Afköst helgarinnar...
voru hreint út sagt ótrúleg, enda fengum við góða hjálp frá góðu fólki. Mamma au pair og pabbi vinnumaður komu brunandi frá firðinum fagra og lögðu stóra hönd á plóg. Mamma fékk heiðurinn af því að gæta bús og barna ásamt því að elda mat í mannskapinn sísvanga. Pabba var þrælað út sem og öðrum sem litu við í Urðarbrunninum. Daði og Grétar fengu aldeilis að kenna á því og var unnið langt fram á kvöld bæði föstudag og laugardag. Pétur leit við og var gripinn glóðvolgur og settur í verkin eins og venjulega þegar hann á leið hjá!! Á hádegi á sunnudag kláruðum við að negla síðustu spýturnar í þakið sem þýðir að það er búið að setja eitt stykki þak á húsið og það á einni helgi. Ekki amarlegt. Járnið er á leiðinni í skipi og verður sett á við fyrsta tækifæri. Set hérna nokkrar myndir frá liðinni helgi....
Takk fyrir helgina alle sammen
6 Ummæli:
Djöfull eruði duglega!!
Hvar eru þessar myndir?
Kv. Arna
Húsið rýkur upp og með þessu áframhaldi verðið þið flutt inn fyrir sumar ;)
Glæsilegur afrakstur helgarinnar.. eitt stk. þak, nóprobbs fyrir svona fólk!
hmmm segi nú líka, hvar eru myndirnar???
Heyrumst, Hils. Srós
Ætlaði einnig að kommenta á myndaleysið ( en ætli allt sé ekki þegar það er þrennt er).
kv. Bryndís
ég verð líka að komenta á myndaleysið
Það urðu smá tæknileg vandamál...en tæknimaðurinn minn er að vinna í þessu með myndirnar....þær verða komnar innan skamms.
kv Freyja
Þið hafið greinilega nóg fyrir stafni. Við vorum í svipuðum sporum og þið í fyrra en erum flutt inn og voðalega sátt. Þetta er hins vegar hellings vinna svo við sendum ykkur bara ,,framkvæmdarstrauma" héðan úr Nesi! Gangi ykkur vel með restina.
kv. Helga Sigurbjörg
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim