Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, desember 27, 2005

Hva eru jólin búin...þau sem varla eru byrjuð!! Skil þetta ekki.
Við erum búin að hafa það ansi fínt yfir hátíðirnar og búin að borða á okkur gat eins og örugglega fleiri. Fengum kalla kalkún með öllu tilheyrandi á aðfangadagskvöld og hangikjet á jóladag, nammm nammm. Í gær annan í jólum vorum við líka svo heppin að við fengum jólasnjó, ekki amarlegt það. Nýttum tækifærið og fórum út að kælke, ekkert smá gaman. Fundum fína brekku hérna nálægt og þar gátum við sko rennt okkur og fengu allir að prufa nokkrar ferðir. Ársól og Fjalar fengu þó að njóta þeirra flestra og fannst þeim þetta ekki leiðinlegt. Auði Ísold fannst þetta líka rosa skemmtilegt en þar sem hún er ekki búinn að læra að segja mere-mere þá fékk hún ekki eins margar ferðir og hinir....svona er að vera lítill en hún lærir þetta eflaust fljótt. Gummi fór reyndar í vinnuna strax í gær svo hann fékk ansi stutt jólafrí. Verður að vinna fram á gamlársdag.

það er hlaupinn einhver skrattinn í símann okkar. Hann hefur ekki þolað að meðferðina sem Óskar hefur veitt honum. Meðferðin fellst í því að naga símasnúrurnar á nokkrum stöðum til þess að kanna ætileika þeirra... get nú ekki trúað að þær séu góðar á undir tönn. En núna er búið að laga þær til bráðabirgða og þarf síminn að liggja í rúminu okkar með sængina vafða á sérstakann hátt um sig til þess að hann virki!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim