Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, desember 09, 2004

Hvað er meira hressandi en að vakna við þjófavörn bíl nálgrannans.... þvílíkt hressandi, sérstaklega þegar ég er eigandi bílsins.....doooooo. Gummi var að fikta eitthvað í bílnum í gærmorgun sem endaði auðvitað með ærandi hávaða sem ætlaði aldrei að hætta. Ég faldi mig inni og beið eftir að nágrannarnir kæmu hlaupandi út. En þeir hafa annað hvort verið farnir í vinnunna eða vanir þessum ólátum snemma morguns.

En shit hvað er kalt hérna, kuldinn á Íslandi bliknar í samanburði við þennan ans... kulda hérna á Fjóni. BRRRRRRR. Í minningunni er Ísland eitt af heitari löndum sem ég hef heimsótt, já fjarlægðin gerir fjöllin blá!!


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim