Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, apríl 17, 2004

Sumarblíða og hvað á maður þá að gera, júbbbs grilla auðvitað.

Það er búið að vera þvílík sumarblíða núna, 20 stiga hiti og ég er nú eiginlega bara að kafna. Ég og Ársól fórum í dýragarðinn í dag, bara smá að kíkja hvort væri nokkuð búið að breytast síðan síðast. Kíktum á apana, og ljónin sem voru að borða heilsteikt naut, kjömsuðu á innyflunum. Ársól spurði hvort þeim þættu lungun í nautinu best!! Er ekki viss hvaða hluti dýrsins ljónin kjósa, en allavega virtust þau kunna vel að meta þessar kræsingar. ´Núna er Gummi að undirbúa grillið og namm namm ætla að hjálpa honum smá.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim