Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, desember 29, 2004

Greinilegt að bloggeríið sé í jólafríi hérna í Odense borg.

Hérna er allt að gerast eins og vanalega. Borða, borða, borða sofa og lesa horfa á TV og hafa það hrykalega notarlegt eru kjörorð heimilisins. Í gærkvöldi féllu svo nokkrir snjódropar af himnum ofan......bara nokkrir, en nóg til þess að við stukkum út um sjö leitið til þess að prufukeyra nýja sleðann hennar Ársólar. Snjórinn var reyndar ekki meiri en að við þurftum að ýta hvert öðru niður brekkuna, þvíannars sátum við föst ímiðri brekku í grasbunka.... En í morgun var ræst kl 10 og fólki skóflað út og upp í brekku. Þessi brekka var miklu betri enda hafði snjóað ögn meira. Þetta var mjög hressandi og fórum við frekar marga túra. Hittum svo tvo stráka í brekkunni sem voru frekar fyndnir, annar þeirra spurði Gumma

Strákur: "þið eruð ekki danir, hvaðan komiði"
G: Íslandi
Strákur: Hjúkk gott að þið eruð ekki tyrkir, mér er sko alveg sama þótt sé fólk frá Svíþjóð, Norge, eða Íslandi en bara ekki Tyrkir, það er komið allt of mikið af svoleiðis fólki hingað til Danmerkur....

Annars fórum við á lélegasta jólaball sem ég hef farið á. Það var á vegum ísl. félagsins. Jólamennirnir voru algjör mistök, kunnu ekki einu sinni jólalögin og forðuðu sér eftir að hafa trallað við 2 jólalög. Þegar þeir fóru spurði Ársól hvort þetta hefðu ekki verið bara einhverjir að leika.....hvað gat ég annað sagt en júbbs þetta voru bara strákar að plata... Hún hefði heldur aldrei sætt sig við að þetta væru alvöru. "Þetta eru ekki svona ekta jólasveinar eins og hjá jólaballinu hjá afa og ömmu í fyrra.." nei svo sannarlega ekki, því þar komu þeir beint úr ketilaugarfjallinu og þrusuðust inn á snjóugum stígvélunum (hans pabba míns hehe). Nei ég held að hann pabbi minn þurfi að taka þessa "ungu" sveina í smá jólasveinaleiklistarskóla, kenna þeim að gera þetta svo eitthvað vit sé í.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim