Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, janúar 22, 2007

.........best í heimi

Fór á leikritið Best í heimi á laugardagskvöldið í fylgd með nokkrum glæsikvendum. Frábærlega vel heppnað leikrit sem tekur á ansi viðkvæmum málefnum sem varða okkur Íslendinga, því við erum auðvitað með þjóðrembing fram í fingurgóma. Fullt af skemmtilegum skotum sem hittu algjörlega í mark. Rússneskur læknir er ekki hæfur til annars en að skúra gólf, verður svona líka glaður þegar hann bjargar einum íslendingi...segir að þeir (íslendingar) megi ekki við því að missa neinn þar sem við erum svo fá. Hélt ég myndi pissa í mig úr hlátri. Mjög vel heppnað.

Áttum huggulega helgi og náðum að komast bæði á skauta og á sleða...reynum við skíðin seinna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim