Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, mars 26, 2006

ÚÚÚTSAAALAAAAAAA

Jábbs ég komst líka á þessa fínu útsölu hér á föstudaginn. Fórum í smá lagersöluferð hjá RICE og ég hef nú bara ekki lent í annarri eins mannmergð-já eða kvennamergð. Því þarna var samankomin heill hópur af kvennfólki sem höfðu það sameiginlegt að vera þarna á ÚTSÖLU. Því var ekkert annað að gera í stöðunni en að fylgja straumnum og taka aðeins meira en sú sem var á eftir, grípa allt sem manni leist vel á og sortera það sem kaupa ætti á eftir þegar maður stæði í röðinni, þarna giltu bara handalögmálin og lá við að það væru slagsmál um flottustu hlutina. Þetta var samt eiginlega algjört djók, fyrst þegar við komum var röð til þess að komast upp og síðan röð til að komast inn í húsið-eftir það tók við útsölu ferlið...safna safna og safna og þar á eftir standa í röð til þess að borga!! Mér tókst að kaupa nokkra hluti sem voru mjög bráðnauðsynlegir þegar ég skoðaði þá í búðinni....sjáum til með notagildið!

Áttum rólega og góða helgi, slakað á í rigningunni, svo sé ekki meira sagt. Ætla að skella mér í keramikið núna á eftir og kreativast eitthvað.

Góð vika framundan

kv Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim