Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, mars 06, 2004

Já það er kominn laugardagur og það er frekar mikil þynnka í gangi, enn eina ferðina. Ég þoli ekki þynnkudaga, maður kemur engu já einmitt engu í verk.

Kristján og Anna Fríða komu í mat með Tómasi prakkara. Við vígðum matarstellið og borðuðum fylltar kalkúnabringur namm namm. og forrétt og eftirrétt og eftireftirrétt og miðnætursnarl.

Það er einn góður kostur við það að búa hérna á kollegiinu, það er að barinn er hérna við hliðiná og því hlupum við stelpurnar aðeins yfir og dönsuðum við nokkur lög, svo urðum við auðvitað að heyra smá U2 og hlupum þá bara heim og náðum í diska sem plötusnúðurinn spilaði svo fyrir okkur. Matarboðið endaði með því að konurnar steinsofnuðu í hjónarúminu meðan karlpeningurinn brá sér á barinn. En það var líka alveg kominn tími á að fá sér lúr...... vorum orðnar frekar þreyttar. Rosa skemmtilegt kvöld. En ekki alveg það sama hægt að segja um daginn í dag. Ætla reyndar að fara ýta Gumma fram úr og kíkja upp í hús. Við erum líka búin að afreka það að fara í jem og fix og kaupa spýtur og svo á mama´s pizza og borða pizzu með Gústa og Þóru.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim