Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, apríl 03, 2006

Einhver mánudagur í manni

...það er sem sagt betra orð yfir smá leti. Rosa fín helgi búin þar sem við náðum að gera alveg heilan helling af engu, eins og oft áður. Fórum nú samt með allar tómu flöskurnar í endurvinnsluna og tókum til hjá Óskari skíthaus. Fórum líka í bíó þar sem ég beið eftir að Gummi færi að hrjóta og sunnudagssteikin var hitað brauð í ofni með skinku ost og ananas og með þessu var drukkið eðal eplasafi, súper fínt. Þetta var helgin í stuttu máli. Við Ársól tókum reyndar herbergið hennar í gegn og settum niður eitthvað af dótinu hennar sem hún leikur ekki með. Ágætt að hvíla eitthvað af því, þar sem herbergið er eiginlega að sligast undan dóti. Erum búin að bóka sumarfríið í ár, höfum aldrei verið svona snemma í því!! Stefnan sett á Hollandið þar sem á að slaka á, borða góðan mat og hafa það hrykalega huggulegt í marga daga í góðra vina hópi. Verða sólbrúnn og sæll áður en haldið er heim á klakann til frambúðar. Púha hvað þetta er farið að verða raunverulegt, en það er sem sagt búið að taka þá ákvörðun að fjölskyldan ætlar að flytjast búferlum næsta sumar. Vantar eiginlega ekkert nema húsnæði- svo ef þið lumið á einhverju sniðugu leiguhúsnæði þá er bara að láta í sér heyra.

Hef þetta stutt og laggott á mánudegi þar sem það er barasta ekkert meira að frétta.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim