Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Vorum sko lengi að ná þessu hori úr drengnum en nú lítur út fyrir að það hafi allt skotist yfir í systur hans...hmmm ekki mjög gott mál. En Ársól er svo hraust að hún hlýtur að verða snögg að hrista það af sér. Trúi ekki öðru.

mikið um að vera,
allir eru að bera,
ég hef ekkert að gera
sit bara og tera...

Kom bara svona rosalegur ljóð-andi yfir mig allt í einu var að senda frá mér eina stöku....hihi kannski fer ég að koma með fyrri parta og sé svo hvort þið getið botnað. Finnst ykkur ég samt ekki bara upprennandi ljóðahöfundur. kannski get ég gert mér einhverjar tekjurúr þessu, þá þarf ég ekki að fara vinna alveg strax.

Já já alveg getur maður bullað út í eitt. Drengurinn sefur út í eitt og mamman í einhverju rússibana hérna í tölvunni. Hvers á hann að gjalda greyið. Er að fara í strætóferð á eftir að sækja bílinn minn og svo er bara ljósmyndun. Gaman af því.

Veriði hress, ekkert stress, bless bless (ok ok þessi var stolinn ég veit!!)

föstudagur, nóvember 24, 2006

Siggi ég var að setja inn myndir af krakkakrílunum frá því í október og nóvember...only for you my friend!! jú og alla hina líka auðvitað...

mánudagur, nóvember 20, 2006

Maður er nú ekki fornaðardurkur alla daga og er það aðalástæða fyrir löngum pásum hér í bloggheimum.

Annars er kominn þessi ljúfi fallegi snjór hérna um alla Reykjavíkurborg, og lífið gæti ekki varið betra hjá Ársól sem var svo dramatísk þegar hún sagði " ég er búin að bíða eftir þessum snjó í níu ár" já já algjör dramakvín stelpan. En hún er sennilega bara búin að gleyma öllum snjónum sem við fengum í danmörkinni, og fórum þá að renna í Svanninge bakker. Þarf að finna myndaalbúmið og sína henni. Allavega er ég búin að sjá allt það góða við brekkuna sem ég bölva stundum í hljóði yfir þegar ég ýti barnavagninum á undan mér upp hana. Í gær fórum við út og nýttum þessa flottu brekku sem er hérna við húshornið. Við mæðgurnar renndum okkur bara á gangstéttinni því þar var svo svakalega fín braut, komumst alveg niður að sundlauginni, ekkert smá klikkað. Vorum reyndar nærri búnar að keyra niður mann sem var í mestu rólegheitum að viðra hundinn sinn....en hvað var hann svossum að þvælast þarna á miðri sleðabraut!! hihi

Ég og púkinn erum heima í dag, þar sem hann er með hita og hor, þið vitið þetta alíslenska. En við ætlum nú að vera snögg að hrista þetta af okkur svo við komumst út í góða veðrið. Pési púki er orðinn svaka duglegur og er kominn upp á fjóra fætur núna og tekur eitt og eitt skriðskref. Svakalega montinn af þessu auðvitað en verður pirraður að hann komist ekki hraðar yfir, en mamman er fegin.

biðjum að heilsa í bili

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Hvílíkur forknaðardurkur get ég stundum verið...líða reyndar stundum margir mánuðir milli þess sem ég forknaðardurkur. En í dag tókst mér að setja inn myndir frá því í skírninni. Sem var b.t.w í september. Ef ég held þessu striki þá set ég inn jólamyndirnar inn næsta sumar.

Lengi lifi forknaðardurkar....