Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Sumarfrí í bloggheimum

Lítur út fyrir að það sé sumarfrí á öllum vígstöðum þetta sumarið, líka á þessari hálf lömuðu síðu!!

Ég er búin að vera í sumarfríi í júlí og verð til 1 ágúst, ýmislegt búið að bralla og enn meira sem enn er eftir ógert!! Flestum stundum er eytt í húsinu og ég með óhemju auma fingurgóma þessa vikuna, nota til að mynda núna hliðarnar á fingurgómunum til þess að slá á lyklaborðið. Flísalögn er ástæða þessa krankleika, skrambi óþægilegt.

Annars áttum við hjónin tveggja ára brúðkaupsafmæli í gær...já þetta gátum við. Að tilefni dagsins áttum við ansi rómantíska kvöldstund....mæltum okkur mót í Kópavoginum þar sem ektamaðurinn sótti húsfrúna sína á stífbónuðum krúser. Svo var haldið út í óvissuna...eða það hélt ég þar til beygt var inn í Urðarbrunninn enn og aftur. Kvöldinu var eytt í sparsl og flísalögn á bílskúrnum. Já við erum með eindæmum rómantísk hjón!

En það eru fleiri fréttir....það hefur fjölgað í fjölskyldunni okkar, á heimilið hefur bæst við eitt stykki ferfætlingur. Sú heitir Æsa og er hundur af Gordon Setter kyni. Hrykalega mikið rassgat náttúrulega. Algjört baby enn og þurfum við að svæfa hana á kvöldin eins og um smábarn væri að ræða. Svo við erum illa sofin flesta morgna þar sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn þarf að pissa kl 5:30 á nóttunni.... set fljótlega inn myndir af skrúfunni.

heilsa ykkur að sinni