Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, maí 31, 2008

Flutt úr Eyktarásnum!!

Ohhh þvílíkt notarlegt að vera búin að skila íbúðinni af okkur. Bæði gærdagurinn og dagurinn í dag fóru í að þrífa skrúbba og skúra hátt og lágt. Hreingerningarlyktin svífur eins og ský yfir öllum Árbænum. Komum "heim" á Digra nú fyrir stuttu og það var frekar uppgefið fólk sem hlammaði sér í sófann....vorum ekki búin að sitja lengi þegar allt í einu mundi eftir einu sem við gleymdum...............FISKARNIR okkar. Þeir eru enn í búrinu sínu inn á klósetti í Eyktarásnum og við búin að skila lyklunum!!!! Arrrrg hvað þetta er ergjandi. Eins gott að það voru ekki börnin okkar sem við gleymdum. Gumminn er lagður af stað í leiðangur að reyna að ná þeim út!!

Erfið vika alveg að verða búin, sólin okkar lögð af stað í ævintýraferð og Pésaskott kominn í bílaleik....ætla að njóta þess í kvöld að horfa á sjónvarpið og borða eitthvað annað en pizzu!!

kveð að sinni

sunnudagur, maí 25, 2008

Hér koma svo loks myndirnar...

Siggi hérna sérðu sperrurnar....Grétar vinnumaður


Pabbi með tengasyni sína tvo, Daða og Þóri.

Stjórinn!!

Þakið neglt


Sést reyndar ekki en ég er þarna líka...held bara á vélinni.

mánudagur, maí 19, 2008

Afköst helgarinnar...

voru hreint út sagt ótrúleg, enda fengum við góða hjálp frá góðu fólki. Mamma au pair og pabbi vinnumaður komu brunandi frá firðinum fagra og lögðu stóra hönd á plóg. Mamma fékk heiðurinn af því að gæta bús og barna ásamt því að elda mat í mannskapinn sísvanga. Pabba var þrælað út sem og öðrum sem litu við í Urðarbrunninum. Daði og Grétar fengu aldeilis að kenna á því og var unnið langt fram á kvöld bæði föstudag og laugardag. Pétur leit við og var gripinn glóðvolgur og settur í verkin eins og venjulega þegar hann á leið hjá!! Á hádegi á sunnudag kláruðum við að negla síðustu spýturnar í þakið sem þýðir að það er búið að setja eitt stykki þak á húsið og það á einni helgi. Ekki amarlegt. Járnið er á leiðinni í skipi og verður sett á við fyrsta tækifæri. Set hérna nokkrar myndir frá liðinni helgi....

Takk fyrir helgina alle sammen

föstudagur, maí 16, 2008

Hver sér eiginlega um þessa síðu....hér gerist ekki rassgat!!

Er líklegast því að kenna að það er ekki komin nettenging í Urðarbrunninn. Erum þar flestum stundum og alltaf þar á milli líka. Gumminn hefur verið í fríi núna í vikunni og það tókst að steypa gólfið á efri hæðina í gær. Var mikið stress í gangi og mikill hamagangur í öskjunni...þoldi ekki álagið og flúði heim með krakkana. Úffff hvað það tekur á taugarnar að steypa!! Það er búið að kalla út aukamannskap austan af Hornafirðinum til aðstoðar við að koma þakinu á húsið núna um helgina....svo ef þið hafið ekkert að gera og þráið að komast í byggingarvinnu þá er af nógu af að taka...finn verkefni við allra hæfi.

Gerist annars mjög lítið annað hjá okkur en húsbyggingar svo erum við líka alveg að fara að flytja í Kópavoginn til tengdó, ohhh það verður æði. Er komin með upp í kok af sambýlinu í Eyktarásnum. Er byrjuð enn og aftur að pakka, ákvað að taka allt sem ekki þyrfti að notast á næstunni og stakk því í kassa...gleymdi að gera ráð fyrir því að gestir þurfa að sjálfsögðu kaffisopa á morgnanna svo þeir komist í gírinn, pakkaði kaffikönnunni niður neðst í einhvern kassann og af því að ég er svo skipurlögð þá merkti ég engann kassa svo ég hef ekki grænan grun hvað leynist í hverjum kassa. Það verður svo spennandi að taka upp úr kössunum þegar þar að kemur.

En þið vitið hvar okkur er að finna um helgina...

hils Freyja