nýjar myndir af höllinni....


Hér sjást nýju gluggarnir sem við settum í bílskúrinn síðustu helgiog hér sjást þeir enn betur....

líka komið gólf..


allt að gerast eins og sést. Núna eru einingarnar fyrir efri hæðina komnar á staðinn og verða vonandi settar upp í lok vikunnar eða byrjun næstu. Þá er bara að smella þakinu á og flytja inn...já eða þegar búið er að steypa gólfið, leggja raflagnir og pípulagnir og allt hitt sem ég kann ekki nefna!!

Í tilefni sumardagsins fyrsta erum við Pésalingur heima þar sem sá síðarnefndi er lasinn enn eina ferðina. Gleðin er við völd á heimilinu eins og þið getið ímyndað ykkur.

Gleðilegt sumar alle sammen

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Hef mjög oft velt því fyrir mér að fá mér svona þrifakonu sem myndi koma heim til mín á föstudögum og taka íbúðina í gegn....hef ekki enn látið verða af því, en það gerist einn daginn þar sem ég er algjör letihaugur með moppu og tusku. Annað sem ég hef líka verið að velta fyrir mér það er hvort ég geti ekki látið þrifakonuna blogga fyrir mig í leiðinni, er orðin óhemju löt við það líka....en það er bara spurning á hvaða tungumáli þá yrði bloggað!!

Síðan síðast þá hefur frúin haft ýmislegt fyrir stafni, verið hjúkrunarkona yfir lösnum börnum og manni, gefið hóstasaft, þurrkað svita og huggað. Verið þrifakona í kringum alla lasarusana sem ekki gátu staðið í lappirnar til að laga til í kringum sig. Smiður, þegar öllum batnaði þá kom smiðurinn upp í konunni og hafði það af að setja fjóra glugga í bílskúrinn með aðstoð eiginmannsins. Gerðist eina helgina líka djammari og fór á ball með Sálinni, þeir voru ágætir en ég skemmti mér konunglega ásamt góðum vinkonum. Okkur fannst þeir vera orðnir hálf gamlir Sálarmeðlimirnir þar sem við ungu skvísurnar erum ekki mikið fyrir svona heldri menn!! Fórum í skemmtilega keppni sem Arna vann með yfirburðum!! Að síðustu brá ég mér í gervi sjúklings og tók pestina sem hinir gemsarnir hafa verið með og er því enn með hausinn fullan af hori. Næsta skref er að gerast hundaeigandi....erum farin á stúfana og erum með eina tegund í sigtinu og nú er bara að vona að úr rætist hjá okkur í þeim efnum.

Það orð sem sameinar öll þessi starfsheiti = þrifakonan/smiðurinn/hjúkkan/djammarinn/hundaeigandi er að sjálfsögðu MÓÐIR!! Var að velta fyrir mér að setja það sem starfsheiti við nafnið mitt í símaskránni...

Svoleiðis er það nú í pottinn búið....

heilsa ykkur þar til síðar

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Framkvæmdamyndir


Hér koma svo loksins myndir af slotinu...já eða því sem komið er upp af því og mannskapurinn sem kemur að framkvæmdunum!!
Þrælarnir okkar þeir Eggert og Grétar járnabinda í bílskúrnum.


Pétrarnir hvíla lúin bein.Krakkapakkarnir láta sig að sjálfsögðu ekki vanta í fjörið.