Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, maí 14, 2004

Hjúkket þau eru gift.

Krónprins Frikki og Mæja prinsessa, voru að gifta sig við mikinn viðbúnað hérna í dag. Ég var alveg á því að horfa ekki á þetta...........en hvað er ég búin að vera að gera í dag. júbbs þegar ég kom heim úr vinnunni þá kveikti ég auðvitað á sjónvarpinnu og horfði á allt flotta kóngafólkið og flotta fólkið koma í giftinguna, ekkert smá flottir kjólar mar. Það er búið að vera linnulaus umræða um brúðkaupið í marga mánuði og núna síðustu viku er ekki búið að sýna annað í sjónvarpinu nema efni sem tengist brúðkaupinu á einn eða annan hátt.

Það var líka flaggað fyrir öðru í dag, því Ingvi á nefnilega ammæli, til hamingju með ammælið gamli. Fékk ammælisvöfflur og köku áðan. namm namm.

Á fimmtudag kom bekkurinn hennar Ársólar í heimsókn upp í koloni have, þetta voru 23 stykki og þetta gekk alveg ótrúlega vel. Fórum í fullt af leikjum og skemmtum okkur vel. Nokkrum strákum tókst að bleyta sig með garðslöngunni og annar datt í tjörnina.....bara svona venjulegt.

Á morgun ætlum við að vera á þjóðlega nótunum og borða hangikjöt og uppstúf með nýbökuðu flatbrauði ala svalagústi. Namm namm. Eftir það ætlum við síðan að horfa á júróvísjón. Namm hlakka til að borða jólahangikjötið hennar tengdamömmu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim