Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, maí 29, 2005

Óskar ólátabelgur

já það er ekki tekið út með sældinni að vera kanínu eigandi, eiginlega algjört puð finnst Ársól! Ekki nóg með að þurfa að hreinsa búrið sem er ekki það skemmtilegasta sem hún gerir þá tekur pilturinn upp á ýmsu misskemmtilegu.... í fyrrakvöld þurftu hann auðvitað að vera með á meðan við vorum að lesa, Ársól sat með disk með morgunmat og hafði það frekar gott. Þar til Óskar var orðinn eitthvað pirraður á því að hlusta á lesturinn og stökk af stað, og lenti beint ofan í matardiskinn hennar Ársólar sem var fullur af mjólk.....til þess að hann myndi ekki sóða allt rúmið út greip ég í hann en það vildi ekki betur til en að ég náði bara í annan fótinn á honum og þarna spriklaði hann eins og óður væri og sóðaði auðvitað enn meira út þar sem mjólkurgusurnar þeystust út um allt rúm. Ársól varð svo hrædd við þessi læti að hún var farin að skæla og missti diskinn nærri niður í rúmið og á endanum slapp Óskar og hoppaði niður á gólf þar sem hann skildi eftir sig´mjólkurslóða..skildi okkur mæðgurnar eftir upp í rúmi útataðar í mjólk.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim