Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, júlí 14, 2006

Nú versnar í því

Það hefur verið hefð hjá fjölskyldunni í langann tíma að borða pizzu á föstudagskvöldum...og ekkert um það að segja nema núna var kominn tími á heimabakaða pizzu, sem er vanalega ekki mjög flókið. En í kvöld var þessi pizzubakstur með frumlegri hætti en venjulega, þar sem búið er að pakka niður flestum áhöldum og ílátum heimilisins. Engar skálar voru uppi við svo það var notast við pott, og öll mæliglös voru einnig komin niður í kassa svo það var slumpað á þetta og verra var að búið var að pakka uppskriftinni niður svo þetta var gert eftir minni- gullfiskaminni!! Tókst samt vonum framar og var borðuð af bestu lyst á dýnum fyrir framan disney show eins og venjulega!!

Við erum sem sagt búin að pakka flestum hlutum niður, og sumum tvisvar eða jafnvel þrisvar þar sem Ársól þarf ansi oft einmitt að nota þann hlut sem er í NEÐSTA kassanum!! Erum núna bara með það mest nauðsynlega og það er hálfgerð útilegustemming hérna hjá okkur. Ekkert slæmt, en gæti orðið þreytandi til lengdar.

Vorum eitthvað að býsnast yfir því hversu mikið við ættum eftir að gera mikið áður en við færum til Hollands og þar á meðal taka garðinn hérna fyrir utan í gegn...hringiði bara í Helgu frænku og biðjið hana um að koma og lagann fyrir okkur stakk Ársól upp á....híhí já hún veit að Helga reddar þessu fyrir okkur. Einnig stakk hún upp á þvi að við myndum hringja í hana um daginn þegar litli bróðir hennar var í vondu skapi og grét sig hásan, "mamma hún Helga frænka kann miklu betur á svona stráka heldur en þú, hringjum bara í hana" jábbs svona hefur dóttir mín mikla trú á mér og enn meiri á frænku sinni.

Gámurinn kemur á þriðjudaginn, púffff svo er það bara Holland, Þýskaland, Belgía og jafnvel Lux. here we come.

Er búin að vera að leita af myndavélinni til þess að setja inn nýja myndir, er hrædd um hún hafi lent ofan í einhvern kassann...held samt áfram að leita og smelli inn myndum þegar hún kemst í leitirnar.

Þar til næst hafið það gott

sunnudagur, júlí 09, 2006

Láki litli stækkar og stækkar

Var í 2 mánaða viktun og vó hann 5.6 kg og var orðinn 62 cm að lengd, hann er sannkallað tröllabarn.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Er enn að bíða eftir að geta bloggað úr nýja sófanum...

...og verð víst að bíða lengur, þar sem hann stendur upp á endann inn í Ársólar herbergi og verður sennilega ekki fluttur annað en út í gám þegar þar að kemur.

En síðan síðast er margt breytt, aðallega það að ritarinn er búinn að ná þeim tvísýna aldri að vera orðin þrjátíu ára. Hef mikið heyrt um þennan aldur, bæði jákvætt og neikvætt. En enn sem komið er hef ég ekki fundið miklar breytingar frá því að vera tuttuguogníuára. Erum búin að vera dugleg að pakka, eins dugleg og hægt er að vera í þessum hita. Er búið að vera þvílík bongóblíða undanfarna daga og það er eiginlega bara betra að vera innandyra með viftuna á fullum snúningi.

Á afmælisdaginn komu Helga, Þórir, Fjalar og Auður í heimsókn. Börnin fengu auðvitað Odense syndromið, sem lýsir sér í ýmsum veikindum sem herjar á börnin. Í þetta sinn fengu þau bæði magapest sem frestaði för þeirra til Odense um einn dag, en foreldrar þeirra eru búin að læra af reynslunni pökkuðu niður extra mörgum bleyjum og drifu sig af stað á sunnudagsmorgun. Höfðum það rosa gott á mánudaginn, borðuðum morgunmatinn úti í garði og fórum svo í friluftsbaðið þar sem allir fengu sinn skerf af sól og sælu. Notarlegur afmælisdagur.