Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Køben here we come again..

Nú er maður bara orðinn fíkill í lúxus líf svo nú er ég á leið til höfuðborgarinnar aftur. Verð á lúxus hóteli með eldhúsi, sjónvarpi, tölvu og öllum fínasta búnaði sem þarf til. Reyndar fylgja tvö lítil börn með hótelherberginu sem ég á að passa um helgina. Þetta eru þau systrabörn mín, Auður og Fjalar. Foreldrar þeirra ætla bregða sér af bæ og eyða helginni á hóteli fyrir utan borgina. Svo það verður eitthvað ævintýri hjá okkur Ársól að passa þessa stubbalinga. Læt ykkur vita hvernig fer.

þar til síðar adíós

mánudagur, janúar 23, 2006

Váá hvað þetta var geggjuð helgi, algjör lúxus helgi

Fórum til Köben til að hitta Gulla, Elínu og Jóa, þau buðu okkur hjónaleysunum á hótel og út að borða í höfuðstaðnum, enginn smá lúxus. Fórum veitingarstaðinn Reef and Beef, þar sem ég fékk allra allra allra besta mat sem ég hef bara smakkað, þetta var hreinasta snilld. Ég fékk lax í forrétt, Emú í aðalrétt ( dýrið sem skokkar um í dýragarðinum) og súkkulaðisjokk í eftirrétt, Gummi fékk krókódíl í forrétt og kengúru í aðalrétt, hinir voru líka með álíka frumlega rétti sem líka smökkuðust alveg geggjað vel (ég fékk að smakka hjá öllum!!) Þetta var alveg frábært kvöld og eftirminnilegt. Strákarnir stóðu sig ansi vel í drykkjunni og Jóa tókst næstum að heilla þjónustustúlkuna upp úr skónum, missti sig reyndar smá þegar hann tók fugladansinn út á miðju gólfi og í annað sinn þegar hann hrundi á næsta stól.... jámmms þetta var stuð. Við stelpurnar vonum samt svo dannaðar að við fórum frekar snemma upp á hótel eftir að hafa horft á Gumma reyna ýmislegt til að skapa sér fæting....við misgóðar undirtektir!! og slæmar undirtektir kærustunnar. En þeir skiluðu sér heim um sex leitið eftir að hafa þrætt alla helstu bari borgarinnar. Sunnudagurinn var hálfslapplegur en við mættum samt í morgunmat klukkan níu til þess að kveðja mannskapinn sem þurfti að ná flugi.

Að allt öðru... það er fjölgað í fjölskyldunni já og líka í vinahópnum. Nú að þessu sinni komu tvær stelpur. Í fjölskyldunni er þær Sara Lind og Birgitta Lind Bjargar og Aronardætur sem fengu litla systur svo nú eru þær orðnar þrjár skvísurnar á því heimili. Matta og Hjálmar fengu líka litla stelpu á sama tíma. Til hamingju öll sömul.

Þar til síðar...

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Svo mikið að gera í atvinnuleysinu...

jábbs, er alveg að drukkna..hehe, fyndið hvað getur samt verið mikið að gera þegar maður er ekki að gera rass í bala. Er á fullu í kermikinu, þar sem við píurnar skemmtum okkur konunglega tvisvar í viku við að framleiða furðulega skúlptúra og skringilegar skepnur. Ferlega gaman hjá okkur. Síðan er ég komin í den kreative syskole og er að læra að sauma eitthvað mjög sniðugt, eitthvað sem ekki á að enda inn í skáp hálfklárað...eins og hefur gerst ansi oft. Var síðan á kynningardegi hjá a-kassanum í dag og er búin að innbyrgða allt of mikið af upplýsingum á of stuttum tíma....eða kannski er heilinn á mér bara kominn í verkfall, já eða vinnur kannski bara á hraða atvinnulauss aum...

jæja ekki meir um þessi mál að segja...svo þar til síðar

miðvikudagur, janúar 11, 2006

kanína til sölu kostar eina tölu

Ohhh hann er ekkert smá erfiður þessi unglingur á þessu heimili og þá er ég ekki að tala um krakkabarnið sem er átta ára og ekki heldur kallabarnið sem er um "tvítugt", heldur um bévítans kanínukallinn sem er orðin alvarlega kynþroska og við fáum svo sannarlega að kenna á því þessa dagana. Hann er svo skapvondur að það nær ekki nokkurri átt og svo er röddin farin að breytast, tístið er búið að breytast í dimmraddaða rödd sem missir annað slagið úr tón...er sem sagt kominn í mútur greyið. Síðustu leiðindi hans var að naga í sundur internetsnúrunu...arrrg akkurat þegar ég var í mjög mikilvægri surfun á netinu... Eftir að skutla kanínuskömminni út í sólstofu upphófust snúruviðgerðir. Hringdi reyndar eitt örstutt símtal í Gumma til að ganga úr skugga um að það væri nú örugglega ekkert rafmagn í svona snúru sem ég gæti fengið stuð af, og hann fullvissaði mig um að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur...svo hófst viðgerðin...bíddu þetta virðirst alltaf vera svo einfalt þegar Gummi gerir þetta...hmmm en ekkert mál grænn og grænn saman, hvítur og hvítur o.s.fr.v en hvernig á maður að ná þessu gúmmí af vírunum, dem maður alltaf eitthvað vesen. En að lokum tókst viðgerðin og snúran er að vísu tveimur metri styttri núna þar sem ég þurfti nokkrar tilraunir við þetta en netið virkar það er fyrir öllu....því maður verður nú að geta surfað svolítið þegar maður er svona heimavinnandi húsmóðir, rétt á milli þess sem maður bakar bollurnar og straujar skyrturnar af manninum!! Eigið góðan og gleðiríkan dag ég er að fara að leira með stelpunum, eigum örugglega eftir að gera eitthvað rosalega kreativt í dag.

laugardagur, janúar 07, 2006

Ég er greinilega algjör pempía.

Ég fór á opið hús hjá Paarup aftenskole sem er með ýmis skemmtileg námskeið sem mér hefur alltaf dreymt um að gera, svona eins og keramik, ljósmyndun, design, teikning og málun og fleira og fleira. meðan ég rölti þarna um ein í mínum hugsunum þá brá mér heldur betur í brún þegar ég kom inn í teiknistofuna. Fyrsta sem ég sé er fullt af fólki vera að teikna og þegar ég fer að horfa eftir því hvað fólk er að teikna verður með litið upp og þarna stendur hann í öllu sínu veldi alsber gamall kall...........já flestu átti ég nú von á að sjá en kannski ekki berstrípaður kall!!! Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og enn síður hvert ég átti að horfa, það er náttúrulega þvílíkur dónaskapur að stara beint á alsbera kallinn, og líka dónalegt að rjúka út, svo ég tók á það ráð að horfa smá á teikningarnar og reyna að stara ekki á kallinn og laumaði mér síðan út. Leið hálf asnalega að mér hafði brugðið svona en ég átti bara alls ekki von á þessu. Skoðaði hinar stöðvarnar með hálfum huga og dreif mig síðan bara heim og er enn að reyna að má þessa mynd út úr hausnum á mér, á örugglega eftir að dreyma alsbera gamla kalla í nótt.....

góða nótt...

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Ótrúlegt en satt ég var að setja inn myndir frá jólunum.. ótrúlegt ekki satt. Fæ örugglega dugnaðarforkaverðlaun 2006

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Barnafréttir

Það er kominn drengur í Kópavoginum. Sigurrós og Ingvi eignuðust dreng í gærdag. Ekkert smá gaman. Elsku Srós, Ingvi og Nökkvi Reyr innilega til hamingju með drenginn, megi gæfa og gengi fylgja ykkur um alla tíð. Hlökkum til að sjá myndir af prinsinum.

Það eru svo sannarlega mikið að gerast í barnamálum alls staðar, og mikið af strákum sem fæðast núna. Viktor Daði kom fyrstur af þessum þremur sem hafa fæst á síðastliðnum 3 mánuðum, en honum lá á að drífa sig í heiminn og mætti tveimur mánuðum fyrr en áætlað var, síðan fæddist hann Siggi sæti Völu og Steinason, hann kom á réttum tíma í desember og rétt náði að vera með í jólafjörinu og nú síðast litli Ingvason í Kópavoginum, nú hljóta stelpurnar að fara dúkka upp. Ætli stelpurnar í saumaklúbbnum sjái ekki um þann hóp og komi allar saman með stelpur.... það verður gaman að sjá hvað gerist næstu 3-4 mánuðina.