Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, maí 12, 2005

Sumarið er komið...loksins.

Svona til að segja eitthvað þá get ég auvitað talað um veðrið, svona eins og sönnum íslendingum sæmir... Frábær blíða núna og ekkert notarlegra en að sitja inni í tölvunni og horfa út...hehe nei er búin að vera úti í dag að geravið hjólafákana og hjólavagninn. Sprungið á þessu öllu, sem gengur auðvitað ekki. Setti nýja slöngu í hjólavagninn svo nú er hann tilbúinn fyrir helgina, þegar Fjalar og Auður Ísold koma í heimsókn. Reyndi síðan að gera við gat á mínu hjóli en gekk ekki sem best... Hélt þetta hefði nú tekist svona líka vel og hjólaði út í búð...en þurfti að labba með fákinn heim. Nú nenni ég ekki meiri viðgerðum og ætla að láta karlpeninginn um þetta vandamál.

bið að heilsa í bili

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim