Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júní 19, 2008

Fyrsta máltíðin í Urðarbrunninum..............pizzur, skyndibitafæði og upphitaður matur sem etinn hefur verið þarna telst sem sagt ekki með. Nutum sólarinnar í stofunni og bragðaðist maturinn afar vel. Enginn kvartaði undan of miklu ryki en sumir voru lofthræddari en aðrir!!

Grillið mátað á svalirnar....tekur sig nokkuð vel út ekki satt!Gummi nokkuð ánægður með afraksturinn, húsið telst nú fokhelt.

Helgu leist ekkert allt of vel á galopið stigaopið og snaraði saman einu stykki hlera til þess að varna þess að börn og gamalmenni færu sér að voða!! Tengdaforeldrar hennar réttu fram hjálparhönd svo hún færi sér ekki að voða með sögina.


kveð að sinni og býð góða nótt