Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Er enn að bíða eftir að geta bloggað úr nýja sófanum...

...og verð víst að bíða lengur, þar sem hann stendur upp á endann inn í Ársólar herbergi og verður sennilega ekki fluttur annað en út í gám þegar þar að kemur.

En síðan síðast er margt breytt, aðallega það að ritarinn er búinn að ná þeim tvísýna aldri að vera orðin þrjátíu ára. Hef mikið heyrt um þennan aldur, bæði jákvætt og neikvætt. En enn sem komið er hef ég ekki fundið miklar breytingar frá því að vera tuttuguogníuára. Erum búin að vera dugleg að pakka, eins dugleg og hægt er að vera í þessum hita. Er búið að vera þvílík bongóblíða undanfarna daga og það er eiginlega bara betra að vera innandyra með viftuna á fullum snúningi.

Á afmælisdaginn komu Helga, Þórir, Fjalar og Auður í heimsókn. Börnin fengu auðvitað Odense syndromið, sem lýsir sér í ýmsum veikindum sem herjar á börnin. Í þetta sinn fengu þau bæði magapest sem frestaði för þeirra til Odense um einn dag, en foreldrar þeirra eru búin að læra af reynslunni pökkuðu niður extra mörgum bleyjum og drifu sig af stað á sunnudagsmorgun. Höfðum það rosa gott á mánudaginn, borðuðum morgunmatinn úti í garði og fórum svo í friluftsbaðið þar sem allir fengu sinn skerf af sól og sælu. Notarlegur afmælisdagur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim