Ógeð eða ekkja????held ég hafi heyrt bestu hugsanlegu útgáfu af þessu lagi á sunnudagsmorgni...í eftirpartí í 105 Rvk....But I´m a creep, I´m a widow. What the hell am I doing here? I dont belong here...hann komst ekki lengra í laginu því við hin lágum í krampakasti....arrrrg þetta var bara snilldarhelgi...en sunnudagur í helvíti. djöfull er maður orðinn gamall og lúinn, þolir ekki smá skrall ( sem reyndar var til rúml 6!!). Fann ekki lyklana mína við heimkomu og þurfti að notast við kattarlúguna til að komast inn, helvíti er maður nú alltaf ráðagóður snemma morguns! Fann síðan lyklana í gær þeir lágu allan tímann í veskinu mínu demn.
Laugardagurinn var frábær, okkur tókst ekki að koma Möttu úr miklu jafnvægi. Hún tók við þessu rugli með mikilli ró og leysti öll verkefni sem fyrir hana voru lögð með miklum sóma. Var alveg óborganlega flott þar sem hún stormaði í stafagöngu niður Laugaveginn íklædd Jane Fonda dressi frá toppi til táar. Við hinar földum okkur inn í rútubílnum og hlógum okkur máttlausar. Í leikfiminni fór Kristín kennari á kostum með fettum brettum og viðeigandi og óviðeigandi Jane Fonda æfingum. Var kostulegt. Borðuðum geggjaðan mat sem Arna töfraði fram -ummmm. Matta fór að gráta....af gleði og við hinar skældum líka, því gleðitíðindin voru bara svo einstaklega gleðileg. Fórum í ótrúlega skemmtilegan pakkaleik og höfðum geggjað skemmtilegt. Fórum í bæinn og þar hitti ég dönsku grúbbuna sem var líka ofurhress og við tókum raskið á þetta og jömmuðum fram á morgun.
var rifin upp á rassg...kl 16 í gær þegar svili minn var kominn til þess að sækja mig ( að beiðni ektamannsins míns) og tilkynnti mér að við værum að fara upp í hús að flota...játs. þynnkunni var pakkað ofan í skúffu og konan þrusaði sér í vinnugallann pikkaði upp fleiri vinnumenn og reddaði pössun fyrir börnin. Allt á 30 mínútum. Brunað í dalinn- þar sem fagur flokkur vinnumanna / -kvenna hjálpaðist að við að koma flotinu jafnt yfir gólfið. gekk eðal vel, eftir að ég var dæmd úr leik við mælinguna....var víst ekki í standi til mikillar nákvæmnisvinnu svo ég var sett í nýtt starf sem ekki krafðist allt of virkra heilasellna. Gekk svakalega vel og það voru stolltur hópur óvanra flotara sem stóð fyrir utan Urðarbrunninn kl 19:00 í gærkvöldi. Þar til uppgötvaðist að einn ónefndur aðili hafði gleymt gemsanum inn í bílskúr......arrrrrg og gemsinn er líka vinnuveitandinn svo nú voru góð ráð rándýr- engin leið inn í bílskúrinn nema að fara í gegnum aðalinnganginn og það má ekki næstu dagana. En eftir miklar pælingar og reynslu mína fyrr um morguninn var brugðið á það ráð að senda barnið inn um örlítinn glugga seinna um kvöldið....það voru skondnir foreldrarnir sem stóðu upp á borði í roki og rigningu seint í gærkvöld og þrýstu eyrum barnsins eins þétt upp að höfðinu og mögulegt var svo krakkinn kæmist inn. Og það gekk-krakkinn komst, fann símann og komst út aftur....síminn komin til eigandans og allir sáttir og kátir.
fengum einstaklega góða sunnudagsteik hjá eydísi sem jafnframt tók að sér að gæta barnanna okkar. Fengum þau nýþvegin og greidd til baka. Yndislegt.
takk fyrir skemmtilegan laugardag gæsastelpur, takk fyrir geggjað djamm raskarar, eftirminnilegt eftirpartý...fyrir frábæran mat og nýþvegin börn Eydís og flotarar takk fyrir gólfið. Þið eruð best.
hafið það gott fram í góða vinnuviku...