Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, október 26, 2007

Hjem igen...

Danmörkin var alldeilis dejlig heim að sækja. Fórum líka til Odense og fengum algjört flash back....það var ekkert breytt á Ivarsvej né upp í koloni...dótið okkar sem við skildum eftir var enn á sínum stað og það var eins og við hefðum ekkert farið. Dýrin í dýragarðinum voru alveg eins sæt og síðast og Bilka var að sjálfsögðu á sínum stað. Eina sem vantaði að við gátum ekki keypt okkur pylsuhorn í Fotex og ekki heldur ekta danska jarðaberja snittu....gerum það bara næst. Vorum á geggjuðu bed & breakfast þar sem húsfreyja bjó til nýpressaðan eplasafa með myntu og baka bollur handa gestum sínum. Milli þess jógaði hún á stofugólfinu og spilaði á píanó með Ársól.

Ársól fór í skólann sinn og hitti alla gömlu félagana, fór með þeim í klúbbinn og lék sér með stelpunum. Danskan var smá ryðguð í fyrstu en eftir fyrsta daginn var þetta allt komið á sinn stað.

Komum þreytt en alsæl heim á miðvikudag og var Pésinn sá eini sem var dauðfeginn að komast í rútínuna...hljóp inn til dagmömmunnar. Svona vill hann hafa þetta ekkert ferðarugl daginn út og inn.

Vona að þið eigið aldeilis góða helgi....

miðvikudagur, október 03, 2007

Sumarið 2007.
Sumarið hófst með klettaklifri upp í paradísarhelli. Ársól hetja og Gummi garpur riðu á vaðið og príluðu upp... Pétur lét sér nægja að skella sér í balabað í öllum fötunum
Við hjónin tókum smá forskot á sumarið og fórum ásamt fríðu föruneyti til Heidelberg í Þýskalandi.


Dvöldum yfir helgi í góðu yfirlæti á Spjör í frábæru veðri.

Pétur stubbalingur fékk sýkingu í bein og varð því að dvelja á sjúkrahúsi í vikutíma og fékk lyfjagjöf í rúman mánuð eftir það. Stóra frænka var svo góð við litla lasarusa og leyfði honum að sitja í hjá sér....Enginn stenst fjöruna og hér sést Pétur skunda beint niður að sjó...heimasætan hvílir lúin bein. Um miðjan ágúst fórum við síðan í frábæra ferð til Færeyja þar sem við hegðuðum okkur eins og sannkallaðir túristar...koma svo taka myyyyynd!!


Skoðuðum ótrúlegar náttúruperlur og fórum í mögnuðustu siglingu ever...
Eftir Færeyjaför lögðum við land undir fót og brunuðum á strandirnar til þess að heilsa upp á ömmu og afa hanabændur. Pétur fann sinn besta vin, Snotra var ekkert allt of hrifin af þessari athygli sem ungi herrann veitti henni. Afi hanatemjari sýnir listir sínar með þá Homma og Namma.
stóra stundin runnin upp...15 september....loksins loksins orðin 10 ára. Haldið upp á afmælið með pompi og prakt í Gerplusalnum í Kópavoginu, margt um manninn og fullt af fjöri.
Fengum smá nasarsjón inn í sveitamannalífið í Bjarnarfirðinum og tókum þátt í að draga nokkrar rolluskjátur í dilka. Stóðum okkur eins og hetjur að vanda.

Svona var sumarið hjá okkur í stuttu máli....