Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, ágúst 31, 2007

Búin að hrista af mér slenið og nú verður ný bloggfærsla á hverjum degi.......íííííhaaaa....eða allavera í dag!!

Ætlum að skella okkur í bíltúr á eftir og stefnan tekin á strandirnar. Ætlum að anda okkur fullt af frísku sveitalofti og hlaupa af okkur veikinda vesenið sem hefur einkennt heimilishaldið í sumar. Verðum örugglega eins og beljurnar á vorin, hlaupum upp um öll tún og engi. Skemmtilegt.

Læt þetta nægja að sinni.........þar til síðar

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Komin úr dvala

Svona líður eflaust bjarnarmömmunni þegar hún skríður út úr hýðinu sínu hlýja og vaknar úr vetrardvala. Pínu lítið ringluð, áttavillt og veit ekki alveg hvað hún á að segja!!! Einmitt svona líður mér núna