Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Fuglinn floginn úr hreiðrinu

og við hjónaleysin sitjum hérna og vitum ekkert í hvorn fótinn við aigum að stíga, sem er skiljanlegt þar sem við sitjum...hahahaha En það er samt alveg rétt við vitum ekkert hvað við eigum að gera af okkur, nú vantar okkur ráð frá barnlausum, hvað gerir maður? Ég fór með skvísuna út á flugvöll og fékk að fylgja henni alla leið út að flugvél. Bjóst auðvitað við því að þetta yrði rosa drama, en hún kyssti mig bless. tók í höndina á Antoni og skundaði út í flugvél......og ég stóð bara og átti ekki til orð! Ekkert smá dugleg stelpa, hún var búin að vera með fiðrildi í maganum allan morguninn. Núna er hún bara með ömmu og afa að spóka sig í reykjavíkinni. Vona að þau eigi eftir að skemmta sér rosa vel saman.

Þegar ég kom heim áðan beið mín skemmtilegur glaðningur, fullt borð af afmælispökkum, Gummi hafði greinilega saknað mín og fór í bæinn. Strákurinn hefur greinilega vitað hvað mig vantaði og í fyrsta pakkanum var BAÐVIKT....hmm er ég að skilja skilaboðin eða hvað........í næsta pakka var lampi þar sem ég er alltaf að kvarta yfir því að ég geti aldrei lesið upp í rúmi og í þriðja pakkanum var diskurinn sem ég var nýbúinn að segja að væri leiðinlegur......púff en mér er hætt að finnast hann leiðinlegur og finnst hann núna rosa góður, var bara ekki í rétta gírnumþegar ég heyrði hann síðast. Svo ég er rosa glöð yfir ammælispakkanum mínum.

Mamma var líka svo sæt að senda pakka, takk fyrir það mamma.

Nuna ætla ég að hringja á íslandið og ath hvernig unganum okkar gengur...pínu áhyggjufull mamma hérna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim