Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, nóvember 28, 2005

Einn dagur sem heimavinnandi og ég er enn á lífi...

Já það var frekar undarlegt þegar ég fór á fætur í gærmorgun og þurfti ekkert að drífa mig af stað, kom hinsvegar hinu fólkinu af stað í sína skóla og ég... ég fór bara að hanga. Ekkert smá skrýtið, hvað á maður eiginlega af sér að gera þegar maður hefur allan heimsins tíma. Held að þetta sé nú ekki hollt til lengdar.

En eins og allir atvinnuleysingjar þurfti ég auðvitað að stússast í allan gærdag.. hehe byrjaði á að fara á Odense kommune með pappíra, skellti mér í leikfimi, kíkti örskot á nýfædda strákinn þeirra Gústa og Þóru, fór og hlustaði á Nete æfa fyrirlesturinn sinn og hlutaði á rökræður Lene og Torben, þá var klukkan orðin hálf fjögur og tími til komin að drífa sig að sækja Ársól í skólann, og koma henni heim í fljúgandi hálku, vorum í lífshættu á gangstéttinni þannig að við forðuðum okkur út á götu.

Komum heim heilu á höldnu eftir að vera búin að sjá einn mann fljúga á hausinn ( var reyndar pínu fyndið en það er bannað að fara hlægja þegar einhver er að detta). Átum afganginn af skúffukökunni ( það á maður einmitt skilið þegar maður er búinn að vera duglegur í ræktinni) og svo var farið að pína barnið með skólabókum, lesa bæði á íslensku og dönsku. Og svo var bara kominn kvöldmatur og dagurinn alveg að verða búinn. Púha hvað það er erfitt að vera heimavinnandi húsmóðir. Held ég verði að finna mér vinnu áður en ég geri útaf við mig í þessu starfi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim