Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, júní 17, 2003

Gleðilegan 17. júní

Vá þvílík leti........algjör skrifleti í gangi. En nú er ég búin í prófunum loksins, og það er komin sautjándi júní, við tókum smá forskot á sæluna og héldum upp á 15. júní, það var alveg fínt fengum grillaðar pylsur og íslenskt nammi, fórum í hlaupískarðið og reipitog........og fullt meira. Fengum meira að segja smá rigningu í lokin bara svona til að toppa það, má nú ekki vera 17. júní hátíð án rigningar...... Vona nú að það rigni ekki mikið á ykkur í dag heima á Íslandi. Ársól finnst það nú frekar halló að fara á leikskólann í dag....en það er 17. júní af hverju er ekki bara frí????? já það er spurningin, kannski við förum bara aðeins í heimsókn á leikskólann og kíkjum hvort það séu komnar myndir frá ferðinni til Köben.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim