Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, nóvember 26, 2005

Og það hófst...

Náði mér í nýja titil í gær og nefnist hann heimavinnandi húsmóðir...jibbbíííí. Varði ritgerðina í gær og þetta gekk allt saman fínt og ég er sæl og glöð. Þegar við komum heim í gærdag frá vörninni var ég svo uppdópuð af svokölluðu adrenalíni að íbúðin fékk aðeins að kenna á því og ég var eins og stormsveipur hérna um allt, bara til að losa um mestu spennuna, fannst nauðsynlegt að sópa og taka mesta ruslið, skipta á rúmunum og ýmislegt annað áður en ég gat sest niður. Fórum síðan út að borða á Marco Polo, ferlega huggulegt og gaman. Ég var búin að eyða allri orkunni hjá Gumma og var hann alveg búinn á því eins og hann hefði verið að koma úr prófi og steinrotaðist eldsnemma í gærkvöldi!!

En það er þá þannig núna að ég er búinn með skólann, loksins og er nú formlega orðin heimavinnandi húsmóðir sem verður auðvitað alltaf tilbúinn heitann kvöldmat þegar maðurinn kemur heim á kvöldin,.....hehe glætan.

Veit eiginlega ekkert hvað ég á að taka til bragðs á næstunni en er með alveg endalaus plön yfir allt sem ég ætla að gera sem ég hef trassað svo lengi., verð örugglega komin með leið á því eftir hálfan mánuð og farin að bralla eitthvað annað. Kannski núna sé rétti tíminn til að fara í hundatamningaskólann sem mig hefur alltaf langað að prófa, já eða keramiknámskeið eða málaraskóla já eða ljósmyndunarnámskeið og allt allt hitt sem ég er ekki búinn að gera. Finn ábyggilega eitthvað sniðugt að bralla.

Læt ykkur vita upp á hverju ég finn...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim