Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Hef mjög oft velt því fyrir mér að fá mér svona þrifakonu sem myndi koma heim til mín á föstudögum og taka íbúðina í gegn....hef ekki enn látið verða af því, en það gerist einn daginn þar sem ég er algjör letihaugur með moppu og tusku. Annað sem ég hef líka verið að velta fyrir mér það er hvort ég geti ekki látið þrifakonuna blogga fyrir mig í leiðinni, er orðin óhemju löt við það líka....en það er bara spurning á hvaða tungumáli þá yrði bloggað!!

Síðan síðast þá hefur frúin haft ýmislegt fyrir stafni, verið hjúkrunarkona yfir lösnum börnum og manni, gefið hóstasaft, þurrkað svita og huggað. Verið þrifakona í kringum alla lasarusana sem ekki gátu staðið í lappirnar til að laga til í kringum sig. Smiður, þegar öllum batnaði þá kom smiðurinn upp í konunni og hafði það af að setja fjóra glugga í bílskúrinn með aðstoð eiginmannsins. Gerðist eina helgina líka djammari og fór á ball með Sálinni, þeir voru ágætir en ég skemmti mér konunglega ásamt góðum vinkonum. Okkur fannst þeir vera orðnir hálf gamlir Sálarmeðlimirnir þar sem við ungu skvísurnar erum ekki mikið fyrir svona heldri menn!! Fórum í skemmtilega keppni sem Arna vann með yfirburðum!! Að síðustu brá ég mér í gervi sjúklings og tók pestina sem hinir gemsarnir hafa verið með og er því enn með hausinn fullan af hori. Næsta skref er að gerast hundaeigandi....erum farin á stúfana og erum með eina tegund í sigtinu og nú er bara að vona að úr rætist hjá okkur í þeim efnum.

Það orð sem sameinar öll þessi starfsheiti = þrifakonan/smiðurinn/hjúkkan/djammarinn/hundaeigandi er að sjálfsögðu MÓÐIR!! Var að velta fyrir mér að setja það sem starfsheiti við nafnið mitt í símaskránni...

Svoleiðis er það nú í pottinn búið....

heilsa ykkur þar til síðar

2 Ummæli:

Þann 22 apríl, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Ekki má gleyma titlinum sportari=sporthúsmeðlimurmeðmeiru :)

Þú ert þúsundþjalasmiður, ekki annað hægt að segja.

Hils. Srós

 
Þann 24 apríl, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já það er mikið að gera á stóru heimili.... Hvernig hund eru þið að hugsa um að fá ykkur. Við erum einmitt að fara að flitja okkar heim núna í vor. Það verður stuð að hann fái leikfélaga. En orðið yfir svona mikla móðir er náttúrlega hin svokallaða "soccer mom" upp á englilsaxnesku... bið að heilsa héðan frá Ungverjalandi.
Boggi frændi

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim