Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Jæja þá er að ath hvort ég kunni þetta ennþá. í gær prófaði ég reyndar 2 sinnum og það klikkaði í bæði skiptin og þá er þolinmæðin þrotin. En nú er ég mætt með nýjan skammt af þolinmæði...

Nú erum við ss komin heim úr rosa góðu og skemmtilegu ferðalagi. Áætlunin var sú að fara upp á Skagen á Jótlandi og vera yfir eina helgi, og halda svo til Hollands, en þar sem spáin var ekki sem allra best á þessum stöðum, var stefnunni breytt og ákveðið að fara til Ítalíu. Löggðum af stað á laugardag með samferðafólki okkar, Sigga, Gerðu, Jóa Palla og Sigmari Breka. Báðir bílar troðfullir af nauðsynlegum og ónauðsynlegum hlutum. Keyrðum niður í Þýskaland og fundum okkur tjaldstæði. Þegar var búið að tékka á veðurspánni (erum sannir ísl. alltaf að spá í veðrið) þá var ferðinni breytt enn og aftur og nú var ákveðið að halda til Tékklands, þar sem sólin beið okkar. Við héldum því til Berlínar á sunnudeginum, kíktum aðeins inn í Berlín og prófuðum 6 akreina hringtorgið aftur, bara svona af því að það var svo skemmtilegt að fara hring eftir hring í því síðasta sumar.... Fórum í siglingu í gegnum berlín og sáum helstu merkisstaði.

Á mánudag komum við síðan til Prag, váááá stór borg og mikið af fólki. Fundum þetta fína tjaldstæði í bakgarði hjá fólki. Það var nú bara upplifun að horfa á konuna pikka inn nöfnin okkar í tölvuna, hún var örugglega 100 ára og notaði einn putta á lyklaborðið, enda tók þetta langan tíma.

Við notuðum svo nokkra daga til þess að skoða okkur um í prag, sem var stútfull af túrhestum og eiginlega var of mikið af þeim. Sáum fullt af fallegum byggingum og endalaust stóra kastala. Löbbuðum okkur upp fyrir hné og næsta verkefni var að fynna kerru fyrir skvísuna, þar sem maður verður svo óskaplega þreyttur í fótunum að labba. Fundum þessa fínu kerru í skuggahverfi Prag á fínum prís. Fórum síðan í risa dýragarð, og sáum þar ótrúlega myndir af flóðinu sem var í prag 2002, eiginlega var þetta lygileg uppbygging á svæðinu aæeins 2 árum eftir þessar hamfarir.

Eftir að hafa eytt góðum tíma í Prag var stefnan tekin ´lengra inn í Tékkland.Fundum fullt af litlum skrýtnum bjum þar sem enginn talaði annað en tékknesku.....Gummi brá á það ráð að tala íslensku á móti þeim og það virkaði alveg jafn vel og annað.
ÉG ÆÆÆTTLA AÐ FA EINA PYLSU MED TÓMATSÓSU þeir virtust alveg ná þessu.

gistum eina nótt á 3 stjörnu hóteli og fengum flottasta morgunverðarhlaðborð sem ég hef séð. nammmmmm.
eitt sem var mjög merkilegt við þennan bæ var opnunartími verslanna, þ´r voru opnar frá kl 8-11. frekar fyndið.

stoppuðum líka í karlovy Vary þar sem var kvikmyndahátíð, og bærinn stútfullur af "frægum" kvikmyndastjörnum ekki það að ég hafi þekkt einhvern þar.....en það er ekki alveg að marka.

Á sunn. ákváðum við svo að bruna áleiðis heim í danmörkina, gerðum reyndar gott betur og tókum túrinn í einum rikk. Það var keyrt í einhverja 12 klst, þann dag og var það frekar þreytt fólk sem skreið innum dyrnar um tólfleitið. Enda fór mánudagurinn eiginlega bara í það að jafna sig. En þetta var rosa góð og skemmtileg ferð og nú er bara að safna kröftum fyrir Ítalíu.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim