Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, september 23, 2008

Erum formlega flutt til fjallaÞað gerðist bókstaflega allt á miðvikudegi til sunnudags í þarsíðustu viku....það var málað fram á nætur, skúrað skrúbbað og bónað. Haldin mamma mía afmælispartý fyrir 20 hressar 11 ára stelpur á föstudagskvöldi. Haldið fjölskylduafmæli á laugardeginum þar sem gestirnir sáu sjálfir um veitingarnar. Ég fékk það hlutvert að kaupa plastglös og mér tókst að klúðra því....hvernig er það hægt. Ég mundi eftir að kaupa þau en þau týndust í látunum. Mamma, Eydís, Magga og Ása áttu heiðurinn af veitingunum og Pétur reddaði rafmagninu, Gummi setti upp eldhúsinnréttinguna og pabbi sá um skápana og Magga sá um þrifin. Hvað gerði ég???? ....týndi pastglösunum!!

Síðan þá hefur verið nánast logn á heimilinu, allir þvílíkt slakir og rólegir. Loksins farið að vinna í venjulegum heimilisstörfum eins og að þvo þvott, vaska upp og elda mat, ásamt öllu hinu sem týnist til. Algjört æði. Hef farið ófáar ferðar upp á loft til þess að gramsa í kössum eftir hinu og þessu. Síðast í gær var gerð allsherjar leit af dósaopnaranum....reyndist ekki auðvelt...þar sem ekkert var skrifað utan á kassana þegar pakkað var ofan í þá!! Gáfulegt. En hann fannst fyrir rest ásamt hvítlaukspressunni.

Síðustu helgi fór sæti litli hundurinn okkar í hundakeppni. Stóð sig með prýði og lenti í fjórða sæti yfir besti hvolpur sýningarinnar. Við vorum að sjálfsögðu afar stoltir "foreldrar". Ársól var þvílíkt montinn og hefur síðan haldið áfram að stilla Æsu upp eins og var gert fyrir dómarana og hlaupa með hana í þríhyrning...finnst þetta mjög spennandi allt saman og í gærkvöldi sofnuðu þær báðar vært á dýnunni hennar Ársólar!!

mánudagur, september 08, 2008

Ógeð eða ekkja????

held ég hafi heyrt bestu hugsanlegu útgáfu af þessu lagi á sunnudagsmorgni...í eftirpartí í 105 Rvk....But I´m a creep, I´m a widow. What the hell am I doing here? I dont belong here...hann komst ekki lengra í laginu því við hin lágum í krampakasti....arrrrg þetta var bara snilldarhelgi...en sunnudagur í helvíti. djöfull er maður orðinn gamall og lúinn, þolir ekki smá skrall ( sem reyndar var til rúml 6!!). Fann ekki lyklana mína við heimkomu og þurfti að notast við kattarlúguna til að komast inn, helvíti er maður nú alltaf ráðagóður snemma morguns! Fann síðan lyklana í gær þeir lágu allan tímann í veskinu mínu demn.

Laugardagurinn var frábær, okkur tókst ekki að koma Möttu úr miklu jafnvægi. Hún tók við þessu rugli með mikilli ró og leysti öll verkefni sem fyrir hana voru lögð með miklum sóma. Var alveg óborganlega flott þar sem hún stormaði í stafagöngu niður Laugaveginn íklædd Jane Fonda dressi frá toppi til táar. Við hinar földum okkur inn í rútubílnum og hlógum okkur máttlausar. Í leikfiminni fór Kristín kennari á kostum með fettum brettum og viðeigandi og óviðeigandi Jane Fonda æfingum. Var kostulegt. Borðuðum geggjaðan mat sem Arna töfraði fram -ummmm. Matta fór að gráta....af gleði og við hinar skældum líka, því gleðitíðindin voru bara svo einstaklega gleðileg. Fórum í ótrúlega skemmtilegan pakkaleik og höfðum geggjað skemmtilegt. Fórum í bæinn og þar hitti ég dönsku grúbbuna sem var líka ofurhress og við tókum raskið á þetta og jömmuðum fram á morgun.

var rifin upp á rassg...kl 16 í gær þegar svili minn var kominn til þess að sækja mig ( að beiðni ektamannsins míns) og tilkynnti mér að við værum að fara upp í hús að flota...játs. þynnkunni var pakkað ofan í skúffu og konan þrusaði sér í vinnugallann pikkaði upp fleiri vinnumenn og reddaði pössun fyrir börnin. Allt á 30 mínútum. Brunað í dalinn- þar sem fagur flokkur vinnumanna / -kvenna hjálpaðist að við að koma flotinu jafnt yfir gólfið. gekk eðal vel, eftir að ég var dæmd úr leik við mælinguna....var víst ekki í standi til mikillar nákvæmnisvinnu svo ég var sett í nýtt starf sem ekki krafðist allt of virkra heilasellna. Gekk svakalega vel og það voru stolltur hópur óvanra flotara sem stóð fyrir utan Urðarbrunninn kl 19:00 í gærkvöldi. Þar til uppgötvaðist að einn ónefndur aðili hafði gleymt gemsanum inn í bílskúr......arrrrrg og gemsinn er líka vinnuveitandinn svo nú voru góð ráð rándýr- engin leið inn í bílskúrinn nema að fara í gegnum aðalinnganginn og það má ekki næstu dagana. En eftir miklar pælingar og reynslu mína fyrr um morguninn var brugðið á það ráð að senda barnið inn um örlítinn glugga seinna um kvöldið....það voru skondnir foreldrarnir sem stóðu upp á borði í roki og rigningu seint í gærkvöld og þrýstu eyrum barnsins eins þétt upp að höfðinu og mögulegt var svo krakkinn kæmist inn. Og það gekk-krakkinn komst, fann símann og komst út aftur....síminn komin til eigandans og allir sáttir og kátir.

fengum einstaklega góða sunnudagsteik hjá eydísi sem jafnframt tók að sér að gæta barnanna okkar. Fengum þau nýþvegin og greidd til baka. Yndislegt.

takk fyrir skemmtilegan laugardag gæsastelpur, takk fyrir geggjað djamm raskarar, eftirminnilegt eftirpartý...fyrir frábæran mat og nýþvegin börn Eydís og flotarar takk fyrir gólfið. Þið eruð best.

hafið það gott fram í góða vinnuviku...

miðvikudagur, september 03, 2008

Nokkur orð frá Pésaling:

Pésakall er loksins farinn að tala eitthvað að ráði, ekki mjög málóða frekar en pabbinn!! En maður getur nú ekki annað en flissað af framburðinum hjá honum...t.a.m eru þessi svolítið sæt:

Diþþsssta: Systa=Ársól
Æþþþþa: Æsa með mikilli áherslu á þonninu!!
toddu: segir sig sjálft komdu
þeþþstu: segir þetta iðulega við Æsu...en hún þykist ekkert skilja hann.
tex: er uppáhaldið helst með súkkulaði ofaná.
íððððð: ís að sjálfsögðu
Æþþþa bída duddu neeeeii: ætli þetta sé ekki lengsta setningin sem ég hef heyrt frá pilt. Heyrist alltaf þega duddan dettur í gólfið, sama hvort Æsa er á staðnum eður ei.

Veit ekki hvort það er tilviljun eða ekki en þá eru mörg orðin tengd Æsu, en hún ýtir eflaust undir það að krakkakúturinn er farinn að tala meira.

mánudagur, ágúst 25, 2008

Leiðrétting...

Fékk vinsamlega athugasemd frá ektamanni mínum að þetta hafi nú klárlega verið steinull en ekki glerull. Viðurkenni fúslega þessu augljósu mistök!!!!! ...en ég hef ekki grænan grun hver munurinn á þessu tvennu er...

En afrek helgarinnar er sá að það er kominn hiti á húsið...vááá það er æði, nú fer alveg að komat heimilisbragur á þetta. Þurftum meira að segja að opna allt út til að stikna ekki úr hita. annað afrek ( sem ég sá um) er að nú er stóri ruslahaugurinn sem hefur farið sístækkandi frá upphafi framkvæmda er horfinn. Ruslaði þessu öllu upp á stóra kerru og fórum með á haugana þar sem við þurftum að borga 6000 kall fyrir að losna við herlegheitin. Það er etv engin furða þó að það beri svolítið á því að fólk sé að losa sig við gamalt dót fyrir utan nýbyggingar. Nágranni okkar tók eftir því um daginn að það var búið að setja hillur og ýmislegt annað dót sem hann kannaðist ekkert við í hauginn hans!!

En vonbrigði helgarinnar eru þau að málarakarlarnir sem ætluðu að sparsla neðri hæðina afboðuðu sig í gær....þvílíkir lúsablesar, afboða á síðustu stundu. Svo nú er bara að bíta í það súra epli og græja sparslið sjálfur. Mig sem var farið að hlakka svoooo til þess að láta þá sjá um þessi mál og ég myndi síðan mála um næstu helgi og svo og svo og svo flytja inn. Ohhh þvílík vonbrigði.

En þýðir ekkert að vola, bara skella sér í gallann og hefjast handa. hver veit nema ég finni nýtt hlutverk fyrir sparslið... etv er hægt að nota það í stað vax meðferðar....læt ykkur vita.

Kv Freyja

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Búin að finna leið sem virkar....svínvirkar meira að segja.

Langaði bara að deila með ykkur stelpur að ég hef fundið þessa líka fínu leið til þess að hressa húðina við, losna við dauðar húðfrumur og allt hitt sem undrakemin gera. Lausnin er að einangra veggi með glerull....þið verðið eins og nýjar eftir þessa meðferð. Fann það núna um helgina þegar ég kom heim eftir að hafa einangrað síðustu veggina og klæjaði eitthvað svo óþyrmilega í andlitið, fór að nudda og viti menn fullt af hárfínum glerullarflísum rifu upp húðina svo sveið undan, dauðar jafnt sem lifandi húðfrumur hrundu af andlitinu og eftir sat eldrautt andlit, silkimjúkt og gljáandi!! ááá þetta var álíka vont og fara í vax en hvað maður lætur sig nú hafa það ik os!

hafið það gott í dag

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Hei hvað ég var dugleg...

Loksins birtast myndir af nýjasta fjölskyldumeðliminum...þetta er algjör villingur og vekur okkur enn á hverri nóttu bara til þess eins að við komum og syngjum hana aftur í svefn...þvílíkt ofdekruð ég veit en hver getur sagt nei við svona brúneygðum mola!!

Er reyndar frekar erfitt að ná almennilegum myndum af henni þar sem hún er mikið á iði og situr sjaldnast kyrr lengi í senn.
Pétur er mjög sáttur við að vera kominn með leikfélaga í sandinn!!Skruppum í berjamó og þar voru næg ber fyrir börn og hunda.Lítur út fyrir að Pétur þurfi senn að hætta með snuddu, Æsa er búin að ná þeim nokkrum og finnst þau fara vel undir tönn.

Njótið dagsins

föstudagur, ágúst 08, 2008

Logn og blíða hér á bæ

Líður dagur og ár á milli þess sem eitthvað er skrifað hér inn, enda ekki mikið að frétta. Erum alltaf upp í húsi...daaa ekki nýjar fréttir. Erum að setja upp milliveggina þessa dagana og von mín um klósett er í sjónmáli. Get ekki beðið eftir að geta hætt að fara í Húsasmiðjuna og nota klósettið það, þó að þar sé fínasta aðstaða fyrir húsbyggjendur í spreng!!

Tókum reyndar forskot á flutninga og sváfum eina nótt upp í húsi um síðuast helgi. Það var ljúft, bjuggum um Pésann á tveimur stólum og þar svaf hann eins og steinn. Við gömlurnar sváfum bara á gamla rúminu okkar og þá rifjaðist það upp fyrir mér hvers vegna við fjárfestum í nýju rúmi síðasta vetur.

Ég er að komast inn í nýju vinnuna smá saman og líst bara nokkuð vel á þetta allt. Verst hvað það er alltaf góður matur í hádeginu...maður þarf alveg að hemja sig....

svoooo það er allt í góðum gír hérna megin helgin framundan og planið er að smella nokkrum veggjum upp já og jafnvel einangrun ef vel gengur.

kvað að sinni