Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, desember 21, 2005

Það er sko ekki að spyrja að liðlegheitunum hjá hinu opinbera....

Ég þurfti að stússast eitthvað í skattamálum í vikunni og þurfti af þeim ástæðum að fara niður í toldogskat. Ekkert mál, var auðvitað í rjómagóðu skapi og var staðráðin vera kurteis og góð við afgreiðsludömuna, er það yfirleitt alltaf, en svona misgóð... En allavega ég var mætt þarna eldsnemma og þegar ég kom inn í bygginguna þurfti ég að ganga í gegnum þrjár skrifstofur áður en ég komst inn á þá skrifstofu sem ég átti erindi á, ekkert mál, geng inn á skrifstofu þar sem sitja 4-5 starfsmenn við tölvurnar sínar en enginn annar var þarna, ahhh þá fatta ég að ég hafði ekki tekið neitt númer og segi það við þær
"Jeg har desværre glemt at tage et nummer"
þá segir skrifstofudaman að númerakassinn sé í fremstu skrifstofunni.... og ég þarf sem sagt að labba þangað aftur og sækja númer, ekkert mál en þegar ég kem síðan til baka segir afgreiðslukonan "701 gjörðu svo vel" og auðvitað var það ég þar sem enginn annar viðskiptamaður var þarna inni.........dííí hvers vegna þurfti ég þá að rölta í gegnum bygginguna til að sækja þennan skíta miða, fyrst enginn var að bíða og ég var fyrsti kúnni dagsins. Ég gat ekki einu sinni verið fúl þar sem ég var svo hissa og hló bara af þessu. Vá hvað fólk getur verið ótrúlega fyndið og óliðlegt. Læt svona lagað ekki slá mig út af laginu og held áfram að vera kát og glöð eins og alltaf algjör pollýanna.

Annars koma pakkarnir núna streymandi inn um lúguna og var síðasta sendingin ansi vinsæl þar sem þar komu ömmubakaðar lakrískökur sem er algjörlega í efsta sæti á vinsældarlistanum yfir smákökur hjá yngra fólkinu. Það er búið að smakka og þær eru geggjaðar ummmmm.

Fáum jólagestina okkar á morgun, eða hluta af þeim. Þórir, Fjalar og Auður koma um hádegið á morgun og Helga kemur síðan á þollák. Það verður sko mikið fjör hjá okkur. Náum að spilla börnunum þeirra því það megum við gera þar sem við erum frænkur og frændi...hehe, svo sendum við þau til Köben þegar við verðum búin að gera þau passlega óþekk. hííííhíhí

En ég ætla að fara að ...já að gera hvað, hmmm bara kannski ekki neitt, já eða taka eldhúsið í gegn,´já eða bara ekki neitt ég held ég velji það frekar....
heyrumst

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim