Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 14, 2005

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Ársól
hún á afmæli í dag.
Hún er átta ára í dag
hún er átta ára í dag
hún er átta áraí dag
hún er átta ára hún

Ársól har fødselsdag det har hun jo og det er i dag,
Ársól har fødselsdag det har hun jo og det er i dag,
Hør nu her hvordan vi klapper vel
klapp klapp klapp klapp..

I dag er det Ársóls fødselsdag hurra hurra hurra
Hun sikker sig en gave får som hun har ønsket sig i år
Med dejlig chokolade og kage til

Váá hvað ég á stóra stelpu, hún er orðin átta ára. Vááá ótrúlegt. Við vöknuðum rétt yfir sex og vöktum Ársól með pökkum í rúmið. Hún rétt náði að strjúka stýrurnar úr augunum áður er hún byrjaði að kíkja í pakkana. Náði að opna tvo, í þeim seinni var lego og þá var stoppað og farið að byggja, og það var byggt og byggt og byggt enda rosa erfitt lego hús sem var í kassanum, náðum bara að gera hundahúsið og grunninn áður en við þurftum að drífa okkur í skólann. Hinir pakkarnir fá að bíða þar til við komum heim úr skólanum. Á morgun verður síðan haldin afmælisveisla, þar sem öllum bekknum er boðið og síðan koma íslensku vinirnir þegar bekkurinn fer. Verður örugglega mikið líf og fjör í húsinu.

Vona að þið eigið góðan afmælis-dag í dag, og borðið góðar kökur í tilefni dagsins, ég fæ allavega vöflur með rjóma og sultu nammm.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim