Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 07, 2005

Hvað er betra en að hjóla í skólann með U2 stillt á hæsta í headfónunum. Er allavega vel vakandi þegar maður mætir í vinnuna og í góðum gír. Notarlegt. Annars er nú líka ansi notarlegt að það styttist óðum í helgina, og þá verður gert eitthvað sniðugt að vanda og síðan í næstu viku er stærsti dagur ársins hjá fjölskyldunni. Átta ára afmæli.....váááá búið að senda út boðskort til allra í bekknum og nú verður ekkert rólegheita stelpupartý, bara fjörugt krakkaafmæli. Strákarnir í bekknum eru 13 og stelpurnar eru 7 svo það verða eflaust mikil læti. Tilhlökkunin er að færast hættumörkum....eins og þið getið ímyndað ykkur.

Þar til síðar...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim